Vikan - 21.07.1966, Qupperneq 22
f
um götur höfuðborgarinnar, sýnist
þér fráleitt, að þetta sé stórborg.
Miklu líkara, að þetta sé dreifð
byggð í litlu þorpi á stærð við
Reykjavík, þar sem húsin standi
nokkuð frá götunum og fremur
strjált. Allar aðalgötur eru girtar
með trjám svo tilsýndar eru þær
einna líkastar göngum. Þarna er
garður við garð og allt grænt,
grænt, grænt, maður hefur á til-
finningunni að frjósemin sé svo
mikil að jafnvel gamlir símastaurar
syngi í sólskininu og verði grænir
aftur. Og þegar þú hefur kveikt
þér í einni Slöntsé (sígarettutegund)
þá stingur þú eldspýtunni fremur í
stokkinn aftur en fleygja henni, svo
ekki vaxi ótímabært tré utan skipu-
lags í grænum görðum gömlu
Soffíu.
Því gömul er hún blessunin, ein
elzta borg Evrópu. Hún er sögð
yfir 4000 ára gömul, en hefur á
þeim tíma lotið fjölmörgum nöfn-
um. Nafnið Sofía er til þess að gera
ungt; það er ekki nema svo sem
sex alda gamalt. Mér er sagt, að
Sophia þýði raunar vizka, en á-
stæðan til þess, að það festist við
þessa grænu garðaborg er sú, að
heilög Sofía átti þarna kirkju eina,
sem enn stendur, og þótti nægilega
merk til þess að nafnið yfirfærðist
á staðinn og líklega verður bið á,
að nafnaskifti verði þar á ný.
Og þó, það er aldrei að vita.
Minnismerki, moskur, söfn.
í Sofíu er ýmislegt af því tagi,
sem ferðamönnum er jafnaðarlega
sýnt. Kirkjur, gamlar tyrkneskar
moskur, söfn, skólar, stofnanir, torg
og minnismerki, en það er ekki
henni Dandsé minni að kenna, þótt
ég veigri mér við að fara út í lýs-
ingar á slíkum stöðum og hlutum,
heldur hinu einu, að áhugi minn
fyrir þannig ferðamannauppstilling-
um er heldur daufur og ég fer til
lítils gagns að skoða þær. Hitt er
svo annað mál, hvað ég læt yfir
mig ganga af því það tilheyrir pró-
gramminu. En oft er það sárt, að
skríða ofan í gamlan kirkjukjallara
til að glápa á gamlar og máðar
dýrlingamyndir, þegar sólin skfn á
skýlausum himni og raddfagrir
fuglar syngja í laufgum trjám milli
hvíslandi gosbrunna.
Eitt er það sérstaklega, sem ger-
ir að verkum að Sofía virðist ekki
stórborg. Eftir svo sem 20 mínútna
akstur ertu kominn upp í fjöll, þar
sem skiftast á grænir skógar og
grösugar hlíðar, skoppandi lækir og
dunandi fossar, að vísu heldur mjó-
slegnir og ekki háir, en fossar samt.
Og á einum stað í þessu fjalli sérðu
undur og stórmerki, sem þú hefð-
ir kannski kosið að dvelja við lengri
tíma en frammi fyrir dýrlingamynd-
unum gömlu; það er steinfoss, sem
hrynur fram milli skógi vaxinna
hlfða. Þetta eru vatnslúðir steinar.
Samferðafólk hressir
sig í vegarkrá: Frá
hægri: Leiðsaga, bíl-
stjóri, íslanzki sjúrna-
list.
Jordanka Ivanova í)
Strankova (Dandsé) og
Nikolai Ivan Marinoff
(Koljó) — leiðsaga og
bílstjóri.
22 VIKAN
Sjeikað af hjartans lyst í vegarrjóðri — Dandsé og Koljó. Hér er Volgan BÍLL-
INN.
Freskómálverk yfir kapelludyrum í Batsjkóvó.