Vikan


Vikan - 04.08.1966, Qupperneq 4

Vikan - 04.08.1966, Qupperneq 4
o BLUS|i 19. hluti Eftir Peter OcDoneld Maðurinn rétti honum stóran, fastan sirkil og hann teiknaði með kalki hring á stálplöturnar yfir höfði sér, um það bil þrjátíu þumlunga í þvermál. Niðri í diskinum var maðurinn að tengja hreint súrefni við gasspíssinn, til að gera hann tilbúinn að skera. Willie tók við tækinu og stillti logann. Svo hóf hann að skera hringlaga gat á botninn á The Thy- boria. — Lotus, sagði rám rödd í gegn- um hátalarann, og það fór kliður um hópinn í loftskeytaklefanum. — Hann er kominn í gegn, sagði McWhirter ákafur og drap löngum fingri á teikninguna af skipinu. — Á réttum stað. Hann er kominn í gegnum botninn og upp í göng- in, milli vatnstankanna. Nú þarf hann bara að mæla rétta lengd hingað og skera sig svo í gegnum gólfið á öryggishólfinu. Modesty litaðist um ( klefanum. Gegnum opið kýraugað sá hún The Thyboria, sem sigldi með jöfnum hraða í sömu stefnu um mílu á stjórnborða. Port Said var að hverfa við sjóndeildarhring. Hún sá Willie fyrir sér, þar sem hann þverfetaði sig í dökkum göngunum, neðst í skipinu, langt undir sjávaryfirborð- inu. — Þeir hljóta að hafa tekið eftir því, að við höldum sömu stefnu og sama hraða og þeir, sagði hún. — Hvað gerist, ef þeim dettur allt ( einu í hug að líta eftir í öryggis- klefanum? — Myndir þú gera það? Það var Gabríel, sem talaði, og það vottaði fyrir ánægjuhreim í rödd hans. — Þeir fylgjast með okkur og búast við að sjá faldar byssur, eða að við reynum að komast upp að þeim og um borð. En hvað er einkenni- legt við það, þótt tvö skip haldi sömu stefnu um stund? Myndir þú láta þér detta í hug, að einhver kæmi upp í gegnum skipsbotninn og inn í öryggisklefann? — Beirut, sagði McWhirter létt- máll. — Þá finna þeir út. Skipið kemur í höfn um nótt, og þeir leggja áreiðanlega til hálft herfylki til að sjá um, að þessir demantar komist heilu og höldnu í bankann. Þá opna þeir öryggisklefann . . . Hann lok- aði augunum eitt andartak og opn- aði þau svo aftur upp á gátt og breiddi út hendurnar í ýktu tauga- áfalli, og starði á gólfið: — Mýs! hrópaði hann með skelfingu í rödd- inni. Frú Fothergill starði. Svo vakn- aði skilningur hennar smám saman, og það krimti í henni. — Mýs, endur- tók hún. — Þetta var ekki sem verst, McWhirter. Tuttugu mínútum síðar heyrðist aftur braka í hátalaranum: — Sólblóm, heyrðist rödd Gar- vins. Hann stóð í öryggisklefanum með boltaklippur í höndunum. Fyrir aft- an hann, um fet frá stórum, flöt- um trékassa, var ójafnt hringlaga gat í gólfið. Stálið sem hann hafði skorið úr, lá í ganginum milli vatns- tankanna, fjögur fet fyrir neðan. Langur þráður lá frá lampanum, sem spenntur var um enni hans, festur í lykkju um mittið og síðan út um gatið í gólfinu, í gegnum átta feta long göngin, niður í gegnum klukkuna ofan í rafgeymana í köf- unardiskinum. Málmkassarnir tveir, sem lágu upp við vegginn í öryggisklefan- um, voru nákvæmlega eins og Borg hafði sýnt honum á myndum; um það bil þrjú fet á einn kantinn en fet á hvorn hinn. Þar voru tvær stálhespur og vaxinnsiglaðir hengi- lásar á hvorum kassa. Willie klippti hengilásana af. Hann opnaði kass- ana hvorn á eftir öðrum, tók fóðr- ið ofan af og leit ofan í; þetta voru eins og litlar kúlur. Hann tók handfylli sína upp úr hvorum kassa og virti vandlega fyrir sér. Þegar hann var ánægður, lét hann dem- antana aftur ofan í og lokaði báð- um kössunum. Upp úr vasanum tók hann tvo nýja hengilása og læsti á ný. Luigi, maðurinn í köfunardiskin- um, hafði farið með logsuðutækin aftur niður. Nú kom hann til baka og rak höfuðið aftur upp í gegn- um gatið í gólfinu. Willie dró kass- ana þangað, annan í einu og lyfti þeim ofan í gegnum gatið og Luigi hjálpaði til að neðan. Það tók tíu mínútur að koma kössunum ofan í köfunardiskinn. Willie þrýsti á rofann á hálshljóð- nemanum og sagði: — Mimósa. Luigi lá á grúfu á svampdýnu, með hendurnar á stjórntækjunum, með andlitið upp að annarri flexi- glerkúlunni. Willie lokaði ytri lúg- unni og þétti vel með, síðan skrúf- aði hann hana rækilega fasta. Hann lokaði því næst innri lúgunni og gekk eins frá henni. Síðan renndi hann sér þreytulega ofan í sæti vélarmannsins og sneri andlitinu að stafni disksins. Luigi dældi kvikasilfursballest- inni fram á við, svo diskurinn myndi kafa hratt, þegar þeir slepptu. Af mælunum las hann, að tankarnir, sem áttu að taka vatnsballestina, væru nú fullir. Þegar Luigi gaf merki, dreifði Willie fingrunum yf- ir stutta stöng, sem á voru fjórir litlir rofar. Hann þrýsti á þá alla í einu. Það heyrðist smellur, þegar læsingin, sem hélt klukkunni og diskinum saman, sleppti. Diskurinn kafaði mjúkt og hratt og skildi klukkuna eftir, og þeir heyrðu véla- slögin í skipinu, þegar það hélt áfram þrjátíu fetum fyrir ofan þá. Luigi rétti diskinn mjúklega af, og stöðvaði hann, svo hann hékk í sjónum eins og risavaxið sjó- skrímsli. Willie snerti hálshljóðnemann: — Stefnumót, sagði hann. Orðið kom skýrt og greinilega í gegnum hátalarann ( loftskeyta- klefanum á Andronicusi, og Mod- esty heyrði þreytuna í rödd Willies. Hann hlaut að vera örmagna, en hún þekkti þrótt hans. Ef hann fengi að borða og sofa nokkrar klukkustundir, yrði hann jafngóð- ur. McWhirter stappaði niður fótun- um og klappaði saman höndunum yfir höfði sér. Frú Fothergill fliss- aði og klóraði í Ijósann hárflókann hér og þar. Jafnvel Gabríel sýndi nokkur geðbrigði; það fór titring- ur um varir hans og ofurlítill rauð- ur bjarmi kom í kíttislitar kinnarn- ar. Hann tók upp símann og til- kynnti: — Stöðvið vélarnar. Augu hans hvíldu á Modesty. — Nú er ekkert annað eftir, en að ég selja þá, sagði hún. Hann kinkaði kolli og lagði sím- ann á. — Að þú seljir þá fyrir mig, leiðrétti hann. — Og undir eftir- liti. Við getum gengið frá því s!ð- ar. — Það er einmitt það, sem ég átti við, sagði hún og yppti öxlum. — Eg hef sagt þér það, Gabríel, að ég er í þessum bransa til að græða, ekki til að fá marbletti. — Haltu þvi áfram. — Ég skal gera það, að minnsta kosti meðan við fáum ekki mar- bletti hvort sem er. Þú fengir betri samvinnu, ef þú gæfir okkur eitt- hvað að borða. Gabríel horfði á hana um stund. — Við getum gert það, sagði hann að lokum. — Sjáðu um það, Mc- Whirter. 4 VIKAN í stórri skrifstofu með gluggum út yfir höfnina í Port Said, tók Tarrant upp símskeytin tvö og las þau aftur. — Það er ennþá ekkert vit ( þessu, sagði Hagan. Hann stóð við gluggann og hafði augun af snekkj- unni Mandrake. Mótorbátur var að leggja af stað frá snekkjunni og stefndi heim að bryggjunni. Það var þriðji maður í skrifstof- unni, major úr egypzka hernum; hann sat við borð með þremur sím- um. — Það er ekkert vit í neinu, muldraði Tarrant. Símskeytin voru frá skipstjóranum á The Thyboria. í því fyrra stóð, að í meira en klukkustund hefði flutningaskip að nafni Andronicus verið á sama hraða og sömu stefnu og hann, norður frá Port Said. Ekkert grun- samlegt varð greint um borð í skip- inu, en hann hafði sett menn við allar byssurnar. Síðara símskeytið var sent ein- um og hálfum tíma síðar og sagði, að Andronicus hefði numið staðar. Skipstjórinn á The Thyboria baðst afsökunar á því, ef fyrra skeytið hefði valdið einhverjum töfum. — Þetta þýðir eitthvað, sagði Tarrant. — Eg trúi ekki, að þetta annað skip hafi aðeins verið til- viljun. — Ef ekki, hvern fjandann þýðir það þá? Hagan sneri sér frá glugg- anum. Tarrant svaraði ekki. Hann hafði beðið um að láta athuga, hvort Gabríel væri um borð í Mandrake, og beið eftir árangrinum. Fimm mínútum seinna kom hafnarstarfs- maður inn í herbergið og hneigði sig virðulega fyrir majórnum. — Maðurinn Gabríel er ekki þar, tilkynnti hann á ensku. — Ég bað um hann á þeirri forsendu, að það væri vegna tollsins. Hann er ekki á Mandrake. Skipstjórinn hans seg- ir mér, að hann hafi farið í gær- kvöldi með fleiri farþegum, en veit ekki, hvert þeir hafa farið. Hagan formælti. — Þeir eru á Andronicus, sagði hann við Tarr- ant. — Sömuleiðis Modesty og Willie. — Það virðist mögulegt. En hversvegna? Tarrant neri augun þreytulega. — Hversvegna eltu þau The Thyboria? Hvað ætla þau að gera? Hafa þau reynt eitthvað, og ekki tekizt það? — Djöfullinn hirði demantana, sagði Hagan hægt og greinilega. Hann bandaði með hendi í áttina að glugganum: — Gabríel er horf- inn einhversstaðar í Miðjarðarhaf- inu. Hann er með Modesty. Ef hon- um hefur- ekki heppnazt að ná demöntunum, er hún honum gagns- laus. HvaS ætlum viS aS gera? — Án þess að hafa fullkomna loftleit fyrir myrkur, sagði Tarrant, — sem er gersamlega útilokað, höf- um við ekki minnstu möguleika á að finna Andronicus. — Svo? Svo við sitjum og bíð- um. Og vonum, að Modesty Blaise og Willie Garvin geti leikið erfið- asta leikinn eftir eyranu. Willie Garvin opnaði augun. Hann lá á bakinu á mjóum bálkin- um og handjárnaðar hendurnar lágu afslappaðar á bringu hans. Það voru sex klukkustundir síð- an hann hafði klöngrazt upp úr köfunardiskinum í lestinni á And- ronicusi, gefið Gabríel munnlega skýrslu, étið ríkulegan málsverð og sofnað. Hann vissi, að það voru sex klukkustundir síðan, því hann hafði einsett sér að sofa nákvæm- lega svo lengi. — Vertu kyrr, Willie vinur. Modesty dró stól upp að hlið hans. Hún hélt á skál með vatni, svolítilli sápu og rakhníf. Willie starði: — Drottinn minn, sagði hann. — Hvar fékkstu þetta, Prinsessa? — Ég bað um þetta. McWhirter hugsaði sig um, en lét svo undan. Það er ekki svo mikið hægt að gera við rakhníf annað en raka sig eða skera sig á háls. Hún neri votri sápunni um hökuna á Willie. — Ég skal gera þetta, Prinsessa. Ég er orðinn nógu stór til þess. — Nógu stór til að mótmæla ekki. Liggðu kyrr Willie. — Geturðu gert þetta með hand- járnum? — Vertu óhræddur. Þú þekkir þig áreiðanlega, þegar ég er bú- in. Hún var flink með rakhnífinn. Á árum áður, þegar hún kom fyrst utan af eyðimörkinni og vann fyr- ir Louche í Tangier, hafði hún eytt hluta af hverjum degi sem að- stoðarstúlka á rakarastofu í fyrsta flokks hóteli. Það var staður, þar sem menn töluðu, og það sem hún hafði heyrt þar, hafði reynzt henni mikils virði. Willie Garvin slappaði af og lok- aði augunum og naut þess að finna hressandi snertingu rakhnífsins við broddana á vöngunum. — Maður verður að taka ofan fyrir Gabríel, sagði hann óskýrt út um annað munnvikið. — Þetta var djarft, Prinsessa. — Stórkostlegt. Hún kom við ann- að eyrað á honum og kippti mjúk- lega í eyrnasnepilinn. Það sagði honum, að líklega hefði hljóðnem- um verið komið fyrir í klefanum. Ef til vill var það þessvegna, sem henni hafði verið leyft að vera f lestinni og loftskeytaklefanum; til þess að þeim gæfist tími til að koma hljóðnemum fyrir í klefan- um. Willie opnaði annað augað og lokaði því aftur til merkis um, að hann skildi. — Hvað gerist, þegar The Thy- boria kemur til Beirut og þeir sjá, að demantarnir eru horfnir? sagði hann. — Þá verður þetta skip heitt. Um leið og við komum ( höfn, verður kominn her um borð. Þá finna þeir köfunardiskinn, opnan- legu lestina, demantana — allt. — Nei. Ég spurði um það. Hún strengdi á kjálkahörundi hans og renndi rakhnífnum fimlega niður eftir vanganum. — Við yfirgefum skipið í kvöld ásamt Gabríel og nokkrum öðrum — og demöntunum. Ég veit ekki hvar. En skipið heldur áfram og skilar köfunardiskinum einhversstaðar á grísku eyjunum, hjá kvikmyndafyrirtæki þar. — Vel gert. En skipið verður samt heitt. Við fylgdum The Thy- boria í nærri tvær klukkustundir. — Skipið kemur ekki neinsstað- ar í höfn fyrr en í Brest. Þegar þangað kemur, verður lestin aftur eins og hún áður var. Fullkom- lega. Það verður ekkert handa nein- um að finna. — Nema það verði stöðvað á sjó? — Hver á að gera það? Modesty lagði frá sér rakhnífinn og þurrk- aði andlit hans með handklæði. — Þeir, sem áhuga hafa, eru Abu- Tahir sjeik og brezka stjórnin. Abu- Tahir á ekki fallbyssubát, og brezka stjórnin myndi ekki nota hann. Ekki á löglegum siglingaleiðum á ó- tryggum grunsemdum. Wille strauk með hendinni nið- ur eftir kinninni. — Dásamlegt, sagði hann. — Þakka þér fyrir, Prinsessa. Hann teygði letilega úr sér. — Hef ég nokkurntíman sagt þér frá stúlkunni í Santiago? — Ég held ekki. Ekki í Santiago. Hún hreinsaði rakhnífinn í vask- inum og strauk af honum. — Hún var alveg prýðileg, sagði Willie með lokuð augun. — Afskap- lega ástríðufull, en hún hafði eng- ann áhuga fyrir mér, nema þegar ég var með brodda. Hún vildi ekki hafa skegg, en þoldi ekki hreinan rakstur. Ég varð að hafa svolitla brodda. — Sérvizka. En meinlaus. Mod- esty lokaði rakhnífnum og lagði hann upp á litla hillu. Síðan teygði hún úr sér á hinum bálkinum. — Og hvað gerðist svo, Willie? — Og svo sem ekki mikið. Ég var ekki lengi þarna. Og það er erfitt að halda skegginu þannig, að það séu aðeins broddar. Hún gift- ist rakara. Hann var vanur að renna hárklippunum yfir skegg- stæðið. Þannig var hann ávallt reiðubúinn, tuttugu og fjórar klukkustundir á dag. Þegar ég sá hann aftur tveimur árum seinna, var hann svo ræfilslegur að hann hefði farið upp með renniglugga- tjaldi. Modesty brosti. Svo tók hún þvældan sígarettupakkann, kveikti í tveimur sigarettum og rétti hon- um aðra. — Það var slæmt, að Gabríel skyldi koma á undan okk- ur, sagði hún. — Þetta er væn súpa af demöntum, sem þú komast með, Willie. — Maður getur ekki alltaf unn- ið. Ef við hefðum frétt, að Gabríel var á eftir þeim, hefðum við ef til vill getað samið um dreifinguna. — Það er of seint núna. Hún andaði hugsi að sér reyknum. — Við komum út með ekki neitt. Ef við erum heppin. Hann skyldi þegar í stað, hvað hún átti við, og leyfði ofurlítilli ó- vissu að læðast ( röddina: — Held- urðu, að hann kippi okkur upp af klakknum? — Það er möguleiki að það vaki fyrir honum, en ég fæ ekki séð, hvernig hann getur fengið sam- band í Istanbul án mín. Hann verð- ur að halda í þig, þar til það er búið. — Og síðan? Framhald á bls. 44. VIKAN 5

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.