Vikan


Vikan - 04.08.1966, Qupperneq 34

Vikan - 04.08.1966, Qupperneq 34
að haía, er ekki ólíklegt, að hér sé ekki svo vel né skipulega til verksins gengið, sem ég hefði á kosið, og efnið ætti skilið. Um þetta skal þó ekki farið hér fleiri orðum. Ég læt því í þess stað, niðurlag þessara niðurlags orða, verða að frásögu lítils, en að mér finnst skemmtilegs atviks, sem kom fyrir í sambandi við lokaáfanga framanskráðs þáttar. Það sem skeði var þetta: Þeg- ar ég stóð upp frá að skrifa síð- ustu línurnar að uppkasti að þætti þessum, varð mér litið á almanak, sem hangir á vegg, til hliðar við skrifborð mitt. Þá tók ég eftir því, að það var á af- mælisdagur minn í dag, en langt er síðan ég hætti að gera þeim degi hærra undir höfði en öðrum dögum, hafi ég nokkru sinni gert það. Þessi dagur hefur því, eink- um á seinni árum, farið svo fram hjá mér, að oft hefi ég ekki minnst hans, fyrr en mörgum dögum seinna. Ég sá þarna á svipstundu, að í dag voru liðin 66 ár frá því, að Úlfhildur kom í síðasta skipti með bláröndótta bollaparið sitt inn til móður minnar, og sagði, að Óli ætti að drekka úr því í dag, þar eð af- mælisdagurinn hans væri. Mér finnst þetta dálítið ein- kennileg — en skemmtileg til- viljun, þar sem það hafði aldrei í hug minn komið, að haga þessu svona. Þetta verður því að skoð- ast sem hrein tilviljun, — eða, var andi Úlfhildar, hinnar löngu liðnu vinkonu minnar, hverrar ég hef í þætti þessum minnst, á sannan og látlausan hátt, eins og hún var, meðan hér lifði, með í þessu, sem ég hefi hér nefnt tilviljun? Úlfhildur dó á heimili móður minnar að Ási, 6. febrúar 1897, 91 árs gömul. Hún var lögð til hinztu hvíldar í Garðakirkju á Álftanesi. Ég var ekki þess um- kominn þá að minnast hennar, nema með saknaðartárum. Og mér finnst, að enn sé ég það ekki, þó æskan bagi mig ekki lengur, — en þá kann annað að ama mér nú, þótt ég hafi með þætti þess- um reynt að minnast Úlfhildar, þessarar löngu gengnu æsku- vinu minnar. Blessuð sé hennar minning. * Konrad Hilton Framhald af bls. 21. Árið 1949 skrifaði amerískur rit- höfundur bók um Hilton og nefndi hana: „Maðurinn, sem keypti Plaza''. Plaza mun hafa verið naest virðulegasta gistihúsið í New York, og yfirstétt borgarinnar hrökk ó- notalega við, þegar Hilton, sem var lítt kunnur þó, keypti staðinn. — En rithöfundurinn fann sig knúð- an til að taka bókina aftur úr prentsmiðjunni, því einmitt um það leyti sem hún ótti að koma út, varð að breyta heiti hennar sem og ýmsu fleiru. Nefndist bókin nú ,,Maður- inn sem keypti Waldorf ..." Hótel Waldorf-Astoria hefir sama gildi fyrir New York, sem pýra- midarnir fyrir Egyptaland og Eiffel- turninn fyrir París. í þessum fjöru- tíu og sjö hæða skýjakl júf hafa búið bókstaflega hver einasti sem vert er að nefna af nafnkunnum mönnum. Forsetar Bandaríkjanna, hver ó sínum tíma, allt fró Cleve- land, hafa dvalið þarna, pófinn og Einstein, einnig dönsku konungs- hjónin, er þau heimsóttu Bandarik- in órið 1939 og voru þó að vísu krónprinshjón. Þar gisti íranskeis- ari, Hollandsdrottning og maður hennar, grísku konungshjónin, Abessiníukeisari, og forsetar Frakk- lands, Tyrklands, Brasiliu, ftalíu og fslands. Þarna hafa þeir búið, Winston Churchill, Anthony Eden, Konrad Adenauer, Nehru, Ali Khan og Dag Hammarskjöld. Eru þá að- eins nokkrir nefndir. Hafi menn hrokkið við þegar þessi „utanveltubesefi frá Texas" keypti hið virðulega Plaza, var það engu líkara en jarðskjálfta, þegar hann öllum að óvörum gerðist gest- gjafi þess vægast sagt göfuga lýðs, er var til húsa á Waldorf. En þessa hindrun hristi Hilton af sér, eins og aðrar, ekki hvað síst er hann fékk talið Herbert Hoover, fyrrum Bandaríkjaforseta á að taka að sér formennsku hótelstjórnarinnar. Það er einkennileg hending, að þetta hótel, sem í augum Banda- ríkjamanna er fyrirmynd alls þess sem virðulegt er, skuli vera byggt í vonzku. William Waldorf var af einni elztu og beztu ætt Banda- ríkjanna, og hafði tvisvar verið ( kjöri til ríkisþingsins. En hann féll í bæði skiptin, mest fyrir það að borgarar búsettir við hina flnu Fimmtu breiðgötu í New York höfðu brugðizt honum. í hefndarskyni við sína svikulu nágranna lét svo þessi óheppni frambjóðandi rifa niður höll sína við nefnda breiðgötu, árið 1892, og ákvað að byggja skyldi gisti- hús á grunninum. En þvllíkum byggingum höfðu menn vestan hafs hinn mesta ýmugust á í þann tíð. Síðan hélt hann um haf, til Eng- lands og hlakkaði yfir því með sjálfum sér, hvllíkt reiðarslag hótel þetta yrði fyrir álit götunnar. William Waldorf kom hefnd sinni fram. Hinir virðulegu borgarar Flmmtu breiðgötu stundu af því meiri örvæntingu, sem hin nýja bygging teygði sig lengra í loft cran Rennum sveifarása og borum vélablokkir Sendum í póstkröffu Höfum ávallt fyrirliggjandi mótorvarahluti í flestar gerðir bifreiða, svo sem: Stimpla, stimpilhringi, pakkningar, legur, olíudælur, rokkerarma, knastása, ventla, undirlyftur, tímahjól og tímakeðjur. Ennfremur: AUTOLITE kerti, kertaþræði og kveikjuvarahluti. Þa Brautarholti 6. — Símar 19215 — 15362. 34 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.