Vikan


Vikan - 03.11.1966, Page 25

Vikan - 03.11.1966, Page 25
og nú held ég að hún sé af- brýðissöm út í yður, af því að þér eruð systir hennar. Reynið að fyrirgefa henni. Hún kemur og biður yður afsökunar, áður en langt um líður. Nú skulum við fara. Ég kom til að sækja yður og maninn yðar. Við ætl- uðum að bjóða ykkur upp á drykk á veröndinni. Hún stakk handleggnum undir handlegginn á Fay, eins og hún ætlaði að draga hana út úr barnaherberg- inu, en Fay streyttist á móti. — Sonya er mjög æst, frú Mantesa. Ég held að við ættum ekik að fara frá henni einmitt núna. — Sonyu líður vel. Anna kem- ur rétt strax til baka og gefur henni hádegismatinn. Hún sneri sér að barninu: — Líður þér ekki vel, Sonya? Hættu þá að grenja. Þetta fer í taugarnar á mér! Hún hristi hana hranalega og óþolin- móð. Barnið þagnaði undir eins, en Fay var viss um, að það væri af hræðslu. Hún beygði sig yfir hana og sagði blíðlega: — Ég kem og heimsæki þig snemma í fyrramálið, Sonya. Barnið tók fast í hönd hennar. — Lofið þér því? Fay brosti til hennar og klappaði henni á kinnina. — Já, auðvitað lofa ég því. — Sonya er hræðilega dekruð af því að vera svona lasin, sagði Sheba, þegar þær gengu fram ganginn saman. — En veikt barn er mikil raun. Ég veit ekki, fyrir hvað er verið að hefna mér. Hamingjan má vita, hvenær henni skánar. — Eva skrifaði mér, og sagði að hún væri að ná sér. — Já, það leit út fyrir það á tímabili. En upp á síðkastið hefur hún verið í afturför. Og eins og ég hef sagt yður áður, vill hún ekki gera æfingarnar sínar, þegar systir yðar er ekki við. Þetta er svoddan þrákálfur. Það fór hrollur um Fay, að heyra Shebu tala svona um dóttur sína. — Ég held endilega að ég geti hjálpað henni meðan ég er hérna, frú Mantesa. Hún hikaði aðeins, en bæti svo við: — Það væri óheppilegt fyrir hana að vera viðstödd fleiri árekstra við Önnu. — Þér skulið ekki fást um hana. Þér skulið yfirleitt ekki fást um þá innfæddu. Ég skal sjá um, að þetta endurtaki sig ekki. Aftur fór hrollur um Fay. Hún vildi síður en svo vera í sporum Önnu. Skorkvikindin höfðu tekið til við sinn óskemmtilega söngleik þegar þau komu út á verönd- ina, sem þó hafði verið lokað með stóru neti. Tunglið var beint yfir stóra trénu, sem á daginn varpaði skugga á húsið. Alan hafði farið í ljós hitabeltisföt og sat yfir drykk og spjallaði við John Mantesa. Þegar konurnar komu nær, risu þeir báðir á fæt- ur. John dró fram stól handa þeim og rétti þeim drykkina. — Ég var að segja liðsforingj- anum, að ég hefði reynt að ná í manninn, sem hefur lykilinn að plantekrunni, sem Farnsworth ætlar að kaupa. Hann hefur því miður farið burt í nokkra daga, en hann kemur fljótlega aftur, og eftir því sem mér skilzt, hefur enginn áhuga fyrir kaupunum á meðan — eða yfirleitt nokkurn tíma. Hann hló hátt. — Það var verst, að þér skylduð ekki fá lykilinn hjá hr. Pegelos, bætti hann við og leit rannsakandi á Alan. — Ég er hræddur um, að sam- komulagið hafi ekki verið sem bezt milli mín og hr. Pegelos, þegar við skildum, sagði Alan og brosti. John lyfti augabrún- um. — Jæja. Mér hefur alltaf fundizt hann kurteis og við- kunnanlegur náungi. — Það getur vel verið að hann sé kurteis, en þá hlýtur hann að hafa verið undir óheppilegum áhrifum, sagði Alan og brosti aftur. — Þér hafið væntanlega ekki lent í einhverjum óþægindum við hann? spurði John. Hann horfði hvasst á tjáningarlaust andlit Alans. — Jú, svolítið í áttina, en það var ekki alvarlegt, svaraði Alan þurrlega og yppti öxlum. — Ef það koma ekki flugvélar aftur, líður á löngu áður en við fáum nokkrar fréttir. Við höfum ekki lengur vegasamband eða símasamband við Singapore. — Ekki vegasamband? spurði Alan. Fay fannst hann spyrja einum of snöggt. John dreypti á drykknum sínum og hristi höf- uðið. — Það rofnaði fyrir nokkrum dögum, þegar kommúnistarnir náðu hluta af þjóðveginum. Um leið skáru þeir símalínurnar nið- ur. Auðvitað geta þeir ekki hald- ið þessu lengi, en það er óþægi- legt meðan það er. — Já, en þér fenguð skeyti frá okkur, skaut Fay inn í. — Það er dálítið annað mál. Símskeytin koma frá þorpi, sem er nokkrum hundruð kílómetr- um sunnar. Það hefur heldur ekki vegasamband en loftskeyta- samband er órofið. Alan teygði þægilega úr sér í bambusstóln- um og sagði: — Þér eruð hughraustur mað- ur, herra Mantesa, eða þá fífl- djarfur. Þér lítið ekki út fyrir að vera hræddur við kommúnista skæruleðanna, jafnvel ekki við þennan Kali-war. John Mantesa brosti aftur. — Það er ekki til neins að vera hræddur. Óttinn hefur aldrei hjálpað neinum. — Þótt það væri ekki yðar vegna, gæti maður látið sér detta í hug að þér hefðuð áhyggjur vegna konu yðar og barns, sagði Alan. — Mér hefur skilizt, að þau sem áttu plantekruna, sem ég er að hugsa um að kaupa, hafi verið myrt. Mantesa yppti aðeins öxlum, en flýtti sér að tæma glasið sitt, eins og hann kærði sig ekki um að spjalla um þetta efni. — Bob Myers var asni. Hann var að snuðra í því, sem honum kom ekki við. John reis skyndi- lega á fætur. — Það er billjard- stofa hér við hliðina. Eigum við ekki að skreppa þangað á meðan víð bíðum eftir hádegismatnum? Seinna um kvöldið, þegar Alan og Fay voru komin aftur inn á herbergi sitt, settist hann á rúm- bríkina, og bað hana að setjast við hliðina á sér. Henni fannst, þrátt fyrir allt, að hún væri smám saman að venjast við að vera í sama herbergi og hann. Þetta var hlægileg tilhugsun, en þetta var nærri því eins og þau væru raunverulega gift. Hann hvíslaði að henni: — Þegiðu horfðu aðeins. Hann tók af sér úrið og opn- aði það að aftan. Það var tvö- falt. Úr lokinu tók hann örsmáa spólu af framkallaðri filmu. Hann rakti úr henni og hún sá að þetta voru svolitlar andlitsmynd- ir, ekki stærri en fjórðungur af litlu frímerki. Hann rétti henni stækkunargler og muldraði: — Horfðu vandlega á öll and- litin, og vittu hvort þú þekkir nokkurt þeirra. Hún leit fyrst hratt yfir mynd- irnar, en fór svo hægt yfir þær aftur. Þetta voru átta andlits- myndir. Allt í einu stöðvaði hún stækkunarglerið við eina mynd- ina. Hún starði á hana og dró andann örar, það var ekki auð- þekkt. Maðurinn á myndinni hafði hátt, gáfulegt enni, en þessa fölu andlitsdrætti og hvössu, gegnumstingandi en gáfulegu augu hafði hún séð áður. Hún benti á myndina og hvíslaði: — Herra Jungman? Hann kinkaði kolli. — Það held ég líka, en ég vildi gjarnan heyra þitt álit. — Já, en hver er hann? — Maður, sem yfirmaður minn hefur mikinn áhuga fyrir. Alan lagði filmuna saman og setti hana aftur í úrið. Hann teygði úr sér og sagði: — Nú förum við í rúmið. SKUGGALEGI MAÐURINN Á GLUGGANUM. Alan svaf fast, en Fay lá vak- andi. Tunglið skein inn um bambusgluggatjöldin, svo hún greindi andlitsdrætti hans. Það var einkennileg tilfinning, að hafa hann liggjandi svona ná- lægt sér, en hún var ánægð með að hann skyldi vera þar. Hann var góður félagi í þessu ókunna landi, í þessu hræðilega fram- andi húsi. Hún hafði óljóst á tilfinningunni að hann væri ekki það eina. Hún hafði einhverja undarlega gleði af því að hann var svona nálægt henni meðan hann svaf, svo ná- lægt, að hún hefði getað rétt út hendina til að snerta hann. Hún hafði ímyndað sér, að hún kærði sig ekki um hann, en hún vissi, að hún hafði gert það í sjálfsvörn, og það var einskær ímyndun. Þetta „ástin mín“, sem hann hafði muldrað til hennar hálfsofandi í flugvélinni.... Hún fullvissaði sig um, að það hlyti að hafa verið ætlað Madelaine. Eða kannske að hann hafi sagt það við hana sjálfa. . . . Fay hreyfði sig og reyndi að hætta að hugsa um þetta. Þess í stað tók hún að hugsa um Eve og það sem Sonya hafði sagt, að Eve hefði grátið mikið og einhver hafi verið vondur við hana. En hversvegna hefði Eve átt að láta það yfir sig ganga? Það var svo fjarlægt eðli hennar... og djúpt í meðvitund hennar lá önnur hræðilegri hugsun. í reiði sinni hafði Anna talað um viss efni hinna innfæddu, sem hún þekkti, og Fay mundi að frú Dickson-Smyth hafði sagt, að hjúkrunarkonan, sem Man- tesa hefði komið með í klúbb- inn, hefði litið út fyrir að vera næstum ölvuð. En það var ein- hver þvættingur. Það hlaut að vera þvættingur... Og þó. . . . Hugsanirnar þutu í gegnum heila hennar, þangað til hún féll loks örmagna í svefn. Allt í einu vaknaði hún. Það var aðeins dauf birta í herberg- inu, og það var ekki tunglsljós. Það var dögunin. Hvað var það sem hafði vakið hana? Það hlaut að hafa verið einhver óvenjuleg- ur hávaði. Hún leit á rúmið við hliðina á sér. Það var autt. Svo heyrði hún þetta hljóð aftur. Það var eins og einhver væri að reyna að opna gluggana, bak við bamb- ustjöldin. Hún settist stff upp í rúminu og starði á gluggann, þaðan sem hljóðið kom. Glugga- tjöldin hreyfðust og hún sá út- línur mannshöfuðs. Allt í einu sá hún höfuð og axlir karlmanns koma inn um opinn gluggann. Húð mannsins var súkkulaðibrún og feitt svart hárið hékk niður um axlir hans. Hún sat stíf af hræðslu og gat ekki komið upp nokkru hljóði, meðan maðurinn stökk inn í herbergið. — Nú, þú ert vöknuð. Ég reyndi annars að fara svo var- lega inn, að ég vekti þig ekki, sagði Alan. Þetta var of mikið fyrir hana. Hún missti alveg sjálfsstjórnina og tók að hlæja móðursýkislega. Hann stökk til hennar og gaf henni rokna löðr- ung. — í guðs almáttugs bænum! Haltu kjafti! sagði han rudda- lega. — Viltu endilega, að haus- arnir verði höggnir af okkur báð- um? Löðrungurinn batt snöggan endi á hláturgusuna. Hún sat þegjandi og starði á hann, með- Framhald á bls. 40. 44. tbi. VIKAN 25

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.