Vikan


Vikan - 04.08.1966, Page 46

Vikan - 04.08.1966, Page 46
Það er ýmislegt, sem við höfum tekið að lúni frá karlmönnunum í tízkunni í sumar. Derhúfan á myndinni gæti átt við karlmann, ef hún væri ekki sterkbíöik, taskan er úinliðstaska, og beltið og hálsbindið er rósótt, hvort tveggja með sama munstri, en það er vinsælt hjá karlmönnum núna. Marglitir sundbolir í Courréges-stíl sjást víða núna. Sá t.v. er rauður með gulum röndum, nema hvað buxurnar eru bláar. í miðið er tvískipti bolurinn gulur með sterkbláum röndum, sundhettan blá með gulri rönd, en t.h. er efri hlutinn blár, en neðri gulur með sterkrauðum rönd- um. Hcklaður iakki \ Sg Stærðir: 4 (6), 8 ára. Yfirvídd: 66 (70), 74 sm. Efni: Um 400 (450), 500 gr. af meðalgrófu ullargarni (Triplex). — Hekíunál nr. 4.-5 hnappar. Heklið það þétt, að 18 I. hekl. með munstri, mæli 10 sm., stand- ist þau hlutföll, má prjóna eftir uppskriftinni óbreyttri, annars verð- ur að breyta nálar- eða garngrófleikanum. Skýringar. Loftlykkjur = Búið ti! færanlega lykkju, dragið garn- ið upp í gegn um hana, dragið það aftur i gegn um þá lykkju og þannig áfram. Fastahekl: 1 I. á nálinni, dragið garnið upp (2 I. á nál.). Brcgð- ið þá garninu um náiina og dragið það í gegn um báðar lykkj- urnar í einu. Munstur: 1. umf.: Byrjið í 3. I. frá nálinni, * 1 fastal., 1 loftl., sleppið 1 I., ’ endurt. frá ' ti! * umf. á enda. 2. umf.: * 1 fastal. undir loftl. frá fyrri umf., 1 loft!., * endurt. frá * til *. Fitjið alltaf upp 2 loftl., þegar snúið er við. Endurt. síðan þessar 2 umf. og myndið með þeim munstrið. Bakstykki: Fitjið upp 60 (64), 68 loftl. og heklið munstur þar til stk. mælir 23 (24), 26 sm. Takið þá úr fyrir skáermum með því að sleppa 1 fastal. og 1 loftl. í enda hverrar umferðar. Endurt. þessar úrt. 18 (20), 22 sinnum og eiga þá um 11 fastal. að vera eftir fyr- ir hálsmáli að aftan. Vinstra framstykki: Fitjið upp 34 (36), 38 lofti. óg hek!. munst- ur þar ti! stk. mælir um 23 (24), 26 sm. Takið þá úr eins og áður í hægri hlið i 2. hverri umf. 9 (10), 11 sinnum. Jafnframt er tekið úr fyrir hálsmálinu og er byrjað á því, þegar 10 fastal. + loftl. eru á stykkinu og er þá sleppt hálsmá'smegin 3 (2), 2 fastal. Hægra framstykki: Hekl. eins og vinstra framstk., en gagnstætt. Búið til 3 hnappagöt, það 1. 7 sm. frá neðsut brún og efsta við hálslininguna. Gerið hnappagötin 2 fastal. frá brún með því að fitja upp 1 loftl. og sleppa 1 fasíal. Ermar: Fitjið upp 36 (38), 40 loftl. og hekl. munstur. Aukið út 1 fastal. með 1 loftl. í hvorri hlið, 9. hvern sm. 2 (3), 3 sinnum. Þegar ermin mælist 24 (31), 34 sm., er íekið úr fyrir skáermum með því að sleppa 1 fastal. í enda hverrar umf. 18 (20), 22 sinn- um og eiga þá að vera eftir 3 (4), 4 fastal. + loftl. Vasar: Fitjið upp 20 loftl. og heklið 12 umf. með munstri. Leggið stykkin á þykkt stk., mælið form þeirra út með títuprjón- um, leggið raka klúta yfir og látið gegnþorna næturlangt. Saum- .ið ermarnar í handvegina með þynntum garnþræðinum og aftur- f.sting, Heklið í hálsinn 2 umf. með munstri. Saumið erma- og hiiðarsauma. Framhald á bls. 49.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.