Vikan


Vikan - 03.11.1966, Page 8

Vikan - 03.11.1966, Page 8
BORÐSTOFUSKÁPAR - BORÐ - STÖLAR SÖFABORÐ - 14 GERÐIR RAÐSTÓLAR SKRIFBORÐ - RITVÉLABORÐ - TENGI- BORÐ. PÍRA - RAÐHÚSGÖGN - SKÁPAR - HILLUR, FRAMLEIÐANDI - HELGI EINARSSON - HÚSGÖGN EINGÖNGU SELD I HÚSGAGNAVERZLUN HELGA EINARSSONAR LAUGAVEG 168 - SÍMI 23855 önnumst allskonar innréttingar Trésmiðlan h.ff. Brautarholti 30 — Sími 16689. - EIN ENN FRfl KEFLflVÍK: r - OG BUXURNflR FRfl Fons Óðmcnn í IMmmuborg- um — frá vinstri: Eirík- ur, Jóhann, Valur og Engilbert. (Myndir: Mats VVibc I.uncl jr.) Sú hliómsveit, sem einna mesta athygli hefur vakið undanfarna mánuði, er vafalaust hliómsveitin Óðmenn frá Keflavík. Þessi hliómsveit, sem var stofnuð í marz s.l. hefur einkum vakið athygli fyrir góðan söng, enda eru allir liðsmenn góðir söngmenn — einkum Engilbert og Jóhann. Óðmenn fóru á flakk um landsbyggðina í ágúst og september og hlutu hinar beztu undirtektir þar sem þeir komu við á Norður og Austurlandi. Það var Engilbert Jensen, sem stóð að stofnun hliómsveitarinnar á sín- um tíma, og það var sannarlega happ að hann skyldi fá í lið með sér bræðurna Jóhann og Eirík. Þeir eru báðir óvenju efnilegir músikantar og hafa samið ógrynni af fallegum lögum. Sum þeirra hafa heyrzt í þátt- um unga fólksins í útvarpinu og hlotið mikið lof. Það væri sannarlega vel þegið að fá einhver þessara laga á hljómplötu, og skulum við vona að svo verði, áður en langt um líður. Heiti hljómsveitarinnar, Óðmenn, kom mörgum spánskt fyrir sjónir fyrst í stað, en flestir eru víst búnir að átta sig á því núna, hvernig orð- myndin er til komin. Að vísu ætti hljómsveitin að heita Óðsmenn — því að hér er um að ræða eignarfallsmynd af orðinu óður — en piltunum fannst Óðmenn fara betur í munni og þeir um það. A yfirreið sinni um landið vöktu Óðmennirnir nokkra athygli fyrir frum- legan klæðaburð. Jóhann gekk til dæmis í einkar skrautlegum buxum og héldu margir, að hann væri í náttbuxunum, en aðrir spurðu. hvort hann hefði klippt þetta út úr gardínu hjá mömmu sinni. Hvorugt er rétt, því að Jóhann keypti umræddar buxur í Fons og honum þykir mikið til þeirra koma. Jóhann og Valur eru unglömbin í hljómsveitinni — 19 ára báðir — og lausir og liðugir. Eiríkur er 21 árs og trúlofaður, en Berti er aldursforset- inn, 25 ára gamall, kvæntur og á þrjá hýrlega stráka. 8 VIKAN «•tbl-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.