Vikan - 03.11.1966, Page 17
Það er líkasttil einsdæmi, að krafa um ábyrgðarmerk-
ingu og vöruvöndun komi frá framleiðendunum sjálf-
um. Og við vitum þess ekki fordæmi, að samtök neyt-
enda og framleiðenda standi saman að slíku. En þetta
hefur gerzt hér, húsgagnasmíðameistarar ákváðu að
taka upp ábyrgðarmerkingu á framleiðslu sinni og
buðu Neytendasamtökunum aðild. Og þannig varð
ábyrgðarmerkið til: Vegna kröfu framleiðenda en ekki
neytenda.
KANTUtflHG
Undanfarið hafa lesendur dagblaðanna veitt athygli lítilli
og látlausri auglýsingu frá Húsgagnameistarafélagi Reykja-
víkur, um ábyrgð á húsgögnum. Þar hefur verið mynd af
framleiðsluseðli og til hliðar er ábending til húsgagnakaup-
enda um það, að þeir gangi úr skugga um, að þetta merki
sé á húsgögnum, sem ábyrgðarskírteini fylgi við sölu.
Það er svo sem allt í lagi að gá að því, en til hvers?
Það er vegna þess, að húsgagn, sem hefur þetta litla
merki, er unnið af fagmönnum sem vilja vanda vinnu sína
og taka fullkomna ábyrgð á efni og vinnu.
Það var fyrir um það bil tveimur árum, að Guðmundur
Ó. Eggertsson bar upp á fundi í félagi húsgagnasmíðameist-
ara í Reykjavík tillögu þess efnis, að húsgagnasmiðir kysu
nefnd til að semja reglugerð um vöndun efnis og vinnu
félagsmanna sinna sem síðan tækju upp ábyrgðarmerkingu.
Þetta mál hafði að vísu áður verið til umræðu á félagsfund-
um, en nú fyrst kom fram ákveðin tillaga og var samþykkt.
Strax eftir áramót 1965 hófst nefndin handa um samn-
ingu laga um ábyrgðarmerkingar og reglugerðar til að vinna
eftir. Þetta var erfitt verk, ekkert til hliðsjónar innanlands,
en eftir nokkuð langa bið fékk hún fyrir milligöngu Lands-
sambands iðnaðarmanna, dönsk lög hliðstæð. Þá hafði nefnd-
in samið sitt uppkast frá rótum, furðulega líkt dönsku lög-
unum. Mjög snemma á sínum ferli hafði nefndin samband
við Neytendasamtökin og bauð þeim aðild að samtökum um
ábyrgðarmerkingu, og þau voru þvi mjög hlynnt. Síðán var
uppkastið sent félagsmönnum og þeir beðnir um breyting-
artillögur, en engar komu. Og loks, 22. júní 1965 voru lö^-
in samþykkt.
20. maí í ár voru svo fyrstu merkin afhent, og var það
einn nefndarmanna, Lárus Sigurgeirsson, sem fékk fyrstu
merkin og merkti skrifborð sem hann framleiðir. Síðan hafa
fleiri komið á eftir, og þegar þetta er skrifað, merkja 15
félagsmenn framleiðslu sina með ábyrgðarmerkinu. Alls
munu vera 57 félagar í Húsgagnameistarafélagi Reykjavík-
ur, sem gætu öðlazt rétt til að ábyrgðarmerkja, en félagið
gerir strangar kröfur til þeirrar framleiðslu, sem þannig
er merkt. Fjögurra manna matsnefnd, skipuð tveimur frá
félaginu og tveimur frá Neytendasamtökunum, dæmir um
framleiðslu félagsmannsins, áður en hann fær leyfið. Um leið
skuldbindur hann sig til að fara eftir allströngum reglum.
sem tryggja fyrsta flokks framleiðslu:
1. grein. Viður skal vera vel þurr, ca. 8%. Þetta á jafnt
við um plötur sem annan við.
2. grein. Skúffuhliðar skulu vera úr góðri furu, birki,
brenni, eik eða öðrum liarðvið (ekki úr mjúk-
viði). Ef skúffuforstykki eru spónlögð eiga þau
að vera kantlímd að ofan.
3. grein. Spónleggja skal alla hluti beggja megin, sem
spónlagðir eru.
4. grein. Spónplötur og hörplötur í hurðum og öðrum
hreyfanlegum hlutum skulu vera kantlímdar
á tveim köntum.
5. grein. Séu notaðar spónplötur og hörplötur verður að
gera sérstakar ráðstafanir til þess að fá gott
skrúfuhald þar sem festingar er þörf.
6. grein. Allar samsetningar skulu vera traustar, falla
vel saman og snyrtilega frágengnar.
7. grein. Skrár, lamir, höldur og önnur málmvara skal
vera úr góðmálmi.
8. grein. Áferð skal loka vel viðnum, svo að fita og
óhreinindi komist ekki í hann, vera mjúk við-
komu og hluturinn' allur vel frágenginn.
9. grein. Allar brúnir skulu vera mjúkar viðkomu og
fleitir auðveldir í hreinsun.
Ekki eru þeir, sem rétt hafa til að nota ábyrgðarmerki,
skuldbundnir til að merkja alla sína framleiðslu, en sá
hlutur, sem merktur er, er allur í ábyrgð. Þannig verður
framleiðandinn einnig að ábyrgjast bólstrun á framleiðslu
sinni, ef hann setur merkið á bólstraða vöru. Þetta var al-
gert skilyrði af hálfu Neytendasamtakanna, enda hálfgert
Framhald á bls. 34)
44: tbi. VIKAN Í7