Vikan


Vikan - 04.08.1966, Side 21

Vikan - 04.08.1966, Side 21
+r* Zsa Zsa Gabar, sem Hilton kvæntist 1942. Hún cr hér með Francesku, dóttir þeirra. Hjónabandið stóð í íjög- ur ár. glampa tvö infrarauð Ijóstæki, og undir þeim þorn- ið þér eins og í sólarhita ó baðströnd. Fötin sem þér voruð í, hafið þér hengt inn í hurð- ina að herbergi yðar, hún er hólfur metri að þykkt og um leið skópur, sem hægt er að opna bæði innan og utan fró. Þannig getur þjónninn sótt föt- in og lótið hraðþvo þau eða hreinsa, ón þess að gera yður ónæði. Með öðrum orðum, yður líður vel. Þér lifið í allri þeirri viðhöfn og þægindum sem amerískt hug- myndaflug og nútímatækni getur framleitt. Og ef þér njótið þess vel, hefir Conrad Hilton orðið að ósk sinni. Því Hilton er húsróðandi yðar og veitandi, þeg- ar þér búið ó Hótel Statler í Washington. En það væri hann líka þótt þér byggjuð ó Plaza eða Waldorf-Astoria i New York, ó Castellana Hilton í Madrid, ó Nile Hilton í Kairó eða ó Tóktó Hilton ( Tókíó. Eru þó aðeins nefnd nokkur af þrjátíu og fjórum viðhafnargistihúsum, sem hann á víðsvegar um heim. Hilton er einn þessara ódæma viðskiptasnillinga sem Ameríka hefir alið fjölda af á liðnum tímum. Faðir hans fluttist þangað frá Noregi og bjó í San Antoníó í Nýja Mexíkó. Lifði hann meðal annars af því að leigja út fimm herbergi til ferðalanga í verzlunarerindum. Það var starf Konráðs litla að standa á járnbrautarstöðinni þegar næturlestir voru á ferð, og tryggja karli föður sínum örugga leigj- endur. Hann hlýtur að hafa staðið vel í stöðu sinni, því árið sem hann varð þrítugur, sem sagt 1919, gat hann keypt sér reglulegt hótel. Það var Mobley gistihúsið í Cisco í Texas. Reksturinn á því gekk svo vel, að fimm árum síðar var hann orðinn eig- andi að mörgum smærri gistihúsum í Texas. Efnahagskreppan er skall yfir Ameríku árið 1929 og varð meðal annars til þess, að fjögur af hverj- um fimm hótelum í Bandaríkjunum fóru á höfuðið, kenndi Hilton að reka starfsemi sína við verstu skilyrði sem hægt var að hugsa sér. En honum tókst að komast fram úr þeim vandræðum, og þegar kreppan var liðin hjá, keypti hann niðurlögð gisti- hús fyrir smámuni. Framhald á bls. 34. 1 irrr* Hilton hefur gert vel við Mexikana; annað hétel hans þar í landi stendur í Acapulco, sem cr fjölsóttur ferðamannastaður. Á fögrum stað við sundið Bosporus stendur Istanbul Hilton. Á hæðunum vestan við Tiber, þar sem vel sést yfir borgina eilífu, stendur Cavalieri Hilton. í Mexícó City heitir það Continental Hilton. VIKAN 21

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.