Vikan


Vikan - 04.08.1966, Blaðsíða 32

Vikan - 04.08.1966, Blaðsíða 32
ACCUMEN Kentar hvar sem er I RUMINU NÝTT NÝTT NÝTT Endurhleðsla með NICKEL- CADMIUM rafhlöðum. Bara stinga rafhlöðunni í ÞARFNAST ENGRAR SNÚRU LJdSHRHBCSTUR er auðveldari rakstur Ef þér viljið fá reglulega mjúk- an og þægilegan rakstur, reyn- ið þá AccuMen STRAX ... AccuMen fullnægir kröfuhörð- ustu mönnum hvað rakstur snert- ir. AccuMen rakvélin er komin í verzlanir víðsvegar um landið svo sem: Sportval Rvík., og Hafnarfirði, Verzl. Sig. Ágústs- sonar, Stykkishólmi, Húsgagna- salan, Akureyri, Verzl. Alföt, Vestmannaeyjum, Verzl. Nonni og Bubbi, Sandgerði. 6 mánaða ábyrgð og fullkomin viðgerðarþj ónusta. í FERÐALÖGUM §sr. 1.3 90 UMBOÐSVERZLUN BÁRÐAR GUNNARSSONAR, AKUREYRI. UMBOÐSMAÐUR í REYKJAVÍK: SIGURÐUR TÓMASSON, BREKKUSTÍG 8, f" SÍMI 1-85-11. Á SKRIFSTOFUNNI 220 V A.C., og eftir 24 tíma hafið þér 10 20 rakstra. í BÍLNUM STJÖRNUSPÁ >•- ■*-. . ► m Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl)- Ar.nr ki verður mikið og ekki mikill tími til að skemmta scr eða sinna öðrum áhugamálum. Eigi að síður veröurðu mjög ánægður með tilveruna og þann árangur sem þú nærð. 0 Vogarmerkið (24. september — 23. október): Tími þinn virðist óvenju naumur og verðurðu að láta ýmis persónuleg málefni sitja á hakanum. Þú lifir í nokkurri óvissu og ert því fremur taugaó- styrkur og uppstökkur. Heillatala er fjórir. m Nautsmerkið (21. aprí! — 21. maí): Líkur eru á að einhver tegund þunglyndis þjaki þig. Varastu að láta undan duttlungunum og teldu í þig kjark, mundu að með illu skal illt út drífa. Eldri kona kemur mjög við sögu í vikunni. Drekamerkið (24. október — 22. nóvember): Margt smálegt gengur ekki eins og áætlað hafði verið og veldur nokkrum töfum. Vinur þinn kemur með . dágóða uppástungu sem þið skuluð hrinda í framkvæmd hið allra fyrsta. ff Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní); Þú ert mj ög upptekin af vissum hugmyndum og sinr.ir lítið umhveríi þinu. Það ríður á að þú slepp- ir ekki þeim tökum sem þú hafðir náð á vinnu þinni, því eins og er eru margir um boðið. Bogamannsmerkið (23. nóvember — 21. des.): Þér verður lítið úr verki og þú ert mjög reikandi í hugsunarhætti og cöruggur. Þú ferð í skemmtilegt samkvæmi þar sem þú skvettir þér ærlega upp og verður hrókur alls fagnaðar. Krabbamerkið (22. júní — 23. júlí): Vik:n hefur upp á margt nýtt að bjóða sem stafar af því að þú dvelur að mestu í ókunnu umhverfi. Flyttu þér ekkert við störf þín en reyndu að vanda þig eins og þú hefur vit til. £ Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Hugkvæmni þín kemur að góðum notum og þér tekst að gera mikið úr litlu. Miðvikudagurinn er þýðingarmesti dagur vikunnar, heppilegur til allra framkvæmda og átaka. Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst): Einhver fjölskyldumeðlimur veldur þér vonbrigð- um en varastu að dæma hann. Þú lendir í ævintýri sem sennilega á eftir að draga einhvern dilk á eftir sér. Reyndu að vera varkár. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar!: Þú munt töluvert þurfa að umgangast ókunnugt fólk, en munt sennilega kynnast persónu sem verð- ur þér heilladrjúg siðar meir. Eyddu ekki öllum frítímanum í sjálfan þig, hugsaðu líka um aðra. Meyjarmerkið (24. ógúst — 23. september); Margt óvenjulegt drífur á daga þína og er ekki víst að þú bregðist jafn vel við þvi öllu. Gættu vel orða þinna og athafna, það er ekki víst að þú sért í sem ákjósanlegustum félagsskap. kk,- Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz): Þú hefur ekki yfir neinu að kvarta, en einhver angi af afbrýðisemi hefur gripið þig og angrar þig. Þú ættir að uppfylla þau loforð sem þú hefur gefið. Heillalitur er blár. 32 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.