Vikan


Vikan - 21.07.1966, Qupperneq 20

Vikan - 21.07.1966, Qupperneq 20
FERÐAPISTLAR FRA BUU3ARÍU Hún heitir Sofía, og þeg- ar þú kemur þangað af himnum ofan í Ijósa- skiftunum og myrkrið er að leggjast eins og teppi yfir borgina, finnst þér þú vera kominn til fram- andi heima. Þú sérð blóðþyrstan auðvaldshatara í jafnvel saklaus- ustu mönnum og átt von á drama- tískum atburðum þegar í stað, jafn- vel á næsta götuhorni. Það er að segja, þegar þú hefur ekki áður komið austur fyrir járntjaldið fræga, og þekkir þau lönd ekki af öðru en James Bondsögum og öðrum á- líka bókmenntum. Þér hægist nokk- uð, þegar þú sezt inn í hriktandi Zimleigubíl og bílstjórinn, sem raun- ar ekur eins og Ijón eftir steinlögð- um strætunum, flautar á stelpurn- ar og segir úlala, rétt eins og venju- legur Islendingur úr sjávarplássi úti á landi, þegar hann kemur til Akureyrar eða Reykjavíkur. Svo er þér stjakað inn i hótelafgreiðslu og beðið um passann þinn, og síðan segir fólkið bara þakk fyrir, og passinn verður eftir í skiftum fyrir lykilinn að herberginu. Og þú kemur upp á herbergið og uppgötvar, að það er hreint og þokkalegt, og húsbúnaðurinn gef- ur í engu eftir því sem þú ert áður vanur, sízt ef þú hefur nóttina áð- ur gist á frámunalega lélegu hóteli í Kaupmannahöfn, þar sem betrekk- ið lafir í strimlum og þú óttast mest að það séu flær í bælinu. Kannski ferð þú í bað og uppgötvar, að heita vatnið er með brúnum blæ, og þú smakkar á kalda vatninu með hálfum huga og finnur, að það er kalt og harla gott á bragðið. Svo ferð þú niður aftur og leiðsögumað- urinn þinn, sem kannski er ung og falleg stúlka og heitir Dandsé, bíð- ur þín til að snæða með þér kvöld- verð, og þið farið inn í matsal hótelsins og fáið ágætan mat, ÞHRSEm GnmuR simnsrnuRRR SVRGJH FYRRl HL.UTI TEXTI OG MYNDIR: (SIGURDUR HREIÐAR) 20 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.