Vikan - 04.08.1966, Síða 8
Augu yðar búa yfir duldri fegurð
sem auðvelt er að leiða í Ijós. Hvérsvegna
nota konur um allan heim með fegurðar-
smekk Maybelline? Vegna þess að þær vita,
að ekkert gerir jafnmikið fyrir konu og fögur
augu, og með Maybelline geta allra augu ver-
ið fögur; Reynið Ultrá+Brow, Ultra+Shadow,
Ultra+Lash og Flúid Eye Liner. Þér munið sjá
hinn mikla mismun - og einnig hann. (Mun-
ið eftir hinu þýðingarmikla sem þér segið með
augunum.)
. Hið bezta í augnsnyrtingu, þó sanngjarnt verð.
PÉTUR PÉTURSSON
Suðurgata 14, Reykjavík
~T -
CHRYSLERbílar hafa gott orð
spor hér á fslandi síðan
fyrir stríð en á undanförnum ár-
um hefur sala á þeim verði öllu
minni en eðlilegt mátti telja og
kom til af því að umboðið þótti
lélegt. Nú eru hinsvegar nýir
siðir uppteknir af nýjum herr-
um og með þeim árangri að hvert
bílaflutningaskipið kemur full-
hlaðið, einkum af Plymouth og
Dodge. Við höfum prófað að
þessu sinni minnstu og ódýr-
ustu gerð, sem Chryslerverk-
smiðjurnar láta frá sér fara:
Plymouth Valiant. Einu sinni
var hann talinn kompaktbíll og
er það kannski enn, en nú kvað
það ekki lengur vera fínt fyrir
vestan að láta sjá sig á svo litl-
um bifreiðum og kompaktbíl-
arnir eru velflestir orðnir stærri
en þeir stærstu voru fyrir nokkr-
um árum. Þó hefur Valiantinn
ekki vaxið að mun; hann er mjög
skikkanlega stór, kannske er
þetta einmitt allra æskilegasta
stærð fjölskyldubíls.
Það verður ekki ofsögum af því
sagt hvað útlit sumra amerískra
bíla er orðið evrópískt, og í þeim
flokki mundi ég telja Valiantinn.
Fyrir útlitið gef ég honum góða
einkunn; það er látlaust og
smekklegt án þess að vera sér-
stætt eða frumlegt. Frampartur
bílsins er mátulega mikið lengri
en skottið til þess að fá þetta
æskilega samræmi sem þarna
þarf að vera á milli og gefur
hugmynd um hraða ef rétt er á
haldið. Framrúðan hallast mikið
og sá halli er undirstrikaður með
póstum sín hvorum megin við
hana, en aftur á móti hallast
afturrúðan mun minna. Þetta
atriði minnir á Mustang, nema
hvað framhluti hans er enn lengri
en á þessum bíl. Afturendinn á
Valiant er framúrskarandi
smekklega unninn í látleysi sínu
og andlit bílsins ef hægt er að
kalla grill, lugtir Qsg stuðara þvi
nafni, er með því betra sem
amerískir hafa látið frá sér fara.
Það var heill sófi að framan í
þessum bíl, líkt og leigubílstjórar
vilja hafa, en ég legg það ekki
saman, hvað ég tel aðskilda stóla
æskilegri og miklu betri sæti.
Enda er hægt að fá Valiant með
aðskildum stólum gegn örlitlu
aukagjaldi. Áklæðið var úr plasti
og sætin óvenjulega harðstopp-
uð og má segja að hvorki færi um
mann vel eða illa. Þó tel ég fóta-
rými aftursætisins vera minna en
ætti að vera hægt að koma við
í þetta stórum bíl. Annars segja
bæði sætin og mælaborðið það
á ótvíræðan hátt, að Valiant er
ódýr bíll á heimamarkaði. Hann
er ætlaður lágtekjumönnum eða
þeim sem ekki kæra sig um að
eyða miklum peningum í bíla-
kaup. Mælaborðið er afskaplega
látlaust, ekki fagurt og heldur
ekki Ijótt. Það er þarna til að
gera sitt gagn. Og sitt gagn ger-
ir það raunar betur en í mörg-
um öðrum bílum: Þar er ekki að-
eins hraðamælir og bensínmælir,
heldur einnig smurmælir og
hleðslumælir, sem ætti að vera
í hverjum bíl. Þær bílaverk-
smiðjur sem ennþá ráða ekki við
þá dul, að búa til sæmilegar
hurðir, ættu að kynna sér svo-
lítið nánar hvernig Plymouth
gengur frá hurðum á ódýrasta
bíl verksmiðjunnar. Þær voru
fjórar á þessum bíl og þess vegna
ekki mjög stórar, en það var un-
un að sjá og heyra hvernig þær
fóru aftur, hvað þetta lúsféll án
þess að þeim væri skellt, mér
liggur við að segja, að nóg sé
að ýta með litla fingri til þess
að þær fari fullkomlega í lás.
Þannig eiga bílhurðir að vera.
Og þá er ég kominn að akstr-
inum. Mótor og gírkassi eru frá-
bær stykki og kannski það bezta
af bílnum ásamt hurðunum. Hver
sá gamlingi, sem hneykslast á
ökulagi unglinga, hlýtur að verða
ungur í annað sinn, þegar hann
er setztur undir stýri í Valiant
8 VIICAN