Vikan - 04.08.1966, Qupperneq 31
löngu „er ég búinn að brjóta og
týna“.
f þessu sambandi, verð ég að
játa með eftirsjá, hve margir
munir, stærri og smærri, fóru
á fyrri hluta ævi minnar, ein-
hvern veginn út úr höndum
mínum, sem mér finnst nú á efri
árum, mikil eftirsjá að.
Annar hlutur var í eigu Úlf-
hildar, sem ég leit mjög hýru
auga, þá sjaldan ég sá hann, sem
var ekki mjög oft. Þessi hlutur
var svuntuhnappur hennar. Þetta
var hnappur í sjaldhafnar
svuntu hennar, sem hún setti á
sig aðeins á mestu hátíðisdögum
ársins, svo og þá sjaldan að hún
fór út af bænum til fornkunn-
ingja sinna, sem ekki var oft, svo
sem áður er getið.
Þrátt fyrir forvitni mína spurði
ég víst aldrei Úlfhildi, hvenær
eða hvaðan hún hefði fengið
hnapp þennan. Það var ekki fyrr
en löngu eftir daga hennar, að
ég fékk löngun til að vita það,
en þá vitanlega allt um seinan.
Ég vissi aðeins það, að Úlfhild-
ur vildi ógjarnan tapa þessum
hnappi.
Úlfhildur var búin að segja
það, löngu áður en hún dó, að
eftir sinn dag, ætti móðir mín
að eiga svuntu þá sem áður er
nefnd, og þar með fylgdi vitan-
lega hnappurinn. Eftir dauða
móður minnar, tíu árum seinna
en Úlfhildur dó, komst hinn
forni svuntuhnappur Úlfhildar í
eigu okkar tveggja systkina, mín
og Vilborgar, sem héldum heim-
ili saman, í nokkur ár. — Á þeim
árum snerist hugur minn víst, að
mestu um annað meir, en halda
til haga ýmsum fornum fróð-
leik, enda annað hentara, fyrir
snauða unglinga, sem vildu ekki
þá þegar verða annarra hand-
bendi.
Árin komu og liðu, svo sem
þeirra er máti, gáfu og tóku.
Það er gömul og ný saga, sem
ekki þarf að rekja hér. Um langa
stund, mun ég lítt eða ekki hafa
hugsað um svuntuhnapp Úlf-
hildar, vissi vist ekki hvoru meg-
in hryggjar hann lá. Eflaust hef-
ur hnappurinn þó komist í mín-
ar hendur, áður en móðir mín
dó, þótt ég minnist þess ekki
glöggt, þar eð áratugum seinna
verður hann fyrir mér, þar sem
ég gat sízt vænst hans, þótt ég
hefði ætlað að leita hans, hvað
ekki var, að því sinni. Og þann-
ig hefur þetta gengið fram tii
þess, að ég fór að rifja upp með
sjálfum mér, og festa á blöð,
brot af minningum mínum, sem
tengdar eru Úlfhildi, að hinn
horfni svuntuhnappur hennar,
hefur þráfaldlega orðið fyrir
mér, þar sem ég hélt að hann ætti
ekki að vera. Líklega verður að
álykta svo, að flutningur hnapps-
ins frá einum stað til annars,
sé fyrir minn tilverknað, þótt
ekki komi ég tilfærslu hans fyrir
mig. Þó held ég, að standi ég að
þessum flutningum, þá hafi það
verið mér að mestu eða öllu ó-
sjálfrátt. Og þá freistast ég til
að halda, að þar hafi hugur Úlf-
hildar átt einhvern þátt í, og
hún þar með verið að minna mig
á sig. Hvað sem um þetta er,
þá á þessi forni afhaldshnapp-
ur Úlfhildar, höfuðþáttinn að
þessum minningum mínum, um
hina löngu horfnu öldnu vin-
konu mína, með marg-
nefndan hnapp fyrir framan
mig á borðinu, á meðan ég skrifa
þennan þátt. Væri það svo, að.
Úlfhildur vissi nokkuð til okkar
vina sinna hér á jörð, vissi hvað
ég nú hefðist að, þá vona ég
að hún líti það mildum augum,
svo sem hún leit á æskubrek
mín, þá við voru hér bæði, vit-
andi það, að í þætti þessum, hefi
ég sagt sannleikann og ekkert
nema sannleikann. Hitt er ann-
að mál, að sjálfur veit ég ekki
hvort ég á heldur að gleðjast
eða hryggjast yfir verki þessu,
þótt hér sé um raunveruleik að
ræða, en ekki skáldskap. Ég veit,
að hér hefði mátt halda betur á
efni, en mér hefur tekist, þótt
hvergi hafi verið út af sannleik-
anum brugðið. Þó finn ég til gleði
yfir því, að hér er lokið verki,
sem ég hefði átt að vera búinn að
gera fyrir löngu.
Oft hefur mér á síðustu árum
og áratugum orðið hugsað um
það, þegar hugur minn hefur
reikað til samveruára okkar
Úlfhildar, hver kenni nú og hafi
af fyrir á margan hátt, íslenzk-
um börnum, í sveit og við sjó,
það sem Úlfhildur kenndi mér
og hafði fyrir mér í æsku. Aldrei
hafði hún nema gott fyrir okk-
ur, hvort heldur var til orðs eða
æðis. Mér virðist, bæði af eig-
in reynslu og annarra sögusögn-
um, að nú sé á sorglega fáum
heimilum þessa lands, nokkur
Úlfhildur lengur. Þær munu, í
það minnsta, í ofmörgum tilfell-
um, komnar til veru þar, sem
börn og unglingar eru ekki fyrir,
til að læra af lífsreynzlu og oft,
fróðum, öldnum konum, sem áð-
ur voru oft drýgstu kennarar
barna og unglinga, á flestum
heimilum, í sveit og við sjó. Full-
yrða má, að nám það, varð
mörgum unglingum hollt vega-
nesti á för þeirra út í lífið, því:
„Hvað ungur nemur, gamall
Hvítara hvítt..
Hreinni litir!
NotiS Blaa Omo, nyjasta
og bezta [avottaduftið
næsta þvottadag. SjaiS
hvernig Omo freyðir vel og
lengi og gerir hvíta þvottinn
hvítari og liti mislitu
fatanna skærari en nokkru
sinni fyr! Reynið Omo.
Sjáið með eigin augum
hvernig Omo þvær hreinast I
VIKAN 31