Vikan


Vikan - 04.08.1966, Síða 26

Vikan - 04.08.1966, Síða 26
Viðtal við Báru Magnúsdóttir Ein af okkar fallegustu stúlkum er Bóra Magnúsdóttir, diassballettdansmær. Hún er fædd ó Akranesi 6. marz 1947, en hefur lengst af ótt heima í Reykjavík. Hún tók þótt í fegurðarsamkeppninni í fyrra og hlaut þar titilinn Ungfrú Reykjavík, og fór síðan til Miami á Flórída, þar sem hún tók þátt í Miss Universe-keppninni. Síðastliðið haust stofnaði hún í Reykjavík diassballettskóla, hinn fyrsta hérlendis, en hafði áður stundað nám í þessari list- grein um tveggja ára skeið við frægan skóla, Arts Edu- cational í Lundúnum. Vikan hitti Báru að máli nýlega og ræddi við hana smástund um starf hennar og áhugamál. Fyrst spurðum við frétta af keppninni í Miami. — Þetta var mjög skemmtilegur tími, sagði Bára. — Við dvöldum í landinu í mánuð, ferðuðumst viða helm- ing tímans, en sjálf keppnin stóð yfir í hálfan mánuð. Keppendur voru fjölmargir hvaðanæfa að úr heiminum. — Og hver varð hlutskörpust? — Ungfrú Thæland. Hún er mjög falleg, en annars kom val hennar dálítið á óvart, því að hún er fremur lágvax- in. En nú á dögum vilja menn helzt hafa fegurðardísirn- ar háar og grannar, því stúlkur með þannig vöxt eru bezt fallnar til að vera tízkusýningardömur.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.