Vikan


Vikan - 03.11.1966, Side 28

Vikan - 03.11.1966, Side 28
Akstur stefnu- Ijósum Því miður er það svo, að í umferðinni í dag er mikill fjöldi öku- manna sem nota stefnuljósin þannig að þau koma að litlu sem engu gagni í umferðinni. Stefnuljós eiga fyrst og fremst að sýna öðrum vegfarendum hvað viðkomandi ökumaður ætlar að gera, en ekki hvað hann er búinn að gera. Hve oft sjóum við ekki ökumann nota stefnuljósin þannig, að hann skellir þeim ó um leið og hann skiptir um akrein, eða jafn- vel eftir að hann hefir beygt, svo ekki sé minnzt ó þó, sem beygja í öfuga ótt við merkin sem þau gefa. Samkvaemt umferðarlögum hvílir sú skylda ó hverjum ökumanni að gefa merki um breytta akstursstefnu og merkið skal gefið með stefnuljósum ó þeim ökutækjum sem hafa skulu slík tæki, og skal það gefið ó greinilegan og ótvíræðan hótt. Gæta ber þess sérstaklega að hætta merkjasendingum, þegar þær eiga ekki lengur við og að gefa stefnuljós í öfuga ótt getur verið stórhættulegt. Gefa skal merki í tæka tíð um fyrirhugaða breytingu ó aksturs- stefnu: a. Þegar beygt er ó gatnamótum. b. Þegar skipt er um akrein ó vegi. c. Þegar ekið er af stað fró brún akbrautar. Þó hafa margir ökumenn tekið upp þann hótt að nota stefnuljós í sambandi við framúrakstur ó þjóðvegum og hefur það ón efa skapað öruggari umferð ó okkar mjóu þjóðvegum. Okumanni er skylt að gæta þess vandlega, óður en merki er gef- ið, að breyting ó akstursstefnu eða hraða valdi ekki hættu eða verulegum óþægindum fyrir aðra vegfarendur. Ökumenn verða að hafa það hugfast ,að stefnuljós veita engan ókveðin rétt í um- ferðinni, þau eru fyrst og fremst leiðbeiningarmerki til þess að gefa öðrum vegfarendum í skyn hvað ökumaðurinn ætlar að fram- kvæma og merkjagjöf leysir ökumann ekki undan varúðarskyldu. HafiS það hugfast, að stefnuljósin eru nauðsynlegt leiðbeining- artæki til þess að skapa öruggari og greiðari umferð. Þau eiga að sýna hvað ökumaður ætlar að gera, en ekki hvað hann hefur gert. Notkun stefnuljósa þarf að beita hiklaust og af ókveðni, þannig að ökumenn geti treyst þeim og hagað akstri sínum eftir þeim. Rétt notkun stefnuljósa getur dregið úr umferðarslysum og óhöppum í umferðinni og hún er merki vaxandi umferðarmenningar. 28 VIKAN tbL Smíöum allar gerðir eldhúsinnréttinga, útveg- umteikningar eftirvali kaupenda. - Framleið- um og þiljur, fataskápa, sólbekki og allskonar innréttingar. 02542 FRAMLEIÐANDI í : NO. HUSGAGNAMEISTARA- FÉLAGI REYKJAVÍKUR HÚSGAGNAVERKSMIÐJA Jóns Pétursonar SKEIFAN 7 - SÍMI 31113.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.