Vikan - 04.08.1966, Side 50
LILJU BINDI
ERU BETRI
Fást í næstu búð
LOXENE
- og flasan fer
Hvltkál og biómkál
1 blómkálsliöfuð (ca. 1 kg.), 1 pakki frosnar, grænar baunir, 1 matsk. smjör
eða smjörl ki, 2 harðsoðin, söxuð egg, 2 matsk. söxuð persilja, 100 gr. smjör
eða smjörlíki, 2 maísk. ólitað rasp.
Leggið kálið með siilkinn niður í sjóðandi saltvatn (3 tesk. salt í hvern líter
vatns). Sjóðið kálhöíuðið þar til það er hæfilega soðið — blómkál má alls ekki
sjóða of lengi, verður að vera fast og stinnt — hafið vatnið eins lítið og hægt
er og suðutírni er liklega um 10 min. Líka má vefja kálið inn í málmpappír og
sjóða það þannig í ca. 15 mín. Látið renna vel af því. Hitið grænu baunirnar í
smjöri og setjið á fat, leggið blómkálið þar á og stráið söxuðu eggjunum og
persiljunni yfir. Brúnið smjörið með raspinum og hellið á kálið. Eorið fram
strax sem sjálfstæður réttur eða með skinku.
Blómkálssúpa.
1 blóinkálshöfuð (ca. 34 kg ), IV2 1- ljóst súputeningssoð, e.t.v. svolítið sherry eða
madeira, • eggjarauða, 1 dl. rjómi, söxuð persilja.
Kljúfið kúlið 1 lítil stvkki og setjið í sjóðandi saltvatn og látið sjóða þar til
það byrjar a'ð verða meyrt. Sjóðið teningasoðið og bragðbætið með víninu, ef
það er notað. Hrærið eggjarauðuna með rjómanum og hellið sjóðandi súpunni
yfir, bætið blómkálinu í og strái'ð persiljunni út á um leið og súpan er borin
fram.
Medisterpylsa með kúmenkáli.
Ca. 3/4 kg. rnedisterpylsa, 12 þunnar baconsneiðar, 12 kokkteilpinnar eða tann-
stönglar, I—IV2 kg. hvítkál, 1 laukur, salt, hvítur pipar, 1 matsk. kúmen, 2 dl.
vatn. Skreytio með 12 fylltum olívum.
Takið húðina af medisterpvlsunni, skerið hana í jafna bita, en ekki alveg í
gegn, þannig að hún hangi saman. Leggið í hring í vel smurt eldfast fat, og
vefjið baconsneið um hvern bita. Steikið í meðalheitum ofni (225 gr.) í ca. 20
mín. Skerið hvítkálið í mjóar ræmur, flysjið og skerið laukinn í sneiðar, setjið
saman í pott og kryddið með, hellið litlu vatni á og látið sjóða í 20—25 mín.
Setjið kálið inn í pylsuhringinn, setjið olívuna á pinna og stingið í hvern bita.
Stráið saxaðri persilju yfir eða graslauk.
Hvítkálshö"uð með brúnu'Su káli.
1 stórt hvítkálshöfuð (I—ÍV2 kg.), vatn, salt. Fars úr: 100 gr. hakkað kálfakjöt,
100 gr. hakkað svínakjöt, 3 dl. rjómi, 1 dl. vatn, 1 marin kartafla, salt, pipar.
Til að steikja: 100 gr. smjör eða smjörlíki, kálið innan úr kálhausnum, salt,
múskat, V/2—2 dl. kálsoð. Persilja, tómatar.
Skerið burt þykkasta kálstilkinn og setjið höfuðið í sjóðandi saltvatn (2 tesk.
salt í hvern líter vatns). Sjóðið það þar til það er orðið hálfmeyrt, látið renna
vel af því og takið innan úr því. Búið tij farsið á venjulegan hátt og hafið það
fremur þunnt. Fyllið hausinn með farsinu og bindið um með bómullarbandi.
Kálið, sem tekið var innan úr er nú brúnað í smjöri í þykkbotnuðum potti og
kálsoðinu ausið yfir, kálhausinn settur ofan á það og allt látið sjóða undir loki
nokkurn tíma við lítinn hita. Hellið meira soði á ef þarf. Þegar kálið er soðið,
er það sett á fat og brúnaða kálinu raðað í kring, ásamt litlum tómötum og
persilju. Rúgbrauð og pilsner ætti að smakkast vel með þessu.
Sveppabögglar.
1 hvítkálshöfuð, Va dós sveppir, 1 saxaður laukur, 2 sneiðar reykt skinka í
lengjum, 1 matsk. smjör, 1 matsk. hveiti, 2 dl. sveppasoð og rjómi (blandað),
2 matsk. tómatpurré, salt, pipar. Til að steikja úr: Smjör eða smjörlíki og kál-
soð til að ausa yfir með. Sósa: V2 kg. tómatar, 2 matsk. olía, 2 matsk. saxaður
laukur, 1 matsk. persilja, salt, pipar, basilikum.
Skerið stilkinn af hvítkálinu og sjóðið hausinn í saltvatni, þar til hann byrj-
ar að meyrna, ekki lengur. Takið upp úr og losið kálblöðin af. Smjörsjóðið
sveppina, laukinn og skinkuna í feitinni, stráið hveiti út á og hrærið út með
sveppasoði og rjóma, bætið tómatpurré í. Setjið á kálblöðin og rúllið saman.
Látið samskeytin snúa niður á pönnu með brúnuðu smjöri. Brúnið bögglana
og ausið með kálsoðinu. Látið malla tæpan klukkutíma. Sósan gerð þannig:
Tómatarnir flysjaðir og skornir í bita og soðnir við lítinn hita í olíunni með
50 VIKAN