Vikan


Vikan - 04.08.1966, Page 18

Vikan - 04.08.1966, Page 18
EFTII ? EY RANI u Andrés Indriöason Óskahljómsveitin býr sig undir a'ð taka lagið und- ir stjórn Rúnars Gnnnarssonar, sem stendur með tónsprot?.n í hendinni lengst til vinstri. Næstur Rúnari er Erlingur Björnsson, síðan Þorgeir Ást- ve.ldsson, Jón Trausti Hervarsson, Rúnar Júlíus- son, Gunnar Þórðarson, Pétur Östlund og Reynir Gunnarsson. (Myndir: Kristján Magnússon). ðskahliónsveitiD skipuö llðs- ■ðinii ír HIIéiii. Dátoi. Imi 01 Dnilá Þátttaka í skoðanakönnuninni um óskahljóm- sveitina var mikil og bárust bréf hvaðanæva að af landinu — og jafnvel frá íslendingum er- lendis. Það er athyglisvert að allir liðsmenn Hljóma voru tilnefndir og bendir því þessi skoð- anakönnun einnig til þess, að enn eiga Hljémar mest ítök hjá unga fólkinu. Mjótt var á mun- um hvað snertir kosningu vinsælasta söngvar- ans. Þar komu einkum til greina Helgi Her- mannsson (Logum), Rúnar Júlíusson (Hljómum), Sigursteinn Hákonarson (Dúmbó) og Rúnar Gunn- arsson (Dátum). Þegar yfir lauk, hafði Rúnar Gunnarsson hlotið flest atkvæði. Hvað saxófón- leikara snertir var einkum um að ræða saxó- fónleikara Lúdó sextetts, Hans Jensson og Hall- dór Pálsson og saxófónleikara Dúmbó sextetts, þá Jón Trausta Hervarsson og Reyni Gunnars- son — og höfðu hinir síðastnefndu betur. All- margir orgelleikarar voru tilnefndir, en flest atkvæði hlaut Þorgeir Astvaldsson (Tempó). Oskahljómsveitin er því þannig skipuð: # Gunnar Þórðarson. Sólógítar Gunnar er ekki einasta snjallur hljóðfæraleikari. Hann er líka ágætt tónskáld, eins og allir vita. Velgengni Hljóma er að allra dómi fyrst og fremst honum að þakka. Sjálfur gerir hann lítið úr hæfileikum sínum. Þegar við færðum honum þær fréttir, að lesendur Vikunnar hefðu kosið hann bezta hljóðfæraleikarann, sagðist hann ekki trúa því. Honum líkt! & Erlingur Björnsson. Rhythmagítar Erlingur er fæddur á Siglufirði 23. nóvember 1944. Hann hefur leikið á hljóðfæri sitt í þrjú ár — alltaf með Hljómum. Hann hefur fengizt við að semja lög, eins og Gunnar, og hefur eitt Framhald á bls. 49. \ upp- löku- sal N.k. miðvikudagskvöld mun Óska- hljómsveitin láta í sér heyra í þætt- inum Lög unga fólksins. Nú segj- um við ykkur frá upptökunni, sem fór fram fyrir skömmu, en mynd- irnar af piltunum voru teknar við það tækifæri. Klukkan var á mínútunni níu, þegar við komum í tónlistarsal Rík- isútvarpsins. Salurinn er á 5. hæð útvarpshússins og er einkum not- aður, þegar um tónlistarupptökur er að ræða en einnig, þegar teknir eru upp þættir að viðstöddum á- heyrendum. Frammi á ganginum sátu þeir Gunnar, Erlingur, Rúnar og Pétur úr Hljómum, Jón Trausti og Reynir úr Dúmbó og Rúnar úr Dátum. Satt bezt að segja voru þeir fremur syfjulegir, og liðsmenn Hljónia ekki alveg vaknaðir að því er bezt varð séð, enda höfðu þeir farið á stjá klukkan sjö um morg- uninn til þess að vera komnir til Reykjavíkur í tæka tíð. Akurnesingarnir höfðu báðir brugðið sér til Reykjavíkur kvöldið áður til þess að horfa á knatt- spyrnuleik. Þeir láta aldrei fram hjá sér fara kappleiki, þegar lið þeirra keppir! Okkur brá heldur betur í brún, þegar Jón Trausti sagði okkur, að saxófónninn sinn væri einhversstaðar úti á sjó. Við nánari 18 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.