Vikan


Vikan - 21.07.1966, Qupperneq 25

Vikan - 21.07.1966, Qupperneq 25
dýrmætu skepnu. Sirkassiska stúlkan og tvær aðrar af hjákonum Mulai Ismails fóru með henni — önnur var stór og kát Etíópíukona að nafni Muira, hin var frá Nígeriu með óumbreytanlegt andlit, á litinn eins og sítrónuviður. Þær gengu i áttina að dýrasafninu undir vörzlu þriggja geldinga, einn þeirra var Raminan, yfirmaður lífvarðar drottningarinnar og hann héxt á Zidan litla prinsi. Prinsinn hafði heyrt um fílinn og æpti og gólaði þar til einhver féllst á að fara með hann þangað og sýna hon- um hann. Vonir Angelique brugðust eaki. Þarna var Savary og sagði fyrir um, hvernig ætti að gefa sjúklingnum pipu gegnum litla blýleiðslu, með hjálp tveggja annarra þræla. Fíllinn hafði étið allt of marga guava- ávexti. Prinsinn vildi þegar í stað gefa honum einn ávöxt enn. Líf- læknirinn lét undan þessum duttlungum fremur en eiga á hættu reiði hins konunglega afkomanda. Og einum guava ávexti meira eða minna myndi hvorki gera fílnum betra eða verra. Angelique sætti færis, meðan lætin út af prinsinum stóðu sem hæst, að rétta Savary nokkra brauðhleifa, sem hún hafði falið undir blæjum sinum. Hinn feiti, gamli Rafai sá til hennar, en sagði ekkert, því hann hafði mjög ströng fyrirmæli um að fara ekki í taugarnar á henni með smásmugulegri agasemi. —• Hefur yður heppnazt aö gera nokkrar áætlanir varðandi flótta okkar? hvislaði hún. Apótekarinn iitaðist varkár um, áður en hann hvislaði milli saman- bitinna tannanna: — Tengdasonur minn, Samuel Maimoran, sá ágæti náungi, er reiðubúinn til að lána mér töluverða fjárupphæð til að borga leiðsögumönnum. Colin Paturel þekkir nokkra, sem þegar hafa hjálpað til að flýja. — Eru þeir ekki áreiðanlegir? — Hann segir, að svo sé. — Hversvegna hefur hann þá ekki flúið sjálfur? — Honum er alltaf haldið i hlekkjum. Hans flótti yrði engu auð- veldari en yðar. Hann segir, að engin kona hafi reynt að flýja, svo hann viti um. Mín ráðlegging er sú, að biða eftir endurlausnarfeðrunum og biðja síðan um hjálp Frakklandskonungs. Angelique ætlaði að fara að svara þessu, en óánægjuhljóð frá Rafai gaf henni til kynna, að þetta leyndarsamtai, sem geldingurinn skildi ekki orð i, hefði þegar staðið nógu lengi. Og rétt í sama bili sögðu varðmennirnir konunum, að mál væri að snúa við, en þeir áttu í nokkrum erfiðleikum með að fá Súkkulaði- prinsinn til að koma með sér. Raminan varð að taka hann með valdi. Lætin í honum rénuðu ekki íyrr en þau komu fyrir horn og rákust á gamlan, hvíthærðan þræl að nafni Jean-Baptiste Caloens, sem var Flæmingi og var þarna að hreinsa fallin lauf. Barnið gólaði upp, að hann ætlaði að höggva af honum hausinn, vegna þess að hann væri gráhærður og einskis nýtur lengur. Ekkert gat haft hann ofan af þessari löngun, svo geldingarnir sögðu gamla manninum að láta fallast til jarðar, um leið og hann fyndi höggið. Prinsinn reiddi litla bjúg- sverðið og sló þrælinn af öllum kröftum. Gamli maðurinn slengdi sér niður og íét sem hann væri dauður. Engu að síður fékk hann sár á handlegginn, sem blóðið vall úr, þegar litli engillinn sá það, var hann ekkert nema brosið og gekk burt með gæzlumönnum sinum, sæll og glaður. Þau gengu framhjá litlum garði fullum af smára sem var ræktaður þarna handa hallarhestunum. Nokkru lengra var lítill skógur af appel- sínu- og rósaviði, mjög skemmtilegur og aðlaðandi staður. Upphafs- maður hans var Spánverji. Tveir þrælar voru að vinna þar. Þegar þær fóru framhjá, heyrði Angelique þá tala saman á frönsku. Hún sneri sér við til að lita nánar á þá. Annar þeirra var ungur og svo fínlegur, að hún átti erfitt með að ímynda sér hann með parruk og knipplingakraga, eins og hvern annan hirðspjátrung. Hann veifaði til hennar, þvi Frakki verður að vera mjög kúgaður undir oki þrælk- unarinnar, til að hafa ekki auga fyrir dularfullri fegurðardís, sem fer framhjá honum, jafnvel þótt hún sé hjúpuð slæðum. Allt í einu hrópaði sú sirkassiska: — Mig langar í þessa fallegu appelsínu, sem hangir þarna uppi. Segið þrælunum að ná í hana fyrir mig. 1 raun og veru hafði hún einnig tekið eftir þessum giæsilega ungi- ingi, og langaði til að staldra við og horfa á hann nokkuð lengur. Reynzla hennar í örmum Mulai Ismails hafði breytt þessu saklausa barni í konu, sem var áköf í að reyna þokka sinn á karlmenn, og þessir þrælar, þrátt fyrir misþyrmda líkamina og tötrana, sem þeir klæddust, voru fyrstu karlmennirnir, sem hún hafði rekizt á að undan- skildum soldáninum, síðan hann hafði kennt henni undirstöðuatriðin i hinum blíða en þó ákafa leik, sem siðan frá örófi alda hafði komið hverri Evu og hverjum Adam til að sjá hvort annað í nýju Ijósi. Hún renndi augunum i gegnum þunna blæjuna, yfir hörundsbjart- an og velbyggðan þrælinn, og ungi maðurinn með lokkandi brosið var ljóshærður og hárið á honum var eins og silki. Hverju væri það líkt að kúra í örmum hans? Hvernig elskuðu kritsnir menn? Hún hafði heyrt að þeir væru ekki einu sinni umskornir.... — Ég vil fá þessa fallegu appelsínu þarna uppi, endurtók hún. Gamli, feiti Rafai sagði henni alvarlegur í bragði, að hún hefði engan rétt til að biðja um ávöxtinn, sem ásamt öllu öðru væri í eigu soldánsins og einskis annars. Stúlkan reiddist, og hún svaraði þvi til, að það sem heyrði soldáninum til, væri hennar engu síður, því héðan í frá væri hann hennar þræll, og hann hafði sagt henni það sjálfur, og hún myndi klaga óhlýðni geldinganna fyrir honum og þeim yrði refsað. Þrælarnir tveir fylgdust með deilunum útundan sér. Sá ungi, ljós- hærði, sem var de Vaucluse markgreifi og hafði aðeins verið þræll í nokkra mánuði, glotti af ánægju yfir að heyra þessa frekjulegu kven- mannsrödd. En félagi hans, Bretoni að nafni Yan le Goen, hafði veriö yfir tuttugu ár þræll' I Marokkó. Hann ráðlagði markgreifanum, lágri röddu, að líta undan og láta sem hann væri niðursokkinn í starfið, því þrælunum var bannað að viðlagðri dauðarefsingu að stara á konur soldánsins. Markgreifinn yppti öxlum. Skelfing var hún eitthvað sæt þessi litla þarna, eftir því sem maður gat helzt getið sér til, einmitt það sem hann þarfnaðist mest. — Hana langar í þessa appeisínu, túlkaði Bretoninn. — Hvernig er hægt aö neita svona fallegri stúlku? spurði de Vau- cluse markgreifi. Hann lagði frá sér hnífinn, sem hann var að vinna með og teygði sig eftir ávextinum. Síðan beygði hann sig fyrir sirk- assisku stúlkunni, eins og hún væri Madame de Montespan, og rétti henni appelsínuna. Það sem gerðist kom eins og hvirfilvindur. Eitthvað hvein í loft- inu og kastspjót boraði sig í bak de Vaucluse hins unga upp að skafti. Hann lyppaðist til jarðar. Mulai Ismail kom í ljós fyrir beygju á veginum á hvítum hesti og andlit hans var afmyndað af bræði. Hann knúði hestinn sporum og þeysti aö föllnum þrælnum, dró kastspjótið úr liki hans og sneri sér að hinum þrælnum til að afgreiða hann á sama hátt. En Bretoninn kastaði sér áfram og undir framfætur hestsins og hrópaði óttasleginn á arabisku: -— Fyrirgefið, herra minn. Fyrirgefið, vegna hins heilaga hests yðar, sem farið hefur til Mekka. Mulai Ismail reyndi að ná til hans undir kvið hrossins en þrællinn gætti þess að yfirgefa ekki skjól sitt, Þótt hann ætti á hættu að ó- þolinmótt hrossið trampaði ofan á hann. Sumir af hestum Mulai Ism- ails höfðu orð fyrir að vera heilagir, sérstaklega þeir, sem komið höfðu til Mekka. Yan le Goen hafði þegar í stað gert sér grein fyrir, að þetta var eitt af þeim hrossum, sem soldáninn hélt mest upp á. Og Mulai Ismail miskunnaði manninum sakir aödáunar sinnar á hestinum. — Jæja, sagði Ismail, — að minnsta kosti þekkir þú helgi okkar. En hypjaðu þig burt úr minni augsýn, fúla skriðdýr, og láttu mig aldrei heyra af þér framar. Bretoninn skreið undan hrossinu, steig yfir lik félaga síns og fiúði eins hratt og fæturnir gátu borið hann milli trjánna. Muiai Ismail snerist á hæl með brugðna lensu og lét augun hvarfla yfir geldingana, til að komast að því, hverjum hann ætti að hegna fyrst fyrir kæruleysið. En Raminan fann leið til að snúa reiði hans hans frá sér með því að lyfta Zidan litla prinsi upp, en snáðinn hafði fylgzt af ákefð með öiiu því sem fram fór. — Vegna sonar yðar herra minn, vegna sonar yðar.... Með miklu orðaflóði útskýröi geldingurinn að sirkassiska stúlkan hefði hótað að láta hann, meistara allra, refsa öllum geldingunum, ef hún fengi ekki appelsínu. Hún hafði sagt, að það sem soldáninn ætti, ætti hún sömuleiðis. Andlit Mulai Ismaiis myrkvaðist. Svo breiddist kuldalegt glott yfir varir hans, og glansandi hvítar tennurnar komu í ljós. — Allt hér er min eign og einskis annars. Þú skalt fá að læra það, Marrianti, sagði hann með djúpri röddu. Svo sneri hann hestinum við og þeysti burt. Það var farið með konurnar aftur heim i kvennabúrið. Allan þann dag lá skelfingin í loftinu. Litla sirkassiska stúlkan var hvít eins og rekkjuvoð. Hún renndi stórum augunum hvað eftir annað yfir með- systur sínar í kvennabúrinu og reyndi aö ráða af svip þeirra, hvaða örlög biðu hennar. Mulai Ismail myndi refsa henni hræðilega, það var enginn vafi á því. Þegar Raminan sagði Leilu Aishes frá þessum atburði, bruggaði hún þegar í stað seyði af ávöxtum, sem hún ein kunni að laga, og lét svo geldinga fara með það til þeirrar sirkassisku. Stúlkan átti að drekka það undir eins. Þá myndi hún deyja Þjáningarlausum dauðdaga og sleppa undan Þeim voðalegu pyndingum, sem soldáninn myndi án efa búa henni, til að refsa henni fyrir frekjuna. Þegar þeirri sirkassisku varð ljóst, hverjar afleiðingar seyðið hafði, æpti hún í skelíingu og skvetti úr krukkunni. Leila Aisheh setti upp svip eins og móðgaður asni. Hún hafði gert þetta eingöngu af vingjarn- leik, sagði hún, en hvaða máli skipti það? Örlögin urðu að fá að ráða. E’inn kattanna lapti upp það, sem niður hafði farið af drykknum, og dó á staðnum. Skeifingu lostnar grófu konurnar hann með leynd. Það vantaði bara, að soldáninn frétti nú af dauða eins af sínum elskuðu köttum! Sirkassiska stúlkan leitaði athvarfs í örmum Angelique. Hún grét ekki lengur, heldur skalf eins og dýr, sem hefur hundaflokk á hælum sér. Allt var dauðahljótt í kvennabúrinu. Ilmur blómanna fyllti her- bergin, þegar kvöldið gerði himininn jaðigrænan. Samt virtist andi hins ósýnilega, grimma veiðimaanns, sem komizt hefur á spor bráðar sinnar, vera á ferli í skuggunum, og konurnar voru hræddar. Angelique strauk hrafnsvart hár Marianti og reyndi að raða saman nokkrum arabiskum orðum til að hugga hana. -— Fyrir aðeins eina appelsínu — það er óhugsandi að hann refsi þér harkalega — ef til vill lætur hann bara hýða þig — þá hefði hann iíka látið gera það strax, en nú er nokkuð um liðið og ekkert hefur gerzt —- þú skalt bara vera róleg.. . . En sjálf var hún allt annað en viss, og hún fann, að hjarta vesalings stúlkunnar sleppti úr slagi við og við. Allt i einu rak sirkassiska stúlkan upp óp. Geldingarnir komu í áttina til þeirra, þvert yfi rherbergið, með Osman Faraji i fararbroddi, og þeir höfðu handleggina krosslagða yfir skarlatsrauðum satinvestunum. Þeir voru ekki með vefjarhetti og þaö glampaði á höfuð þeirra, sem voru krúnurökuð nema hvað ein flétta lafði niður frá hvirflinum. Þeir gáfu engin hljóð frá sér, og feit andlitin voru tjáningarlaus. Framhald á bls. 44. VIKAN 25

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.