Vikan


Vikan - 04.08.1966, Síða 41

Vikan - 04.08.1966, Síða 41
af sér fálætið og hagaði sér eins og venjuleg stúlka, sem hefur sloppið að heiman. Hún var meira að segja dálítið hávær og drakk þó nokk'- uð.' Eg var undrandi á því að Wang skyldi ekki koma. Hann var ekki kominn klukkan átta, en kortér yf- ir átta var dyrabjöllunni hringt og einn þjónanna fór til dyra, og kom svo með bréf til mín: Auðmjúkar afsakanir senr'i ég yður og gesfum yðar, en ófyrirsjá- anlegt atvik kom í veg fyrir það að ég gæti notið þeirrar ánægju að hitta yður og gesti yðar þetta kvöld . . . Lee Wang. Arthur Baines var svolítið leiður yfir þessu í fyrstu, en gleymdi fliót- lega vonbrigðum sínum, með hjálp drykkjanna. Eg var himinlifandi, ég hefði eflaust haft það á tilfinning- unni að Wang hefði glott með sjálf- um sér, ef hann hefði séð mig leika húsbónda, og þetta hóf var í alla staði mjög vel heppnað. Eg hafði vaxið í áliti hjá Porter, og þegar gestirnir fóru, um eittleytið, voru allir í sólskinsskapi. Þjónarnir þrír voru ekki nema klukkutíma að hreinsa til og ég horfði á þá meðan ég drakl- jr síðasta glasinu. Þeir gerðu ekki einu sinni tilraun til að yrða á mig, en hneigðu sig lítillega, störðu samt fast á mig, um leið og þeir fóru og lokuðu dyrunum á eftir sér. Eg þurfti að fá mér aspirin, þeg- ar ég vaknaði morguninn eftir, og var rétt að fara inn í baðherberg- ið, þegar síminn hringdi . . . — Herra Mathieson? Þetta var Betty Baines. — Já, sagði ég, — hvernig hafið þér það í.. . ? Hún tók fram í fyrir mér, mjög óþolinmóðlega. — Mér fannst ég verða að segja yður ,að maðurinn minn dó skyndilega í morgun, um sex-leytið. Mér fannst sem ég hetði fengið högg á magann. — En, stamaði ég, — hvernig, — ég meina . . . — Það var hjartaslag. Það var búið að vara hann við því að drekka eins mikið og hann gerði. Svo, áður en ég gat komið upp nokkru orði, sagði hún: — Jarðar- förin verður klukkan fjögur í dag. Að vísu er fólk jarðað mjög fljótt í Austurlöndum, af heilbrigðisástæð- um. En þetta fannst mér samt hraða- met. Eg svitnaði, ekki einungis vegna hitans í herberginu, og ég sagði hálf-kjánalega: — Er það nokkuð sem ég get gert fyrir yð- ur? — Nei, þakka yður fyrir, sagði hún rólega. — Herra Lee Wang hef- ur séð um allt fyrir mig. Hann hefur verið mjög hjálplegur við mig. Svo lagði hún símann niður. Eg hennti aspiríninu f vaskinn og náði mér í sterka ginblöndu. ☆ ir stríð, að á siðara helmingi þessarar aldar muni litlar einka- flugvélar leysa bíla af hólmi, verður því miður ein af þeim spám sem ekki rætist. Hverskon- ar flugumferð verður að vera háð eftirliti og enn sem komið er sjást engin tiltæk ráð til þess að hafa eftirlit með svo gífurlegri umferð, ef allir bíleigendur væru komnir í loftið. Ekki eru spá- menn heldur á þeirri skoðun að litlar þyrlur verði almennings- farartæki í næstu framtíð og kemur þar einkum til, hversu dýrar þær eru. Verður þá Ioksins auðn og tóm á sjóleiðunum, verður þar engin fleyta lengur, utan mannlaus draugaskip, sem berast fyrir vindi og straumi? Ekki er því spáð. Sjóferðir verða einn mesti lúxus framtíðarinnar, hátt skrif- að afslöppunarmeðal og þægileg tilbreyting. Stór farþegaskip í lúxusklassa munu hakla sessi sínu, nema hvað þau verða ef til vill ennþá stærri og þar verður er hérumbil víst, að einhverskon- ar járnbrautarlestir eiga eftir að halda innreið sína á fslandi og við skulum tala varlega, þegar því er haldið fram að við höf- um hlaupið yfir þetta stig í sam- göngum. Hinsvegar munu hrað- lestir, hversu hraðskreiðar og þægilegar sem þær verða, hvorki leysa af bílinn eða flugvélina um fyrirsjáanlega framtíð. Aðeins verða þessar nýju rafmagns- eða þrýstiloftslestir til þess að bæta samgöngur og gera allt líf og samskipti manna ánægjulegri og auðveldari. Sú spásögn síðan fyr- Samgöngutæki næstu áratugina Framhald af bls. 13. japanska einteinungsbrautin, sem byggð var milli Tókíó og Ósaka fyrir Ólympíuleikana 1964, hafi markað tímamót að þessu leyti, en eitt er víst: Hún verður orð- in mjög gamaldags eftir nokkur ár enda þótt hún fari á geypi- hraða á mælikvarða hinna gömlu •og úreltu járnbrautarlesta. Það VIKAN 41

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.