Vikan


Vikan - 21.07.1966, Qupperneq 44

Vikan - 21.07.1966, Qupperneq 44
— Með demantana? Hún bandaði höndunum óþolin- móðlega fró sér: — Ekki ó því stigi. Þetta er flókið mól. Eg get ekki annazt þessa sölu með Interpool ó hælunum, svo það ótti að skiIjo eftir eftirlíkingar af demöntunum í Anglo-Levant bankanum. Þannig hefði ég fengið tíma til að . . . — Það skipti ekki máli hver þín áætlun var. Hversu öruggur er þessi samningur? — Eg myndi segja hundrað pró- sent. En ekkert er svo öruggt. Þeim liggur mikið á að fá þessa dem- anta. Það gerir svona 95 prósent. — Allt í lagi. Þú verður í Istan- pul eftir tíu daga — undir eftirliti. Gabríel hallaði sér aftur á bak ( ■ fólnum: — Þetta er gott skipulag. Góð verzlun. Þú hefur keypt þig lausa. Hún yppti öxlum. — Eg bjóst við því. — Fyrir hvað mikið? — Fyrir hálsinn. Og Garvins háls. Við verðum að finna eitthvað ann- að handa frú Fothergill. Eftir langa þögn sagði hún mjó- róma: — Allt í lagi. Eg kom bara aftur vegna þess, að þetta var það stærsta, sem ég hefi nokkurn tíma séð. Eg hefði átt að vera kyrr heima. Willie dæsti og blandaði í það hikandi samþykki og létti. Hann leit á tjáningarlaus andlitin í kring- um sig og glotti. — Jæja, svona fer það. Er þá allt klárt, ha? Hvernig væri þá að losna við þessi arm- bönd og fá einn lítinn? Gabríel reis á fætur og gekk framfyrir borðið. Hann nam staðar frammi fyrir Willie og sló hann snöggt og fast með handarbakinu þvert yfir andlitið. — Það er ekki klárt ennþá, sagði hann. — Nú vinnur þú fyrir mig, Garvin, þangað til þetta er búið. Og enga brandara, engin sniðug- heit. Hvað ertu fær með logsuðu- tæki? — Þarftu að láta opna peninga- skáp? — Stóran. Geturðu unnið hratt undir erfiðum kringumstæðum? — Eg er enginn skrautfugl, væni minn. — Eg var búinn að vara þig við, sagði Gabríel. — Engin sniðugheit. Hann sneri sér við og sló Modesty fast yfir andlitið. — Nú . . . ? Willie dró djúpt að sér andann. — Ég kann að fara með logsuðu- tæki, sagði hann lágt, — og ég get unnið hratt undir erfiðum kringum- stæðum. Hann vonaði, að hann hefði ekki látið of fljótt undan. Höggið á andlit Modesty hafði ekki snert hann meira en höggið á hans eigið andlit. En það hafði verið nauðsynlegt að sýna vissan mót- þróa og sjálfstæði, áður en hann gæfist upp. — Þetta er skárra, sagði Gabríel og sneri sér að Borg. — Settu hann inn í það. Láttu hann reyna tækin. Gakktu úr skugga um, að hann þekki áætlunina, fjarlægðina, tíma- töfluna og allt. Hve langan tíma tekur það? Frh. í næsta blaði. LOXENE - og flasan fer LILUU LILJU BINDI ERU BETRI Fást í næstu búð ANGELIQUE OG SOLDÁNINN Framhald af bls. 25. Konurnar flýðu, þvi þetta var búningur böðlanna. Stúlkan snerist á hæl eins og örvæntingarfullt dýr i leit að undan- koYnuleið, en kastaði sér síðan aftur í kjöltu Angelique og hélt utan um hana af öllum kröftum. Hún æpti ekki, en skelfingu lostið andlitið grátbað um hjálp. Osman Faraji iosaði fingur hennar sjálfur, einn eftir annan. — Hvað eigið þið að gera við hana? spurði Angelique hikandi á frönsku. — Það er óhugsandi, að þeir geri henni nokkurt mein, fyrir aðeins eina appelsínu. Yfirgeldingurinn lagði sig ekki niður við að svara henni. Hann rétti tveimur geldingunum fórnariambið og þeir drógu hana burt, Um leið tók hún að æpa og gráta kaila á sínu eigin tungumáli. Hún kallaði á föður sinn og móður, sem Tyrkirnir höfðu drepið, og bað ímynd hinnar heilögu meyjar í Tiflis, verndardýrðling sinn, að bjarga sér. Hún gat ekki staðið í fæturnar af skelfingu, og þeir drógu hana yfir gólfflísarnar. Þannig höfðu þeir farið með hana til hins fyrsta fundar við elskhuga hennar. Þannig fóru þeir nú með hana til fundar við dauðann. Angelique var ein, og taugar hennar þandar til hins ítrasta. Þetta var vakandi martröð og létt gjálfrið í vatninu í gosbrunninum var jafn skelfilegt í eyrum hennar og það sem hún imyndaði sér. Hún leit upp og sá etíópisku stúlkuna gefa henni bendingu ofan af svölun- um ,og slóst i hóp kvennanna, sem hölluðu sér út yfir handriðið. — Héðan getum við heyrt allt. Skerandi neyðaróp braust i gegnum myrkrið. Síðan annað og eitt enn. Angelique greip fyrir eyrun og flýtti sér burt. Þessi óp þjáningar og ómennskrar hræðslu, sem sadistiskur einvaldur lét framkalla úr barka lítillar ambáttar, sem aðeins var sek um að hafa tínt sér eina appel- sínu, höfðu eitthvert skeifilegt aðdráttarafl, og hún fann til einhvers, sem hún hafði ekki fundið, síðan hún var mjög lítil stúlka. Hún gat vel séð fyrir sér glóðina í augum Márabarnfóstrunnar, þegar hún sagði Angelique og systrum hennar frá þeim pyndingum, sem Gilles de Retz lagði á börnin, þegar hann gaf djöflinum sálir þeirra. Hún gekk eftir endilöngum svölunum: — Það verður að gera eitt- hvað! Þeir mega ekki gera þetta! En hún var aðeins ambátt í kvennabúri, þar sem lífið var í stöðugum háska. Hún kom auga á konu, sem lagði við eyrun í áttina að ibúð soldáns- ins. Gullið hár hennar hrundi niður um axlirnar. Þetta var Daisy, enska stúlkan. Angelique gekk til hennar, fannst hún eiga meira sam- eiginlegt við hana en þessar dökkhærðu, austrænu stúlkur, Spánverja og Itala. Þarna voru engar ljóshærðar stúlkur nema hún og Daisy, og vesalings íslenzka ambáttin, sem ekkert gat gert og myndi bráðlega deyja. Þær höfðu ekki talazt við áður, en þegar Angelique kom nær lagði sú enska handlegginn um axlir Angelique. Snerting hennar var köld eins og ís. Þær heyrðu það líka hingað. Þegar ópin urðu ómennskari, gat Angelique ekki að sér gert að stynja af meðaumkun. Enska stúlkan sussaði á hana, svo hvislaði hún á frönsku: — Hversvegna drakk hún ekki bruggið, sem Leila Aisheh gerði handa henni? Ég get aldrei vanizt þessu. Hún talaði frönsku með miklum hreim, en sæmilega lipurlega, því hún lagði stund á tungumál sjálfri sér til skemmtunar, en hafði ekki lagzt i leti eins og flestar hinar konurnar j kvennabúrinu. Um langt skeið hafði Osman Faraji haft augastað á þessari norrænu stúlku, en Leila Aisheh var þeim yfirsterkari. Augu hennar hvörfluðu um andlit Angelique: — Þú ert hrædd við hann, er það ekki? Þú ert hörð eins og stál. Þegar Leila Aisheh horfir á þig, segir hún að þú hafir rýtinga í augunum. Sirkassiska stúlkan tók rúmið, sem Osman Faraji geymdi handa þér, og samt skelfurðu, þegar henni er refsað. —- Hvað í drottins nafni eru Þeir að gera við hana? — O, meistari okkar hefur auðugt imyndunarafl, þegar það er ann- arsvegar að velja pyndingaraðferðir. Hefurðu heyrt, hvernig hann lét drepa Nínu Varadoff? Hún var dáfögur og rússnesk, en leyfði sér einhvern tíma að sýna honum ósvifni. Hann hjó af henni brjóstin með því að loka kistuloki á þau og síðan hoppuðu tveir böðlar á lokinu þar til þau fóru af. Og hún er ekki eina konan, sem hann hefur pyndað. Sjáðu fæturna á mér. Hún lyfti upp pilsfaldinum, og í ljós komu fætur og öklar, uppblásnir af hræðilegum brunasárum og þunnu rauðu hreisturglampandi skinni. — Þeir stungu fótunum á mér ofan í sjóðandi olíu, til að fá mig til að taka Múhameðstrú. Ég var aðeins fimmtán ára gömul. Ég gafst upp. Það var sagt, að mótþrói minn hefði komið honum til að elska mig helmingi meira, og ég hef átt guðdómlegar stundir í örmum hans. — Ertu að tala um þessa ófreskju? — Hann þarf að láta aðra þjást. Hann hefur sérstaka gleði af þvi. Uss! Leila Aisheh er að fylgjast með okkur. Svertingjakonan stóra stóð í dyrum skammt frá þeim. — Hún er eina konan, sem hann raunverulega elskar, hvislaði Daisy með rödd, sem var einskonar sambland af aðdáun og beiskju. — Hann verður að hafa hana hjá sér. En gættu Þín á yfirgeldingnum, því blíða tígrisdýri, sem enginn veit hvað hugsar. . . . Angeiique gekk burt og augu kvennanna tveggja fylgdu henni, þar til hún hvarf inn í sína eigin íbúð. Fatima og þjónustustúlkurnar buðu henni kökur og kaffi, en hún vildi það ekki. Hún sendi þær hvað eftir annað eftir fréttum ag sirkassisku stúlkunni. — Nei, sögðu þær, stúlkan var ekki dáin. Mulai Ismail var enn ekki ánægður, og þess var vandlega gætt, að dauðinn kæmi ekki of fljótt. — Ég vildi að eldingu af himnum lysti niður á þessa andskota, sagði Angelique. — Hversvegna? spurði undrandi þjónustustúlkan. — Hún var ekki dóttir yðar eða systir, var það? Hún féll niður á legubekkinn með hendur yfir eyrum og hrannaði sessum i kringum og ofan á höfuðið. Þegar hún rak höfuðið aftur út- 44 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.