Vikan


Vikan - 03.11.1966, Blaðsíða 16

Vikan - 03.11.1966, Blaðsíða 16
Athugið að undirstaðan beri húsgagnið rétt og eðlilega. Standi fætur t.d. mikið á ská, er mjög hætt við sigi og að hurðir og skúffur festlst. Ábyrgðarmerkt húsgagn er örugg- lega vel úr garði gert. En margir eru þann veg gerðir, að þeir vilja sjá, skoða og sannfærast sjálfir - og enn er mikið framboð af húsgögn- um án ábyrgðarmerkinga. Hér birt- um við nokkrar leiðbeiningar fyrir þá, sem þurfa að kaupa sér hús- gögn, ef vera kynni að það auðveld- aði þeim að velja sér góða vöru. Þetta eru aðeins fáein atriði, en að- alatriðið er þetta: Reynið að skoða sem gleggst það sem ekki blasir beint við auganu - sé það vel gert og nosturlega, má gera því skóna að öll varan sé góð. GleymiS ekki að strjúka hendi um skúffur og skápa að INNAN og að AFTAN. Sé áferðin mjúk og þægileg við- komu er húsgagnið f flestum tilfellum vandað að öllum öðrum frá- gangi. Oruggasta samsetningin á skúffum er að jafnaði geir- neglingin. Sé skúffan negld saman, endist hún oftast mjög skammt. m MeOfylglandi skissur Og leiöbeínlngar eru eftir Helga Hallgrímsson, húsgagnaarkitekt. nrrrr • f'1 t; Sé hurðin spónlögð bcggja mcgin helzt hún örugglega bein. Ilurð, spónlögð aðeins annarsvcgar, bognar og vcrður ónothæf. 6 Mikilsvert cr að skúffu- forstykki og hurðir séu kant-límdar á út-brún- um, það er notaður massivur timburrenn- ingur en ekki þunnur spónn. Sé spónn límdur á kant- ana, er mjög hætt við flaska úr spóninum fyrr eða síðar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað: 44. Tölublað (03.11.1966)
https://timarit.is/issue/298718

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

44. Tölublað (03.11.1966)

Aðgerðir: