Vikan


Vikan - 21.07.1966, Page 33

Vikan - 21.07.1966, Page 33
allir út að nautahringnum. Hálf- drukknir Spánverjar og jafnvel hinar fögru senoritur léku 'sér að því að stinga kálfana og leika nautaat. — Þér vitið töluvert um nauta- at, sagði gestgjafinn kurteislega við Alec. — Þér hafið séð mörg slík? — Já, það hefi ég. — Hvernig finnst yður það? — Ágsett, það er að segja þeg- ar nautin eru ekki skemmd, ég meina hornin stytt og þar fram eftir götunum Hvernig stend- ur á því að ég er svona and- styggilegur? hugsaði Alec með sjálfum sér. Don Juan hleypti brúnum. — Hverja hafið þér séð? — Síðast sá ég Belmonto. Manolete. Og áður Arruza, Dom- inguin — Louis Miguel — eftir stríðið. Áður sá ég Ordonez. Ég sá aldrei föður hans, nema sem framkvæmdastjóra. Nino de la Palma var á undan minni tíð, sömuleiðis Gaona. Svo þekkti ég nokkra í Mexico, t.d. Silverio. — Þá hafið þér skrifað um nautaat? — Nei. — Hversvegna ekki? Þér sem vitið svo mikið um þau. — Ég þoli ekki hestaatriðin. Alec sagði einhvern brandara við ensku konuna, sem sat hinum megin við hann. Augnabrúnirnar fuku aftur upp, en það var enginn vottur um kímni. — Þér vitið að við bólstrum þá nú? — Það er einmitt það. O, fjandinn hafi það, hugsaði Alec, ég get ekki látið vera að stríða honum, hann fer í taugarnar á mér. — Ég hefi andstyggð á hross- um sem hafa misst baráttuhug- inn. Svo missti ég áhugann eftir að farið var að skera raddböndin á þeim, svo veinin í þeim hefðu ekki ill áhrif á túristana. Ó-ó-ó, heyrðist frá brezku konunni og Don Juan fór að hlægja. — Ég hélt að yður væri alvara, sagði hann, — en nú heyri ég að þér eruð að gera að gamni yðar. Við köllum þetta brezka kímni. í alvöru, hversvegna skrifið þér ekki um nautaöt? Alec yppti öxlum. — Allt sem er þess virði að skrifa um naut, hefur Hemingway gert; Tom Lea; Barnaby Conrad og jafnvei nokkrar konur, ég man ekki hvað þær heita. Að lokum hefur vin- ur minn Rex Smith skrifað ævi- sögu allra nauta og nautabana sem einhvers voru virði. Mér finnst efnið alveg tæmt. Nú eru nautin eingöngu helguð ferða- mönnunum. Gestgjafinn Don Juan Mendoza hallaði sér fram á lensuna, sem hann hélt á. — Þér hafið þá ekki neinn áhuga á nautum lengur? Og ekki heldur nauta- bönum? — Nei, ekki síðan Manolete var og hét. — Hversvegna voruð þér svo hrifinn af Manolete? — Vegna þess að bæði maður- inn og nautin voru heiðarleg. Maðurinn vann að sínu nautaati og æfði sig, dag eftir dag, án þess að hafa allan hugann við að græða peninga í Mexico. Og nautin voru með óskert horn og sterka fætur. . . — Hafið þér verið við tienta áður, herra Barr? — Nokkrum sinnum. — Hafið þér reynt yður við kálfana? Hafið þér prófað hvern- ig það er að vera inn í hringn- um með villtu dýri, jafnvel þótt það sé aðeins tveggja ára kálf- ur? Alec hristi höfuðið og kveikti í sígarettu. — Nei, herra minn. — Langar yður til að reyna núna? Reyna við skikkjuna? Ég get látið yður hafa hentug föt. Alec hristi höfuðið. — Nei, þakka yður fyrir. Ég er í raun og veru skíthræddur við beljur. Ég var stangaður sem barn . . Allir viðstaddir ætluðu að springa af hlátri nema Alec, Don Juan og Barbara. Alec sneri sér að ensku kon- unni og sagði: — Ég meinti þetta með hestana ekki í raun og veru. Ég er hrifinn af hestum og hefi oft farið á veiðar á hestbaki. — Ó, sagði hún, — hvað haf- ið þér veitt? Refi? Villibirni? — Nei, Alec hækkaði róminn. — Þegar ég fer á veiðar á hest- baki er það aðallega á ljóna og fílaveiðar; stundum veiði ég tígrisdýr. Þetta ætti að koma þessum asna til að þagna, hugsaði hann. En hinn gafst ekki upp. -— Þér veiðið fíla og ljón á hest- baki, en eruð hræddur við naut? — Það er einmitt það. Ég skil fíla og vatnahesta, en hefi eng- an áhuga á beljum. Mig langar ekkert til að fá tólf tommu horn í bakhlutann. Mér finnst það ekkert fyndið. — En þykir yður gaman að fílum? Alec hló. — Oft. En ég hefi örugglega flúið undan fleiri filum, en Gallo undan nautum. En það er bara sá mismunur, að þegar maður flýr fíla, þá eru engir aðstoðar- menn með rauðar skikkjur, til að beina athygli þeirra frá manni og þá eru engir calleón til að hlaupa bak við. Ég hleyp venju- lega bak við tré, þegar ég er að flýja undan fílum. Aftur hlógu allir, nema þau þrjú. — Mér þykir þetta leiðinlegt, sagði Don Juan. — Mér hefði þótt gaman að sjá mann sem er vanur að berjast við fíla og ljón á hestbaki, reyna sig við einn af kálfunum mínum. Bragðbezta ameríska sígarettan — Mér þykir fyrir því, Don Juan, en mig langar heldur til að sitja í dómarastúkunni, drekka koníak og deila út afskornum eyrum fyrir beztu frammistöðu. — Ég held við ættum að fá okkur kaffi á svölunum, sagði Don Juan og stóð upp. Barbara Bayne horfði á Alec, með augna- ráði sem sýndi greinilega að hún Má þynna . 30 smnum, -Hœfilegt i 6 litra blöndu. EPLI MANDARIN APPELSÍN fíin hentuga Sunéip dæla fivst gukalega Sunsip Elmaro, sími 23444 VIICAN 33

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.