Vikan - 04.08.1966, Side 17
ftir þeim kínverska". Það voru ekki orðin sjálf, heldur hljóðfall-
ið, sem kom mér til að leggja við eyrun.
Ég hafði rétt hitt Baines-hjónin á barnum. Eg var langt kom-
inn með annað ginglasið þegar þau komu inn. Baines var feit-
laginn, rjóður náungi, líklega um þrítugt. Hann virtist vera sú manngerð
sem var allra vin.
— Það er heitt, finnst yður það ekki? sagði hann og þurrkaði sér um
ennið. Svo sagði hann: — Baines er nafn mitt, ég heiti Arthur Baines og
þetta er Betty konan mín.
Hún leit svo sannarlega ekki út fvrir að heita Betty, að minnsta kosti
ekki sú kventegund sem ég gat hugsað mér með því nafni. Hún var lítil
og mjög dökkhærð, með reglulega andlitsdrætti og vaxtarlagið var allt
annað en flatt. Augun voru eilítið skáselt og ég meira fann en sá að blóð-
ið, og það töluvert af því rann f æðum hennar. Það gat verið vegna þess
að hreyfingar hennar voru það fullar yndisþokka og mýkt, sem mjög
sjaldgæft er að sjá hjá konum af hreinu evrópsku kyni. Hún horfði hvasst
á mig, áður en hún sagði með fjarrænni rödd: — Komið þér sælir.
Baines sagði: — Ég býð upp á glas, gamli vinur.
Hann þagnaði ekki. Hann sagði mér að hann seldi viský. — Það er
mjög arðberandi, gamli vinur, sagði hann. — Kínverjarnir drekka það
eins og vatn. Þeir fá ekki betri drykk.
Meðan á þessum malanda stóð, dreypti Betty á drykknum sínum, starði
á mig og mér fannst það dálítið óþægilegt, vegna þess að ég vissi hvað
hún var að hugsa.
Allt í einu fór Baines að tala um Frakkland. Þau höfðu komið með skipi
frá Marseilles. Hann talaði um franskan mat og matargerð. — Bezt f
heimi, sagði hann, en svo var það að athugasemdin kom, sú sem ég hjó
eftir. — Eftir þeim kínverzka, auðvitað! Akafinn í rödd hans kom mér
ónotalega fyrir, það var meira en ákafi, það var einna líkast illgirni.
Baines hló og lagði handlegginn' klunnalega um mitti hennar. — Hún
Betty okkar hérna getur ekki gleymt því að hún er hálf Kíni. Og svo rak
hann smellkoss á kinn hennar. Það var ekki beinlínis hægt að segja að
hún hafi snúið sér undan, en hún var mjög kuldaleg.
— Faðir minn var liðsforingi í her Changs marskálks, sagði hún ró-
lega. — Hann giftist skozkri hjúkrunarkonu, sem stunddði hann eftir að
hann hafði særzt í Burma.
— Þér þekkið yður þá vel í Singapore?
— Nei, móðir mín yfirgaf föður minn í stríðslok. Ég var þá aðeins
þriggja ára, og hún fór með mig til Edinborgar.
— Við skulum fá okkur drykk, sagði Arthur Baines og reyndi að snúa
samtalinu inn á aðrar brautir, en konan hans hélt áfram, án þess að taka
nokkurt tillit til hans. — Ég hataði Edinborg og ég held að það sem ég
man fyrst eftir, hafi verið hatur til móður minnar.
Mér leið hálf ónotalega. Ég hefi andstyggð á öllu sem hægt er að heim-
færa upp á „skriftamál".
— En hve . . . ég ætlaði að segja eitthvað, en það stóð í mér.
— Móðir mín var ekki vond við mig, tók hún fram í fyrir mér. — Ég
hataði haria aðeins vegna þess að hún hafði yfirgefið föður minn, tekið
mig með sér til Skotlands, til að reyna að gera úr mér venjulega „brezka"
skólastúlku. Eftir á að hyggja þá er ég Kinverji.
— Og þar kem ég í myndina, sagði Arthur Baines. — Við erum nefni-
lega nýgift. Ég var hrausti riddarinn sem bjargaði hinni örvæntingarfullu
mey úr kastalanum. Sannleikurinn er sá, hann veifaði hendinni yfirlætis-
lega, — hún hefði aldrei gifzt mér, ef ég hefði ekki haft atvinnu hér. Það
er rétt, ástin mín, er það ekki?
Hann revndi til að faðma hana að sér, en hún smeygði sér undan, af-
sakaði sig, tautaði eitthvað um snyrtingu og fór.
— Betty er stórkostleg stúlka, sagði hann. — Stórkostleg stúlka, endur-
tók hann, eins og til að fullvissa sjálfan sig um það. — Hún er auðvitað
öðruvísi en aðrar stúlkur. — En, hann hikaði og skotraði augunum til mín,
— ég býzt við að þú skiljir það.
— Eg veit hvað þú ert að hugsa, sagði ég. — Ég átti kínverzka lang-
ömmu, en þessutan er ekki dropi af kínverzku blóði í æðum mínum, hitt
er allt brezkt.
Ég bjóst ekki við því að hann tryði þessu, svo ég hélt áfram. — Það er
einkennileg tilviljun — slæm tilviljun, ef þú villt hafa það þannig, — að
ég skuli líta út eins og 75% Austurlandabúi . . .
— O, jæja, sagði hann, hálf vandræðalegur. — Hvað segirðu um að
fá einn góðan í hvelli?
Ég hitti Baines-hjónin á barnum, rétt fyrir hádegisverð, þrem dögum
síðar.
Ég var nærri kominn að því að flauta.
Betty var klædd kínverskum fötum. Jade-grænum jakka, hnepptum
upp í háls, jade-grænum buxum og gylltum ilskóm. Svart hárið glansaði,
eins og spegill og var tekið saman í hnút. Hún var sannarlega þess virði
að athuga hana nánar, hugsaði ég, og hinir karlmennirnir, sem voru
þarna, virtust vera á sömu skoðun.
Baines kallaði til mín.
— Komdu til okkar, gamli vinur. Ég er að bíða eftir viðskiptavini og
það er bara betra að við höfum þetta svolítið partý.
Ég gekk að borðinu til þeirra. Það var ekki hægt annað en að Kka vel
við Arthur Baines, og svo var ekki laust við að ég hefði dálitla meðaumk-
un með honum.
— Þú þekkir Lee Wang? sagði hann spyrjandi og pantaði Gin fizz
handa mér. — Hann er kannski ekki sá stærsti, en ég ætti að geta fengið
hjá honum pöntun, sem gæti haldið mér gangandi í hálft ár eða svo. Þú
sérð að Betty er komin í herklæðin, reiðubúin til að slátra honum. Hún
er nú hreint augnayndi í þessum grímubúning, finnst þér það ekki?
Ég sá að hún kunni ekki við þetta orðbragð, og það var ekki einungis
vegna háttvísi að ég hældi búningi hennar. Þetta klæddi hana stórkost-
lega vel. Þetta var hún sjálf.
Framhald á bls. 37.
VIKAN 17