Vikan - 04.08.1966, Side 25
þetta ungir geldingar, sem vissu aðeins, að Osman Faraji hafði gefið
fyrirmæli um að brjóía ekki I bága við óskir frönsku konunnar.
Hún lét bera stóiinn inn á þennan ákveðna stíg, og áður en langt um
leið, sá hún Savary, þar sem hann saínaði saman skepnufóðrinu, trítl-
andi til og frá eins og brúnn dvergur. Staðurinn var auður og yfir-
gefinn, og eina hljóðið var stöðugt suðið í flugunum, sem stöðugt hnit-
uðu hringa yfir rotnandi ávöxtunum.
Þegar Savary kom til hennar, reyndu geldingarnir að koma í veg
fyrir það.
— Burt með ykkur, feitu börnin mín, sagði gamli maðurinn glað-
lega. — Leyfið mér að heilsa þessari konu.
— Hann er faðir minn, sagði Angelique. Þið vitið fullvel, að Osman
Bey leyfir mér að hitta hann við og við.
Þeir mótmæltu ekki.
—- Það gengur vel, ■ hvíslaði Savary og augu hans dönsuðu bak við
gleraugun.
—- Hafið þér fundið meiri birgðir af maumie? spurði Angelique með
stirðlegu brosi.
Hún virti hann ástúðlega fyrir sér. Hann varð stöðugt líkari og lík-
ari litlu álfunum, sem komu og dönsuðu umhverfis steinborðin á ökrum
Poitou. Hún reyndi að ímynda sér Savary sem einn af þessum gömlu
skeggjuðu öndum, sem hún hafði beðið eftir klukkustundum saman,
iiggjandi í döggvotu grasinu, meðan hún bjóst við, að þeir kæmu í
ljós og fylgdu henni tryggilega alla tíð eftir það.
— Sex þrælar ætla að reyna að flýja. Skipulag þeirra er fullkomið.
Þeir ætla ekki að hafa neina fylgdarmenn, því þeir svíkja oft kristnu
þrælana, sem þeir þykjast ætla að leiða til frelsisins. Þeir hafa fengið
upplýsingar frá þrælum, sem flúðu, en hafa náðzt aftur. Þeir hafa
skipulagt, hvernig þeir ætla að komast til Ceuta, vita hvaða leiðum
þeir eiga að fylgja og hverjar þeir eiga að forðast. Rétti tíminn fyrir
flóttann verður eftir einn eða tvo mánuði. Þá verður um það bil jafn-
dægri, þegar Márarnir koma innan úr landinu vegna þess að þeir þurfa
ekki lengur að hugsa um hveitiuppskeruna eða ávextina. Við munum
aðeins ferðast á nóttunni. Ég hef komið þeim til að taka konuna með,
þótt þeir séu þvi andvígir. Enginn heíur nokkurn tíma vitað um konu,
sem hefur getað flúið. Ég sagði þeim, að aðeins návist yðar myndi
verða vörn fyrir þá, því ef einhver sæi konu i hópnum, myndi hann
álita að þetta væru verzlunarmenn en ekki flóttaþrælar.
Angelique þrýsti hönd hans hiýlega. — Ó, kæri Savary! Með sjálfri
mér var ég farin að ásaka yður um, að Þér hefðuð gefið mig mínum
döpru örlögum á vald!
—- Ég hef lagt áætlanir, sagði gamli lyfjafræðingurinn, -—en þær
eru enn ekki fullkomnar. Þér verðið sjálf að komast út úr kvennabúrinu.
Ég hef verið að rannsalca allar leiðir út úr því og reyndar allri höll-
inni. Það eru litlar dyr, sem ekki er ævinlega gætt, á norðurhliðinni
á veggnum, sem stendur gegnt haugnum, ekki langt frá kílbrennslu
Gyðinganna. Ég komst að þessu í gegnum einn þjóninn. Þessar dyr
opnast út í húsagarð, sem er kallaður leynigarðurinn, og er aðeins
skammt frá stigunum upp í kvennabúrið. Þessa leið skuluð þér fara.
Einn úr hópnum mun bíða yðar fyrir utan. Þar að auki verðið þér að
minnast þess, að það er aðeins hægt að opna þessar dyr að utanverðu,
og aðeins tvær mannverur hafa lykil að þeim — yfirgeldingurinn og
Leila Aisheh, svo þau geti komizt fyrirhafnarlítið þá leiðina inn, eftir
að hafa verið við einhverja opinbera athöfn. Þér verðið að komast
yfir þennan lykil og koma honum í hendur einhvers okkar, svo við
getum komið og opnað fyrir yður....
— Savary, andvarpaði Angelique. — Þér eruð svo vanur að flytja
fjöll, að yður finnst allt leikur. Hvernig á að fara að þvi að hnupla
lykli frá yfirgeldingnum, forðast pardusdýrið.... já.... ég á við að
ég veit ekki hvernig....
Savary brá fingri á vör og snaraðist burtu með döðlukörfuna undir
handleggnum.
Angelique heyrði jódyn. Mulai Ismail kom framundan trjánum og
skikkjulafið stóð aftur af honum. Á eftir honum komu tveir höfðingjar.
Hann nam staðar þegar hann sá burðarstóiinn með rauðu tjöldunum
undir tré.
Savary hellti úr körfunni sinni á miðjan stíginn og tók að þylja fyrir
gefningarbænir. Þetta beindi athygli soldánsins að honum, og hann hægði
á hestinum. Klaufaskapur og ýkt skelfing gamla þrælsins vakti þrá
soldánsins til að hrella einhvern.
— Hvað er þetta? Er þetta ekki litli, kristni einsetumaðurinn hans
Osmans Farajis? Ég hef heyrt stórkostlegar sögur um þig, gamli galdra-
maður. Þú hefur hugsað prýðisvel um fílinn minn og gíraffann.
— Ég er yður þakklátur fyrir hvað þér eruð vingjarnlegur herra
minn, sagði Savary með titrandi röddu og kastaði sér flöturn frammi
fyrir soldáninum.
— Rístu á fætur, sagði konungurinn. — Það er óviðeigandi fyrir
einsetumann, heilagan mann, sem guð notar til að tala í gegnum, að
liggja i svo auðmýktri stellingu.
Savary reis á feétur og tók körfuna.
— Bíddu! skipaði soldáninn. —■ Mér líkar ekki, að fólk kalli þig „ein
setumann", þegar þú heldur fast við villutrú þína. Ef þú býrð yfir ein-
hverjum töframætti, hefurðu fengið hann frá djöflinum. Gerstu Mú-
hameðstrúar, og ég skal taka þig í föruneyti mitt til að ráða drauma
mína.
— Ég skal hugsa um það, herra minn, svaraði Savary. En Mulai
Ismail var í vondu skapi. Hann reiddi lensuna. — Gerstu Múhameðs-
trúar, endurtók hann ógnandi. ■— Múhameðstrúar. . . . Múhameðstrúar!
Þrællinn lét sem hann heyrði ekki til hans. Konungurinn lét fyrsta
höggið ríða. Savary gamli féll að hálfu til jarðar og tók með hönd-
unum um síðuna, þar sem blóðið spýttist út. Með hinni hendi lagaði
hann á sér gleraugun og sneri sér að soldáninum með reiðisvip.
— Ég Múhameðstrúar? Maður eins og ég? Hvað haldið þér að ég
sé, herra minn?
— Þér eruð svívirðing við trú Allah! þrumaði Ismail og rak lens-
una í kvið gamla mannsins.
Savary kippti henni út og reis riðandi á fætur til að hlaupa burt, en
komst aðeins fáein skref. Mulai Ismail knúði hestinn sporum á eftir
honum og hrópaði: — Múhameðstrúar! Múhameðstrúar! Og rak i
hann lensuna í hvert skipti, sem hann endurtók orðið.
Gamli maðurinn féll aftur til jarðar.
Angelique horfði á þennan skelfilega atburð gegnum rifu á tjöld-
unum og beit í hnúana til að æpa ekki. Nei. Hún gat ekki látið það
viðgangast, að hann slátraði eina gamla vininum hennar Hún stökk
út úr burðarstólnum og kraup við söðulboga Mulai Ismails.
— Hættið herra minn, hættið! sagði hún á arabisku. Sýnið miskunn!
Hann er faðir minn.
Soldáninn hikaði með lensuna reidda, tilbúinn að kasta henni. Þessi
undurfagra kona, sem hann hafði aldrei séð áður, kom honum á ó-
vart. Hár hennar hafði losnað og dreifðist um hana eins og sólargeisl-
ar. Hann kyssti á handlegg hennar.
Angelique hljóp til Savary og lyfti honum nægilega til Þess að geta
dregið harin inn í skuggann og hailað honum upp að tré. Hann var
svo magur, að hún réði auðveldlega við hann, Tötrar hans voru vot-
ir af blóði og gieraugun brotin. Hún tók Þau blíðlega af nefinu á hon-
um. Blóðið dreifðist ört út yfir skikkju hans og hún sá sér til skelf-
ingar, að andlit hans var náfölt undir lituðu skegginu.
— 0, Savary! stundi hún. —- 0, ástkæri, gamli Savary. Ekki deyja.
Gerið það, ekki deyja!
Damé Badiguet, sem hafði séð hvað fram fór, hljóp inn i kofann sinn
eftir lyfjum. Savary þreifaði 1 fellingunum á skikkjunni, til að finna
molann af þessu dýrmæta, svarta og límkennda efni. Hann pírði augun
og sá, að það var Angelique, sem var hjá honum.
—- Maumie! sagði hann með andköfum. — Því miður, Madame, mun
enginn héðan í írá kynnast mesta leyndarmáli jarðarinnar. Enginn
nema ég, hefur nokkurn tíma vitað um það og nú er ég að deyja. . . .
deyja.... Augnalok hans voru tekin að grána.
Kona garðyrkjumannsins kom þjótandi með seiði, bragðbætt með
kanel og pipar. Angelique bar krúsina að vörum gamla mannsins. Bros
breiddist yfir varir hans.
— • Aaaah, kryddið! muldraði hann. Ilmurinn af hinum dásamlegu
ferðalögum! Jesús, María, takið á móti sál minni....
Og með þessum orðum tók gamli iyfjafræðingurinn andvörpin.
Angelique hélt um hönd hans, þar til hún tók að kólna.
— Þetta er ekki satt, sagði hún við sjálfa sig hvað eftir annað....
Ekki satt....
Hinn snjalli og óbugandi Savary var ekki lengur til. Þess í stað lá
fyrir framan hana aumkunarverð, brotin brúða. Þetta var aðeins vond-
ur draumur, sem hún hafði þarna í grænu ljósi pálmagarðsins. Þetta
var aðeins ein af brellum hans. Eftir andartak myndi hann stökkva
á fætur og hvísla féimnislega í eyra hennar — Allt fer fram sam-
kvæmt áætlun, Madame.
Að lokum varð hún að viðurkenna þá staðreynd, að hann var dáinn.
Henni fannst óbærilegur þungi leggjast yfir hana, þungi af augum, sem
störðu á hana. Svo sá hún hóffar í sandinum við hliðina á sér og lyfti
höfðinu. Skuggi Mulai Ismails grúfði yfir hana.
23. KAFLI
Osman Faraji kom inn í baðherbergið, þar sem þjónustustúlkurnar
voru að hjálpa Angelique upp mosaikþrepin ,sem lágu upp úr ker-
lauginni. Loftið var einnig með bláu og gullnu mosaik laufskúrðar-
munstri, eftirlíking af tyrknesku böðunum í Konstantínópel. Rómversk-
katólskur þræll, sem áður hafði unnið í Tyrklandi, hafði gert þetta
listaverk handa hjákonum Mulai Ismails. Gufan, angandi af trjákvoðu
og rósaolíu, þyrlaðist um gylltar súlurnar, og gerðu staðinn furðulega
líkan höll úr þúsund og einni nótt.
Þegar Angelique sá yfirgeldinginn, svipaðist hún í flýti eftir blæju
til að hylja nekt sína. . Hún gat aldrei vanizt þvi, að geldingarnir væru
viðstaddir þegar konurnar snyrtu sig fáklæddar, og þaðan af síður
þoldi hún návist yfirmanns kvennabúrsins.
Svipur Osmans Farajis var óræður. Tveir ungir, kinnarjóðir geldingar
voru með honum, og báru dyngjur af fínasta hýalini. Osman Faraji
sagði þjónustustúlkunum að taka flíkurnar, eina eftir aðra.
—• Eru blæjurnar sjö á sínum stað?
— Já, herra.
Hann virti fyrir sér faguriimaðan líkama Angelique með augum
kunnáttumannsins. Þetta var í eina skiptið á ævinni, sem sún skamm-
aðist sin fyrir að vera kona, og þar að auki falleg. Henni fannst hún
aðeins vera iistmunur, sem gagnrýnin safnari var að skoða og meta
til fjár. Henni fannst eins og hún hefði verið svipt sálinni.
Fatima gamla festi blæjuna um mitti hennar. Hún náði niður að
ökklum. Hún var hálfgagnsæ og það glóði á hörund hennar í gegnum
hana. Tveim blæjum var vafið um brjóst hennar á jafn lokkandi hátt.
E'nn víðari blæju var vafið um handleggi hennar, síðan var hár hennar
hjúpað. Að lokum festi Fatima á hana andlitsblæjuna, svo aðeins græn
Framhald á bls. 48.
VIKAN 25