Vikan


Vikan - 04.08.1966, Side 19

Vikan - 04.08.1966, Side 19
200 bréff á viku Gerður Guðmundsdóttir og Knútur Skeggjason, dag- skrártæknimaður. . - ' Gerður GuSmundsdóttir hefur séð um Lög unga fólksins frá 1962, að ár- inu 1964 undanskildu. Gerður starfar ann- ars á auglýsingastofu Ríkisútvarpsins — skrif- ar þar niður auglýsingar. Hún hefur einnig annast þuíarstörf um nokkurt skeið. Gerður sagði okkur, að þættinum bærist um 200 bréf á viku að með- altali — og þyrfti því að lengja þáttinn um einn og hálfan tíma a.m.k. til þess að unnt væri að koma til móts við allar óskirnar. — Mér þykir mjög leiðinlegt að geta ekki orðið við öllum óskun- um, sagði Gerður, — en við því er ekkert hægt að gera. Ég reyni að fara einhvern milliveg í þessu og vel þá þau lög, sem vinsælust eru hverju sinni. — Hvað ertu lengi að undirbúa hvem þátt, Gerður? — Það tekur mig yfir- leitt tvö kvöld að lesa öll bréfin og ganga end- anlega frá þættinum, en síðan á ég eftir að tína til plöturnar á Tónlist- ardeildinni og skrifa skýrslu yfir öll lögin, sem leikin eru í þættin- um. — Eru íslenzk lög jafn vinsæl og þau erlendu? Gunnar og Rétur vin- sælastir Mikill fjöldi hljóðfæraleikara hlaut tilnefningu I Óskahljómsveitina. Þegar fró upphafi var greinilegt, að tveir hljóðfæraleikarar óttu meira fylgi að fagna en aðrir — þeir Gunnar Þórðarson og Pétur Ost- lund. Þeir voru tugum atkvæða fyr- ir ofan aðra, sem nefndir voru til sögunnar. Næstir Gunnari Þórðarsyni (sóló- gítar) komu Þorgeir Guðmundsson (Logar), Hilmar Kristjánsson (Dátar), Haraldur Bragason (Ernir), Ólafur Þórarinsson (Mánar) og Jónas Tóm- asson (Heimir og Jónas). Næstir Erlingi Björnssyni (rhyth- magítar) voru Rúnar Gunnarsson (Dátar), Helgi Hermannsson (Logar), Finnbogi Gunnlaugsson (Dúmbó), Guðni Jónsson (Tempó), Viðar Jóns- son (Ernir), Guðmundur Benedikts- son (Mánar), Smári Hannesson (Són- ar) og Matthías í Straumum. Næstir Rúnari Júlíussyni (bassa- gitar) voru Jón Pétur Jónsson (Dát- Framhald á bls. 44. Framhald á bls. 44. Og svo má enginn missa af þættinum „Lög unga fólksins" n.k. miðvikudagskvöld. í næsta blaði segjum við frá Logum frá Vestmannaeyjum og birtxim viðtal við Helga Hcr- mannsson, söngvara hljóm- sveitarinnar. Þá scgjum við frá bezt klæddu innlendu hljóm- svcitinni og birtum mynd af henni í öllum skrúða. Hvaða hljómsveit? Það fáum við að vita, þegar við hittumst aftur í NÆSTU VIKU. tcynir Gunnarsson. Jón Trausti Hervarsson. Söngur Rúnars Gunnarssonar var hljóðritaður eftir að und- irspilið hafðl verið tekið upp. f hcyrnartólunum heyrir hann undirspilið. Gunnar Þórðarson var cinróma kjörinn hljómsveitarstjóri. Hann sá um útsetninguna og var prímus motor í allri upp- tökunni. eftirgrennslan kom I Ijós, að hljóð- færið var á leiðinni til Reykjavikur með Akraborginni. Þorgeir Ástvaldsson úr Tempó var ókominn. Sumir hölluðust að því, að hann hefði sofið yfir sig, en aðrir sögðu, að hann hefði bara farið Krísuvíkurieiðina niður í út- varp. Okkur fannst þó sennilegast, að hann væri einhvers staðar að leita cð hljóðfærinu sínu, enda kom á daginn, að sú var raunin. Upptakan átti að hefjast kl. 11, Svipmynd úr upptökusal. Kúnar Júlíusson. en þar sem ekkert var að gerast í salnum þennan morguninn fengu piltarnir að koma í fyrra lagi til þess að stilla upp hljóðfærunum, bera saman bækur sínar og ákveða, hvaða lag skyldi leika. Hljómar höfðu með sér tvo vika- pilta, og meðan þeir roguðust með hljóðfæri þeirra í salinn og röðuðu þeim upp, var skotið á fundi, þar sem eitt umræðuefni var á dag- skrá: Hvaða lag skyldi leika? Ýmsar tillögur komu fram, m.a. Pretty Flamingo og Somebody help me, en ekki voru allir verulega ánægðir, fyrr en Pétur stakk upp á Framhald á bls. 44. VIKAN 19

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.