Vikan


Vikan - 21.07.1966, Qupperneq 37

Vikan - 21.07.1966, Qupperneq 37
kóngur sá er Pétur hét, réði ríkjum í Búlgaríu, var einnig uppi þar munkur, sem hét Jóhann af Rílu, á búlgörsku Ivan Rilski. Honum blöskraði bílífi mannanna og snar- aðist upp í Rílufjöll og festi sér þar ból, fjarri mannabyggðum, ! fyrstu aðeins í jarðföllum og hol- um trjástofnum. Af þessu fékk hann orð fyrir að vera afar helgur mað- ur, og sagan segir, að Pétur kóng- ur hafi sjálfur skroppið upp í fjöll- in og ætlað að hitta Ivan þennan. En einsetumaðurinn var ekkert á þv! að tala við kónginn og neitaði að hafa nokkuð með hann að gera; Pétur kóngur hafði orð fyrir að vera syndugur. En fleiri hafa leitað fundar við Ivan, og með betri ár- angri, þv! þarna reis lítil kapella og síðan klaustur, sem kallað er Rílaklaustrið, og fjöllin heita Ríla- f jöll. Svo komu Tyrkirnir. Þetta er við- kvæðið í öllum búlgörskum sögum. Þeir brenndu klaustrið á 14. öld fyrst. Þá flutti lénsherrann Hrelju klaustrið þangað, sem það nú stendur, og reisti þar kirkju helgr- ar meyjar og 25 metra háan turn, hið mesta mannvirki, en síðan kem- ur klaustrið ( kring um þennan arkitektúr, að utan eins og ramm- gert virki, en að innan hlýlegur bú- staður í björtum litum. Þrívegis þóknaðist Tyrkjunum að kveikja í klaustrinu eftir þetta, en alltaf stóð turninn og kirkjan og standa enn, og virkið ! kring hefur nú verið endurbyggt eins og það áður var, og er sagt með sínum fyrri brag. Þar sem brosið hverfur. Þegar komið er inn ! klaustur- garðinn, tekur maður fyrst eftir pöllunum, sem eru allt í kring á klausturbyggingunni; það minnti mig á gamla daga — já, 20 ára gamla daga — í Laugarnesskólan- um, þessir utanáliggjandi gangar og stigar, innanvert á hringhúsi. En svo er það kirkjan, sem grípur, og grípur svo, að málið týnist og brosið líka, maður bara starir og hugsar, dáist að og glápir, því freskómyndirnar á veggjunum að utan og uppi í hvelfingunum eru svo nýjar og ferskar, að fyrst flýg- ur manni [ hug, að málarinn hafi rétt í þessu gengið burtu til að hreinsa penslana sína eftir vel heppnað verk. Og þó, allur stað- urinn andar af forneskju og gengn- um kynslóðum, og þú sérð fyrir þér iðna menn fortíðarinnar að starfi, í grófum kuflum, alvöru- þrungna á svip, og ósjálfrátt finnur þú eitthvað af sál þeirra, eitthvað, sem varð eftir á þessum forna stað, eitthvað, sem aldrei hverfur þaðan, þótt Tyrkirnir komi aftur og aftur og eyði með eldi og vopnum. Og þú þegir og þegir, og brosið lætur á sér standa, þú get- ur ekki strax talað um þennan stað, þar sem sál aldanna ríkir, og af- leiðingin verður sú, að leiðsagan þín heldur að þér þyki Rílaklaustrið leiðinlegt og verður sjálf döpur, af því henni þykir jafn vænt um það Geymið skemmtileg augnablik lífsins til seinni ára. — NotiS OSRAWB leifturljós svo myndin takist vel. OSRAM OSRAM Sýnishorn af hinum vönduðu og fallegu norsku eldhusinnrétt- ingum er nú komið. Gerið svo vel og komið og skoðið. P. SIGURDSSON, SKÚLAGÖTU 6J Einkaumboð fyrir Polaris-innréttingar. Sími 19133. VIKAN 37

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.