Vikan - 04.08.1966, Page 22
Og Ulffhildup ffékk ffull umráð yffir hlóöun-
um, og eldívið f þær, eldur eöa glóö fært
á mílli hlóöa, og ffór brátt að rjúka hressi-
lega úr báöum eldhússtrompunum
GREIN EFTIR ÓLAF ÞORVALDSSON
TEIKNING HALLDÓR PÉTURSSON
FORSPJALL
Það eru liðnir nokkrir áratugir síðan ég
fór mjög að hugsa um að minnast
Úlfhildar með því að koma á blöð því
helzta, sem ég minnist frá samveru-
árum okkar. Þó hefur þetta dregist
þar til nú, ef nokkuð verður nema til-
ferðin. Ég held, að meginástseðan fyrir þessu
framkvæmdaleysi, sé, í sannleika sagt sú,
að ég hafi alltaf fundið vanmátt minn í því,
að gera þennan þátt svo úr garði, að sam-
boðinn yrði minningu hinnar löngu horfnu
merkiskonu.
Fari svo, að einhver, fyrr eða seinna sjái
þessar minningar, eða heyri, er hezt að taka
það strax fram, að hér er ekki mikils að
vænta, þar eð söguna segir í rauninni tólf
ára unglingur, sem „nú er orðinn aldinn að
árum“. Þetta verða því bernskuminningar
aldraðs manns, sem hann hefur ekki fyxri
komið í Verk að færa á blöð. Þessi undan-
dráttur er þó ekki sökum þess, að ég hafi
ekki verið minntur á verkið. Að þeirri á-
minningu verður bráðlega vikið.
Auk utanaðkomandi áminninga, vissi ég,
að ævisól mín var mjög farin að lækka á
lofti, og ég veit því ekki „hve lengi er vinnu-
bjart“, og því óráð, að draga lengur, ef eitt-
hvað ætti nú úr verki að verða.
Það er á stundum fleira en stórtíðindi,
sem koma okkur á óvart, svo óvart, að við
gleymum algjörlega líðandi stund. — Þann-
ig hefur gamli svuntuhnappurinn hennar
Úlfhildar ekki einu sinni, heldur í nokkur
skipti á síðustu áratugum, komið mér á ó-
vart, og þar með komið mér til að gleyma
hinni líðandi stund, og á sinn hátt minnt
mig á, á þennan dularfulla hátt, að enn átti
ég ólokið við að minnast, á annan hátt held-
ur en aðeins í eigin huga, konu þeirrar sem
hnappinn átti, og alls þess er ég minnist frá
samveruárum okkar Úlfhildar. Þessi hnapp-
ur er það eina áþreifanlega, sem ég á til
minningar um hana. Þessi hnappur hefur
minnt mig á fyrri eiganda á þann hátt, að
líoma upp í hendur mínar, eða orðið fyrir
mér oft á síðari timum, þar sem ég átti hans
ekki von og þá ævinlega þegar ég svipaðist
að einhveriu öðru.
Ég tel, að ekki þurfi neitt dularfullt að
vera við tilflutning hnappsins, að þeim vist-
flutningi hans höfum við hjónin, sennilega,
annaðhvort eða bæði, staðið hverju sinni,
þótt við gætum ekki munað það. Hvað sem
um betta er, þá á þessi forni hnappur, með
sínum mörgu áminningum, sinn þátt í því,
að ég legg nú í það, þegar Úlfhildur hefur
legið í gröf sinni í nær sjötíu ár, að koma
á blöð nokkrum minningum mínum um líf
Úifhildar, á hennar síðustu æviárum.
T'm, sem næst fyrri helming ævi Úlf-
hildar, get ég því miður lítið eða ekki sagt,
utan það, sem manntöl, kirkju- og þó helzt
húsvitjunarbækur þess tíma segja, og um
það mun ég geta, þótt slitrótt sé. — Hnapps-
ins verður lítillega getið síðar.
LITIÐ YFIR LÍFSHLAUP
ÚLFHILDAR
Áður en lengra er haldið, verður reynt
að gera hér lítilsháttar grein fyrir aðal sögu-
persónu þessa þáttar, Úlfhildi. Mjög tak-
22 VIKAN
V