Vikan


Vikan - 19.05.1966, Qupperneq 41

Vikan - 19.05.1966, Qupperneq 41
— Ég skal segja þér það. Ég varS æfur eins og eggjahæna. Það stóð í fimm mfnútur. Svo hló ég. Það er að segja, ég rak upp skelli- hlótur. Ég sagði við sjálfan mig: — Andskotinn eigi það, Hagan, það var þess virði, var það ekki? í sama bili þurrkaðist tjáningar- leysið af andliti hans og bros færð- ist í staðinn. Hann slappaði af og Modesty slappaði af með honum. — Ekkert reiður þá- spurði hún. — Nei. Ekki ég. En yfirmaður minn hló ekki. Þú mannst kannske eftir því, að ég vann fyrir l.D.S. (International Diamond Security), þegar þetta var? — Það er nú mergurinn málsins, vitur, sagði hún með ofurlitlu af- sökunarbrosi. Hún renndi hendinni undir handlegg hans og saman stóðu þau og horfðu á myndina. — Mergurinn málsins, sagði hann hægt, — ég hef verið að hugsa um hann síðan. Þú lézt smygla stórri sendingu af gimsteinum út úr Sierra Leone. Svo aðalmergurinn var sá, að hafa upplýingar út úr mér varð- andi gagnráðstafanir. Hann tók um axlir hennar og sneri henni varlega að sér. — En var það allur mergur- inn málsins? Varstu að leika á mig allan tímann? Hún smeygði höndunum undir handleggi hans og spennti greipar fyrir aftan bakið á honum og horfði framan í hann. — Ja . . . ég er ekki að smygla neinu núna, sagði hún mjúklega. — Þú mátt leita á mér, liðsforingi. Hann renndi höndunum um mitti hennar, færði þær síðan hægt upp, þar til lófarnir námu við brjóstin, horfði í augu hennar og reyndi að lesa það, sem f þeim stóð. — Þér er Ijóst, að ég verð að leita mjög nákvæmlega, Madame? Rödd hans var jafn lág og henn- ar, en líkami hans var skyndilega allur spenntur. — Ég verð að biðja þig að koma inn á rannsóknarstof- una . . . — Að sjálfsögðu, liðsforingi. Ég vil að þú verðir fulkomlega ánægð- ur... Framhald í næsta blaði. ANGELIQUE OG SOLDÁNINN Framhald af bls. 24. hryggjunni til þess að fólkið gæti betur séð. Hvítir, skikkjuklæddir Arabar, sem voru i áhöfn hans, æptu rámum rómi kosti hverrar verzl- unarvörunnar um sig. Væntanlegir kaupendur fengu að þukla, klípa og jafnvel taka blæjurnar frá andlitum kvennanna, sem stóðu þarna niðri við sjóinn, naktar og skjálfandi. Sumar reyndu að hylja sig með hárinu, en verðirnir börðu þær með svipunum til að koma í veg fyrir slíka siðsemi. Þeir jafnvel glenntu upp á þeim munnana, til þess að sýna hvernig þær væru tenntar. Angelique skalf af hneisu, þegar hún sá þetta: — Það er útilokað, sagði hún við sjálfa sig, — að ég.... Nei, ekki þetta! Hún litaðist um til að reyna að fá einhversstaðar hjálp, og kom auga á gamlan appel- sínusala, sem starði á hana undan þykkri hettunni. Hann gaf henni merki, og hvarf siðan i mannfjöldann. Svartur þrælasali var að draga svarta konu með æðisgengin augu frá þremur grátandi börnum: — Þetta, sagði sú armeníska — minnir mig á hvernig þeir rifu bræður mína af móður minni. Svo hlustaði hún á hvað sagt var, og sagði svo: — Þessi kona var keypt handa egypsku kvennabúri, langt inni í eyðimörkinni. Eigandinn vill ekki taka börnin líka, þau myndu deyja á leiðinni. Angelique sagði ekkert, einhverskonar kæruleysi hafði gagntekið hana. — Þeir selja krakkana fyrir fáeina pjastra, sagði sú armeniska: — Eða skilja þá bara eftir hér handa hundunum og köttunum. Bölvaðir séu þeir dagar, þegar þau fæddust! Hún kinkaði kolli: — Við erum heppnar. Að minnsta kosti deyjum við ekki úr hungri. Svo bað hún auðmjúklega leyfis um að fá að dást að Möltugaleiðunni með rauða flagginu ogg hvíta krossinum, sem blakti 1 hafrænunni. Sölunni var að verða lokið. Hermenn Mölturiddarareglunnar notuðu spjótin til að halda uppi reglu meðal fanganna, þegar nýju eigendurnir leiddu þá burt einn af öðrum. Þessir hermenn voru í stigvélum með hjálma, og þekktust á svörtum höklum með hvíta. átthyrnda krossa á brjóstinu. Sú armeníska var frá sér numin af að horfa á skipið. Geldingurinn varð að ávarpa hana hörkulega til að fá hana burtu. Hann hafði alls ekki ætlað sér að beita hörðu við þessa fanga, sem næsta dag mundu leggja af stað til fjarlægra kvennabúra, og honum fannst hverjum dæmdum fanga ekki of gott að horfa einu sinni enn á þetta svæði, sem öllum austurlandabúum var svo kært, en nú varð hann að fara að flýta sér, því uppboðstíminn nálgaðist. — Hammam! Hammam! endurtók hann hvað eftir annað og rak þær áfram. Rétt utan við tyrkneska baðið sá Angelique appelsínusalann á ný. Hann slangraði eins og af tilviljun utan i asnann hennar, og þá þekkti hún, að þetta var Savary. —■ I kvöld, hvíslaði hann, — þegar þú kemur út úr uppboösstaðnum, vertu þá reiðubúin. Blár flugeldur er merkið. Vassos sonur minn mun leiðbeina þér, en ef hann getur það ekki, gerðu þá allt sem þú getur, til að komast til krossfaraturnsins niðri við höfnlna. — Það er ógerlegt. Hvernig á ég að komast framhjá varðmönnunum? — Ég býst við, að á þeirri stundu munu varðmennirnir þínir, hverjir sem þeir verða, hafa annað að gera en að hafa auga með þér. Svary glotti og skelmislegur glampi kom I augu hans bak við gleraugun. — Vertu reiðubúin! AVON VEKUR FEGURÐINA AF DVALA ÁLLÁ ÞÁ FEQURÐ, 8EM ÞÉR VISSUÐ ÁÐ ÞÉR ÁTTUÐ. Hulin íegurð, sem þér vissuð að þér áttuð, kemur í Ijós við snertingu Avon. Blómstrar við snertingu Avon makeup. Springur út við hlýju hinna nýju varalita og naglalakka.... Og svo að lokum gerir Avon augna makeup fegurð yðar fullkomna. Það geta allir séð. Það þarf Avon töfra til að fegurðin líti dagsins ljós. Avon LONDON cosmetics NEWYORK 13. KAFLI Sólin var þegar komin lágt á himininn, þegar þrælarnir báru kon- VIKAN 20. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.