Vikan


Vikan - 21.07.1966, Síða 47

Vikan - 21.07.1966, Síða 47
§nmai'kjólar í sólbaðið Þessum skemmtilega svuntukiól er þægilegt að bregða um sig ó leið í sólbaðið. Það mó sauma hann úr frotté — eða léreftsefni eða úr þykku bómullarefni frá Marimekko (verzl. Dimmalimm). Efnismagn um 1,10 m. af 1,40 m. breiðu efni. Búið til sniðin með því að strika ferninga á pappír 5x5 sm. hvern. Teiknið síðan útlínur sniðsins og klippið. Mátið sniðið og gerið breytingar, ef með þarf. Leggið sniðið á efnið og hafið miðju að framan við þráðrétta og tvöfalda efnisbrúnina. Sníðið saumfarslaust. Saumið sniðsaumana. Búið til snið af handvegsfóðri eftir punktalínunni á sniðinu og sníðið. Látið efnið liggja eins í fóðrinu og kjólnum. Leggið fóðrið réttu mót réttu við kjól- inn, faldið inn af fóðri hálsmálsins, brjótið það um punkta- línuna út á réttu, leggið enda handvegsfóðursins yfir og saumið V2 sm. frá brún. Snúið við og strauið. Saumið háls- og mittisbönd og snú- ið þeim við. Mátið lengd hálsbandsins og saumið við innafbrotið í hálsinn. Skiptið mittisbandinu í tvennt og gangið frá endunum. Festið böndin við hliðarnar við handvegi. Faldið hliðar og að neðan með mjóum faldi eða bryddið með sniðnu, sterku skábandi. Búið að lokum til hnappagat á hægri hlið í mittisstað (sjá skýringarmynd) og stingið í gegn um það bandinu úr vinstri hlið. Ef vi11 má stinga handvegina 2 mm. frá brún frá réttu svo fóðrið haldist fast. 1. kjóll, 2. og 3. háls- og liliðarbönd, 4. liandvcBsfóður. Kjólinn má einnig hafa með flegnu, rúnnuðu hálsmáli eins og efri mynd- in sýnir. Er þá gengið frá hálsmál- inu með fóðri, sem sniðið er með náhv. eftir hálsmálinu, og haft er þráðrétt við miðju að framan. Bandið, er liggur aftur fyrir hálsinn, má sníða ávalt og auka það við kjól- inn á öxlum. VIKAN 47

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.