Vikan


Vikan - 03.11.1966, Qupperneq 6

Vikan - 03.11.1966, Qupperneq 6
ONSON Lóöar * losar ryðgaða bolta og rær * hreinsar og þurrkar rafkerti # losar málningu af við- kvæmum flötum & þíðir frosnar vatnsleiðslur * nothæfur sem suðutæki * og hentar við óteljandi fleiri verk. thé pérfect Watf of heating up. thermoplastic tíTes when fixing them to floors or walls. Just the limited flame you neod to strip window frames of paint I Play a little heat ondrozon water pipes, you'll havo them thawed in no tipie. . ... it lies down to give a 'Bunsen oufner' effect for many iabora-. tory uses. Stillanlegur logi fyrir hvaða verk sem er. Einkaumboð: I. GUÐMUNDSSON & CO. H.F. Reykjavík ENN UM TANNLÆKNA Til Vikunnar, Reykjavík. Ég hef nokkrum sinnum lesið í Póstinum bréf frá lesendum, sem kvarta sárlega yfir því okri, sem fólk er beitt hjá tannlæknum. Sjálf á ég heima úti á landi en fer að jafnaði tvisvar á ári til Reykjavíkur og þá venjulega með börnin með mér. Þá er venjulega svo komið bæði fyrir mér og börnunum, að við þurf- um að koma við hjá tannlækni og þar sem við erum ekki efna- fólk, þá lætur nærri að tann- lækninum takist að hirða af mér alla þá fjármuni, sem ég hef meðferðis og ætla að einhverju leyti að nota til þess að fata mig upp svo og börnin. Ég segi það satt, að ég hef farið grátandi út frá þessum bölvuðum ræningj- um, sem maður er þó ofurseldur, meðan maður vill halda tann- geiflunum við. Ég vil einnig taka það fram, að ég hef tvívegis þurft að fara til augnlæknis og mér finnst sjálfsagt að láta það koma fram, að það var til þeirra Guðmundar Björnssonar og Ulf- ars Þórðarsonar. Það var nú meiri munurinrt. Mér reiknaðist til, að þeir tækju þrefalt minna fyrir sama tíma og tannlæknir- inn og get þó ekki ímyndað mér, að það þurfi minna til að fást við augnlækningar en tannlækn- ingar. Nú langar mig til að spyrja: Er maður gersamlega varnarlaus gagnvart því, þegar hópur manna tekur sig saman um að okra. Eru kannski engin takmörk fyrir því, hvað þeir mega setja upp? Ég trúi því ekki, að ekki sé hægt að koma lögum og réttlæti við gagn- vart tannlæknum eins og öðrum mönnum og þó mig vanti ekki brauð í venjulegum skilningi, þá get ég heils hugar tekið undir með þeim sem orti þessa vísu: Það er dauði og djöfuls nauð þá dyggða snauðir fantar safna auð með augun rauð þá aðra brauðið vantar. Með beztu kveðju til blaðsins. Húsmóðir í Mosfellssveit. Sá fjöldi bréfa, sem Vikunni berst um „tannlæknaokrið“ gef- ur vissulega vísbendingu um, að tannlæknar séu komnir langt fram úr öllu velsæmi í verðlagn- ingu á þjónustu sinni. Sú saga gengur að tannlæknar geti leyft sér að vinna í 10—15 ár og síð- an geti þeir setzt í helgan stein og lifað á eignunum. Ekki vit- um við hvort þetta hefur við rök að styðjast, en eitt er víst: Þar sem rýkur, þar er eldur og sjald- an lýgur almannarómur. Við köllum, að við lifum í vel- ferðarþjóðfélagi, en hér er vissu- lega brestur í velferðinni. Vitan- lega eiga þau yfirvöld, sem við höfum kjörið til að framkvæma velferðina, að taka í taumana og sjá svo um, að venjulegt fólk geti látið gera við tennur sínar án þess að vera rúið inn að skyrt- unni. Það væri annars fróðlegt að heyra einhverjar raddir frá tannlæknum sjálfum um þetta mál. HÁLFVOLGT FLOT OG VIÐBRENNT BUFF . . . Kæri Póstur- Það er töluvert mikið um það, að menn kvarti yfir hótelunum og veitingahúsunum úti á landi, það er sagt að þau séu óhæfilega dýr, þjónustan léleg, maturinn vondur og fleira og fleira. Það eru einkum höfuðstað- arbúar, sem þetta segja, og blöð- in taka oft undir. Ég held að þetta sé varla sanngjarnt, ég veit að þessar kvartanir eiga stund- um rétt á sér, en víða úti á landi eru líka hótel og veitingahús, sem eru í alla staði til fyrir- myndar með mat og þjónustu og verðið er varla hærra en á sam- bærilegum stöðum í Reykjavík. En svo er það með þá hámenn- ingarlegu Reykjavík sjálfa. Ég hef átt þar heima núna síðastlið- ið ár og borðað þá daglega á hin- um og þessum matsölustöðum, en það veit hamingjan, að það er hreinasta slembilukka, hvort maður fær þar ætan mat, og hvað þetta snertir skarar enginn staður fram úr öðrum. Það kem- ur allsstaðar fyrir að maður fái ágætan mat, en svo kannski næsta dag er borið fyrir mann á sama stað eitthvað óæti, súpa sem er lítið annað en hálfvolgt flot, fiskur sem er svo saltur að mann sársvíður í góminn eða viðbrennt buff. Ég er viss um að maður á á hættu að missa líf og heilsu ef maður borðar svo árum skiptir á svona stöðum, þessa meðferð þolir enginn magi til G VIKAN tbl-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.