Vikan


Vikan - 04.08.1966, Síða 24

Vikan - 04.08.1966, Síða 24
FRAMHALDSSAGAN EFTIR SERGANNE GOLON En yfirgeldingurinn lét þessa óþolinmæði ekki á sig fá. Ef til vill hentaði hún fyrirætlunum hans og hann hafði allavega séð fyrir um hana. Og hann var sannarlega ekki aðgerðarlaus. Hvað eftir annað fannst honum hann s.iá eitthvert nýtt jarteikn og hugsaði um nýja dýrgripinn, sem hann hafði framkallað þarna, konuna, sem var eins dásamleg og syndugar myndir ítölsku málaranna. Hann kinkaði kolli hægt: — Ég hef lesið i stjörnunum.... muldraði hann. Það, sem hann hafði séð og vildi ekki segja, hafði gert hann óákveðinn. Hann eyddi heilum nóttum uppi á ferhyrndum turni og rannsakaði himininn í sjónaukum sínum, en af þeim átti hann þá beztu, sem fáan- legir voru. Yfirgeldingurinn hafði sérstaka söfníinarástríðu. Auk sjón- auka og annars af því tagi, sem hann hafði sótt til Feneyja, Verona og jafnvel Saxlands, þar sem glerslípararnir höfðu orð fyrir að vera sérstaklega vandvirkir, safnaði hann persneskum pennastokkum úr perlumóðurskel og með ýmiss konar gljábrennsluhúð, og átti marga fágæta gripi af því tagi. Hann var einnig mjög hrifinn af skjaldböku- um og ræktaði allar tegundir af þeim í görðum fjallahjallanna, þar sem Mulai Ismail geymdi frillurnar, sem hann hafði fengið nóg af. Þessar konur voru ekki aðeins að eilífu útskúfaðar frá Meknés, heldur urðu þær einnig að lifa það sem eftir var ævinnar án þess að hafa nokkurn félagsskap annan en þessi dýr, sem yfirgeldingurinn kom oft að heim- sækja. Því hann virtist hafa þann hæfileika að vera allsstaðar. Hann var ævinlega þar, sem hans var sízt óskað, og þar sem hans var sízt von. Mulai Ismail hafði hann alltaf við hlið sér, þegar honum datt allt í einu í hug að óska eftir ráðleggingu yfirgeldingsins. Oft og tíðum heim- sótti hann aila ráðherrana og fékk daglega skýrslu frá hinum mörgu njósnurum sínum, fór í fjöldamörg ferðalög, en samt virtist hann eyða mestum tíma í að hugsa um persnesku, gljábrenndu gripina sína, og um nætur hafði hann tæpast augun af stjörnunum. Og þar að auki hafði hann tima til að leggjast á bæn, fimm sinnum á dag, eins Og Kóraninn sagði fyrir. — Spámaðurinn sagði: — Vinnið verk þessa heims eins og þér væruð ódauðiegur, en breytið eins og þér mynduð deyja á morgun. Þetta var uppáhaldsspakmæli hans. Hugsanir hans virtust síast á óskiljanlegan hátt inn í menn og kon- ur, sem unnu undir stjórn hans. Hann var eins og könguló, sem óf fín- gerðan vef, sem enginn gæti nokkru sinni flúið. — Eruð þér ekki íarin að þrá, Firousi, sagði hann einu sinni við hana, — lystisemdir holdsins? Það er langt síðan þér hafið komið ná- lægt karlmanni. Angelique leit undan. Hún vildi fremur láta skera sig í stykki en segja nokkrum frá ólgunni, sem truflaði hvíld hennar og vakti hana í æsingu, muldrandi við sjálfa sig: — Karlmann! Mér er sama hvern! En Osman Faraji hélt áfram: — Konulíkami yðar ber ekki ótta af neinum manni, neldur þráir karlmann i stað þess að skelfast hann eins og svo margar óreyndar stúlkur gera; brennur hann ekki eftir að kynnast þeirri gleði einu sinni enn? Mulai Ismail mun ekki bregðast yður. Gleymið hugsunum yðar og hugsið aðeins um þá gleði, sem þér eigið framundan. Viljið þér, að ég kynni yður fyrir honum að lokum? Hann sat á lágum stól skammt frá henni. Angelique fann óskýranlegt aðdráttarafl hans einu sinni enn. Hún virti hann fyrir sér dreymin á svip, þennan útlaga úr konungdæmi ástarinnar. Hann vakti með henni blandaðar tilfinningar fyrirlitningar og aðdáunar og hún gat ekki varizt því að finna til ofuriítiis dapurleika, þegar hún sá á honum öll merki ástands hans — þunga, feitlagna hökuna, mjúka, og fallega lagaða hand- leggina, og undir vestinu sá hún móta fyrir brjóstunum, sem voru orðin stór og þrýstin eins og á öllum gömlum geldingum. —• Osman Bey, sagði hún. — Hvernig getið þér sagt þessu líkt? Sakn- ið þér þess aldrei, að hafa ekki rétt til að tala um ástina? Osman Faraji lyfti augabrúnunum og brosti næstum glaðlega: — Það er ekki hægt að sakna þess, sem maður hefur aldrei átt, Firousi. öf- undið þér brjálæðinginn, sem hlær að afskræmdum hugarfóstrum sin- urn? Hann er hamingjusamur á sinn hátt. Hugsanir hans fullnægja honum. Samt mynduð þér ekki vilja deila örlögum með honum og þér þakkið Allah fyrri, að þér skulið ekki vera eins og hann. Á sama hátt virðist mér hegðunin, sem stjórnast af óviðráðanlegum kröfum holds- ins, sem er svo áköf, að hún getur gert heilbrigðan og rétt hugsandi mann að gömlu, hneggjandi nauti, sem hleypur á eftir heimskasta kven- dýri. Ég þakka Allah fyrir, að ég hefi aldrei þekkt slíka auðmýkingu. Engu að síður viðurkenni ég styrk þessa afls, og ég leitast við að beina því í þann farveg, sem ég sjálfur kýs, sem er valdaljómi Marokkó og hreinsun alls Islams. Angelique reis upp við dogg, hrifin af framagirni þessa manns, sem ætlaði að endurskapa allan heiminn eftir sinu höfði. — Osman Faraji, það er sagt, að þér hafið komið Mulai Ismail til valda og sagt honum, hvern hann ætti að drepa eða láta drepa, til að ná þvi, sem hann hefur náð. En eitt morð hafið þér enn ekki skipu- lagt — hans eigið! Hversvegna haldið þér þessum kvalasjúka brjálæð- ingi á veldisstól í Marokkó? Væruð þér ekki betri stjórnandi en hann? Án yðar væri hann aðeins ævintýramaður, sem ætti allt sitt undir miskunn óvina sinna. Þér eruð hans stjórnvizka, gáfur hans og dulinn verndari. Hversvegna takið þér ekki hans stað? Þér getið gert það. Hafa ekki geldingar verið krýndir keisarar í Býsantium? Yfirgeldingurinn var enn brosandi: — Ég er yður mjög þakklátur, Firousi, fyrir það álit sem Þér hafið á mér, en ég mun ekki myrða Mulai Ismail. Hann er öruggur á veldisstóli í Marokkó. Hann hefur einmitt hið rétta brjálæði, sem allir sigurvegarar þarfnast. Hvernig er hægt að stjórna ríki án þeirrar orku, sem frjósemin gefur? Blóð Mulai Ismails er eins og bráðið hraun. Mitt eins og vatnið í skuggsælli lind. Slíkur er vilji Allah. Ég hef kennt honum alla mína vizku og stjórn- vísindi. Ég hef þjálfað hann og kennt honum síðan hann var ekki annað en lítill prins, meðal hundrað og fimmtíu sona Mulai Archi, sem skeyttu engu um menntun sina. Hann hugsaði ekki um neinn annan en Mulai Hamet og Abd el Ahmed. En ég hugsaði um Mulai Ismail og sjá, hann hefur sigraði hina tvo. Mulai Ismail er minn sonur miklu íremur en hann hefur nokkru sinni verið sonur Mulai Archi. Hvernig get ég þá eytt honum? Hann er ekki eins kvalasjúkur brjálæðingur, eins og þér álítið af þröngsýnu hugarfari yðar kristnu dómgreindar. Hann er sverð guðs! Hafið þér ekki heyrt um Það, hvernig guð lét rigna eldi og brennisteini yfir hinar illu borgir, Sódómu og Gómorru? Mulai Ismail hefur drepið niður marga skammarlega glæpi Alsírmanna og Túnis- búa. Hann hefur aldrei tekið sér konu, sem átt hefur lifandi eigin- í mann, því hórdómur er bannaður í Lögunum, og hann hefur lengt föstu Ramadans upp i heilan mánuð. Þegar þér verðið hans þriðja kona getið þér dregið úr öfgunum í eðli hans. Þá verður starfi mínu lokið. Á ég að kynna yður fyrir Mulai Ismail? — Nei, sagði Angelique ákveðin. — Nei, ekki strax. — Látum þá örlögin fara sínu fram. Hvassbrýnd egg örlaganna féll einn svalan morgun, þegar Angelique lét bera sig út í pálmagarðinn. Hún hafði fengið skilaboð frá Savary, þar sem hann bað hana að koma út í pálmagarðinn, skammt frá kofum garðyrkjumannanna. Kona eins þeirra, frönsk ambátt að nafni Badi- guet, myndi sýna henni, hvar hún gæti hitt gamla vininn. Undir gagnsæum krúnum pálmanna glitraði á fullþroskaðar döðlur, sem þrælarnir voru að tína. Út úr einum garðyrkjumannakofanum kom Dame Badiguet í áttina að burðarstólnum, og Angelique opnaði tjöldin ofurlítið. Konan litaðist flóttalega um og hvíslaði síðan, að Savary væri að vinna ekki þar langt frá. Hann væri að safna saman döðlum, sem höfðu fallið niður úr trjánum, og úr þeim átti hann að gera eins- konar súrdeig handa þrælunum. Þriðji stígurinn til vinstri---- Gat hún reitt sig á geldingana, sem fylgdu henni? Já. Sem betur fór voru 24 VIICAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.