Vikan


Vikan - 21.07.1966, Side 43

Vikan - 21.07.1966, Side 43
Húsmæður! Gefið fjölskyldunni holla og góða fæðu Sölufélag garðyrkjumanna dömuna á fætur annarri í fangið, flestar stærðir og gerðir, meira þó af fremur eldri gerðum og þó nokk- uð þungum. Og það er dansað tangó og vals, cha cha cha, tvist og sjeik, fyrir utan þetta eilífa eitt og tvö með axlayppingum, rétt eins og í Þýzkalandi. Og svo náttúr- lega jenka og Hguro, sem er eins konar hring-steppdans, gamall, búlgarskur. Og gengilbeinan fær að sitja í. Svo fer að halla að kveldi, sól- in er komin lágt i vestri, og hluti af fólkinu fer upp á lokaðan vöru- bíl af rússneskri gerð, og síðan er ekið á brott. Þar fór meirihlutinn af kvenfólkinu, eftir eru aðeins þeir karlmenn, sem laumuðust í slívo- vuna, pliskað eða mastíkuna, og þeir sem eiga að ganga frá og hirða dótið, ásamt konum sínum, þeim sem hér eru. Þeir sem laum- uðust eru teknir að syngja, hátt og hressilega í fyrstu, og þú raular með, sömuleiðis þeir sem eru að taka til, en eftir þvf sem líður á og gengilbeinan á fleiri ferðir fram með slívóvuna, pliskað eða mast- fkuna, verður söngurinn angurvær- ari, og þegar sólin sígur bak við klettavegginn hvíta og söngvararn- ir eru farnir að klökkna og klappa hver öðrum á bakið, gengur þú burt með þínu fylgdarliði yfir hlað- ið, og gengilbeinan ætlar að fá að sitja í ofan f bæ í veg fyrir strætó inn í Varna. Og þegar þú kemur upp f rjóðr- ið þar sem Volgan bíður, heyrir þú sungið af miklu hjartnæmi gamla, fallega búlgarska lagið um sjó- manninn, sem glataði elskunni sinni: Ne doblaí so dletoto tanko moeto sartse . . . ekki nísta hjarta mitt . . . Nú er horfið Norðurland . . . Þannig syngja menn á Islandi und- ir svipuðum kringumstæðum. En þú raular aðeins lagið þeirra, því það er svo fallegt, meðan þú ferð í bað og rakar þig fyrir kvöldið; eftir mat- inn er það annað hvort Casino Bar Variete eða Réttadansleikur eða hvað sem þú vilt, hafirðu gaman af útstáelsi sefurðu lítið um nætur í Slatni Pjassatsi. Hins vegar hvíl- irðu þig á daginn í sól og sjó, og í næsta blaði skulum við heimsækja nokkra slíka staði. Það er aaeins vika þangað til . . . Ne doblai so dletoto tanko moeto sartse. Niðurlag í næsta blaði. Modesty Blaise Framhald af bls. 5. — Bæði hrein, sagði Borg að lok- um og settist aftur. Gabríel horfði þegjandi á þau um hríð. — Frú Fothergill langar að drepa ykkur, sagði hann. — Mér skilst, að hún vilji helzt drepa alla. Hversvegna okkur? — Vegna þess að þið eruð hér. Vegna þess, að ég vil fá ykkur til að leika. Ef þið gerið það ekki, fær hún að leika sér . . . Strax. Modesty lyfti hendinni og neri óhreinindin á kinninni með hand- arbakinu. — Þú þekkir mig frá því í gcmla daga, Gabrfel, sagði hún. — Eg er ekki að þessu til að láta pfna mig. Það er enginn hagnaður af þvf. Hvað viltu, að ég tali um? — Demanta. Böggul, sem er tíu milljcn punda virði. Þú hefur ver- ið að bjóða hann fram. Gabríel hallaði sér áfram. — Hvar er hann? — Á skipi, sem kemur í gegnum Súesskurðinn í fyrramálið, á leið til Beirut. — Rétt. Gabríel kinkaði kolli. — Og hvað ætlaðirðu að gera? — Ná þeim úr geymsluhólfinu í Anglo-Levant bankanum í Beirut einhverntíma f næstu viku. McWhirter reigði sig aft.ur á bak og hláturinn klakaði í honum. Varir Gabríels mjókkuðu, þar til þær voru næstum horfnar og hann hristi höf- uðið. — Ekkert svona, Blaise. Eg hef látið athuga þann möguleika niður í smáatriði. Það er útilok- að. —■ Fyrir þig, ef til vill. En það er eitt, sem þú veizt ekki um. Ég er gamall trúnaðarvinur Abu-Tahir sjeiks. Ég hef aðgang að þessu bankahólfi með hans samþykki til þess að meta þá, og þá er hægðar- leikur að skipta um. Gabríel íhugaði málið. — Þetta getur gengið, sagði hann eftir stund- arþögn. — En þú hefðir orðið fyrir vonbrigðum. Ég ætla að taka dem- antana áður en þeir komast til Beirut. Hún starði á hann og leit svo á Willie Garvin. Gabríel sá, að henni var brugðið. — Sjórán? spurði hún með van- trúarhreim. — Það er einfaldara að skera sig strax á hálsinn. Skipið er útbúið með 5.2 fallbyssu og fjórum tuttugu til fjörutíu milli- metra sjálfvirkum byssum. — Ég veit það. En það er eitt, sem þú veizt ekki um — ekki enn- þá. Við komum að þvf sfðar. Hvern- ig ætlarðu að sjá um dreifinguna? — Ég hef fengið kaupanda að öllu saman. Hann er frá austan- tjaldslandi. — Hve mikið? — Níu milljónir. Sumpart í gulli, sumpart hörðum gjaldeyri og verð- bréfum. — Rétt. Þú hefur staðið þig vel, enn sem komið er. Haltu því á- fram. — Ég býst við, að Hakim hafi kjaftað? Gabríel lét, sem hann heyrði þetta ekki, og leit á McWhirter. — Það er helmingurinn af því, sem okkar dreifing kostar, er það ekki? — Já. Við myndum græða eina milljón á því að gera það á þennan hátt. Gabríel leit á Modesty og spurði: — Hvernig hefurðu samband við kaupandann? — Ég geri það ekki. Hann átti að hafa samband við mig í Istan- bul. Á sinn eigin hátt. Ég þarf ekki annað en vera þar eftir tíu daga. VIKAN 43

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.