Vikan


Vikan - 04.08.1966, Qupperneq 48

Vikan - 04.08.1966, Qupperneq 48
SÚTAÐAR GÆRUR TRIPPASKINN KÁLFSKINN * Mikið úrval * Hagkvæmt verS Sútunarverksmiðja SLÁTURFÉLAGS SUÐURLANDS Grensásvegi 14 Sími 31250 Einnig Laugavegur 45 Sími 13061 ANGELIQUE OG SOLDANINN Framhald af bls. 25. augu hennar sáust, með undarlegum glans, sem kom upp um tilfinninga- rótið hið innra með henni. Þessu næst var farið með hana aftur inn i hennar eigin íbúð, og Osman Faraji kom þangað áður erl langt um leið. Hörund hans var næstum blátt. Hún var hinsvegar náföl undir andlitsfarðanum, sem þjónustustúlkurnar höfðu skreytt hana með. Hún horfði beint í augu hans — Hvaða fórnarritual eruð þér að búa mig undir, Osman Bey? spurði hún. —- Þér vitið það fullvel, Firousi. Ég ætla að kynna yður fyrir Mulai Ismail eftir stundarkorn. —■ Nei! sagði Angelique. — Það skal aldrei verða. Nasvængir hennar titruðu, þegar hún lyfti stolt höfði og starði fram- an i hann. Augu yfirgeldingsins drógust saman, þar til þau voru aðeins eins og títuprjónar. — Þér hafið sjálf sýnt honum yður, Firousi. Hann hefur séð yður! Ég átti í vandræðum með að útskýra fyrir honum, hversvegna ég hef falið yður fyrir honum svona lengi. Hann vildi fá að vita ástæðuna. Nú hefur hann séð fegurð yðar, og þér hafið heillað hann. Hann lækk- aði röddina, og það var eins og hún kæmi úr fjarska: — Þér hafið aldrei verið svona fögur sem nú, Firousi! Óttizt ekki, þér munuð ná full- komnu valdi yfir honum. Hann mun ekki skeyta um neitt nema ást sína á yður. Þér hafið allt, sem getur heillað sál hans — gullið hár, perlumjúkt hörund og Þessi augu. Það er ekki aðeins stolt yðar, sem mun heilla hann, þótt hann sé vanastur fjörleysi í konum. Heldur feimni yðar, sem er svo undarleg hjá konu, sem þegar veit hvað ást- in er. Én feimnin mun hræra og mýkja hjarta hans. Ég þekki hann vel. Ég þekki þorstann, sem gagntekur hann. Þér verðið honum lind lífsins vatn. Það eruð þér, sem eigið að kenna honum þýðingu sorg- ar og ótta. Örlög hans verða í fagursköpuðum fingrum yðar. Þér eruð alls megnug, Firousi. Angelique lét fallast ofan á legubekkinn. — Nei! sagði hún. — Nei! Það skal aldrei verða! Hún gerði sig eins virðulega og hún gat, klædd í þessar slæður: — Þér hafið aldrei haft franska konu áður I safni yðar, er það, Osman Bey? Nú munið þér komast að þvi fullkeyptu úr hvaða efni þær eru gerðar. Osman Faraji greip höndum um höfuðið og tók að stynja og kjökra eins og harmi slegin kona. — Ó! Ó! Ó! Hvað hef ég gert til þess að Allah leggi það á mig, að þurfa að eiga við slíka Þvermóðsku? — Hvað er að yður? — Vesalingurinn litli, skiljið þér það ekki, að það er tilgangslaust fyrir yður að neita Mulai Ismail? Þér megið setja ofurlítinn snúð á yður í fyrstu, ef þér viljið — hann hefur ekkert á móti mótþróa að vissu marki, en Þér verðið að taka yður hann fyrir húsbónda, að öðrum kosti mun hann pynda yður til dauða. —- Þeim mun verra. Þá mun ég deyja. Ég skal þá deyja af pynd- ingum hans. Yfirgeldingurinn fórnaði höndum til himna. Svo breytti hann um aðferð og hallaði sér yfir hana. — Firousi, eruð þér ekki farin að þrá karlmannshandleggi, sem um- vefja yðar fagra líkama? Hiti ástríðunnar er farinn að hafa áhrif á yður. Vitið þér, að Mulai Ismail er sérStakur karlmaður? Hann var skapaður til ásta á sama hátt og hann var skapaður til veiða og her- mennsku, vegna þess að hann hefur svertingjablóð í æðum. Hann getur fullnægt konu sjö sinnum á einni nóttu. Ég skal láta hann drekka seyði, sem eykur enn getu hans. Þér munið fá að kynnast gleði, sem kemur yður til að þrá, svo stappar nærri brjálæði, meðan þér bíðið eftir því, að unaðurinn grípi um sig á nýjan leik. Augu Angelique skutu gneistum, þegar hún hratt honum frá sér. Hún reis á fætur og skálmaði út á fjarri enda svalanna. Hann fylgdi henni eftir eins og þolinmóður köttur og langaði til að komast að því, hvers- vegna hún færi einmitt núna að litlu glufunni í veggnum, sem vissi út á torgið, þar sem þrælarnir unnu. Hann velti því fyrir sér, hvað hún hefði getað séð í gegnum glufuna, sem gerði hana svona friðsæla á svipinn — Hvern þann dag, sem ég hef verið í Meknés, muldraði Angelique, —- hefur einhver kristinn þræll dáið sem píslarvottur fyrir trú sína. Fremur en kasta trúnni hafa þeir þolað þrælkun, hungur, högg og pyndingar. Samt er langmestur meirihlutinn af þeim aðeins einfaldar sálir, sjómenn, óheflaðir og ómenntaðir. Samt get ég, Angelique de Sansé de Monteloup, afkomandi konunga og krossfara, ekki verið eins stöðug og þeir. Satt er það, enn hefur enginn beint lensu að hálsi minum og hrópað: — Múhameðstrúar! En hinsvegar hefur verið sagt við mig: — Þér eigið að gefa yöur á vald Mulai Ismail, mannsins, sem pyndar kristna menn, mannsins, sem myrti kæra, gamla Savary! Það er nákvæmlega það sama og krefjast þess, að ég neiti trú minni. Það mun ég ekki gera, Osman Faraji! — Þér verðið þá að þola hryllilegar pyndingar. — Það verður þá að hafa það. Guð og forfeður mínir munu hjálpa mér. Osman Faraji andvarpaði. Sem stóð gat hann ekki lengur maldað í móinn. Hann vissi, að hann yrði að gefast upp, en þegar henni hefðu verið sýnd pyndingatækin og hún hefði heyrt lýsingu á refsingarað- ferðunum, sem Mulai Ismail beitti gagnvart konum sínum; ef til vill myndi þá gneistandi trú hennar taka að veikjast. En tíminn leið og soldáninn beið óþolinmóður. — Hlustið á mig, sagði hann á frönsku. — Hef ég ekki sannað yður, að ég er vinur yðar? Ég hef aldrei gengið á bak orða minna við yður, og ef þér hefðuð ekki verið svona óvarkár, myndi Mulai Ismail ekki vera farinn að krefjast yðar. Getið þér ekki, af tillitssemi við mig, samþykkt að vera kynnt fyrir Mulai Ismail núna? Hann bíður eftir okkur. Ég get ekki fundið fleiri afsakanir fyrir því að fela yður fyrir honum. Hann gæti átt það til að höggva af mér höfuðið eins og hin- um. Það eitt að vera kynnt fyrir honum, gerir yður hvorki betri né verri. Og hver veit, nema honum geðjist ekki að yður, þegar allt kem- ur til aíl-7 Elgnist ný|a vlnil Pennavinir fró 100 löndum óska eftir brófaskriftum við yður. Upp- lýsingar ósamt 150 myndum verSa send til ySar ón endur- gjalds. HERMES Berlín 11, Box 17/1 Germany. DELFOL ; býður frískandi • • bragd og : ; BÆTIR RÖDDINA. / einkaLyfi: LINDA h.f. Aku’eyri 48 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.