Vikan


Vikan - 03.11.1966, Page 43

Vikan - 03.11.1966, Page 43
í HÓTEL SÖGU VAR EINGÖNGU NOTAÐ THERMOPANE EINANGRUNARGLER amwr wœm Lhe/unofi ÞÉR FAlÐ EKKI ANNAÐ BETRA ane E3GGK2UT li«ISUA\SSO\ A Cö. HF. SÍMI 11400 — Hvernig ætti ég annars að drepa tímann? — Þú gætir lesið. — Ég er ekki svo hrifinn af vikublöðum, sem eru þriggja vikna gömul. Fyrir mitt leyti get ég aðeins sagt, að þú held- ur þig svo mikið í barnaherberg- inu, að það lítur helzt út fyrir að þú sért að forðast mig. — Hvers vegna ætti ég að gera það? Hún var viss um að eitthvað var að. Breytingin lá í hennar eigin tilfinningum, hún óttaðist að viðurkenna sannleik- ann fyrir sjálfri sér. Af eðlis- ávísun vissi hún, að ef þetta var raunverulega satt, myndi það ekki aðeins gera málið flóknara, heldur alveg ómögulegt. Hvernig gæti hún deilt herbergi með manni, sem hún var ástfangin af, án þess að láta undan ást sinni? Það var ekki vegna þess, að hún reiddi sig ekki á hann, heldur treysti hún eklti sjálfri sér. En auðvitað er ég ekki ást- fangin af Alan, reyndi hún að fullvissa sjálfa sig. Það er líka bara vegna þessa falska hjóna- bands, sem hann er sofandi í tvíbreiðu rúmi við hliðina á mér, sem ég get horft á hann bursta hár sitt og raka sig, þeg- ar hann lætur baðherbergisdyrn- ar standa opnar. Mig hefði aldrei grunað, að það gæti ver- ið svona heillandi að horfa á mann raka sig, eins og ég hef séð marga af sjúklingum mínum gera það. Ég hefði aldrei getað trúað því, að mér ætti eftir að þykja svona vænt um að brjóta saman náttföt nokkurs manns, og leggja þau undir koddann hans. Eða að hengja fötin, sem hann hefur kastað á stól, inn í fataskápinn. Ég held, að ég hafi eins og flestar aðrar, fengið ein- hverskonar þrælsást. ... Æ, hættu nú þessum fíflaskap, Fay! Alan stóð beint fyrir aftan hana. — Fau, snúðu þér við og líttu á mig. Hún sneri sér hægt við, því hún gat í rauninni ekki unn- að honum þess, að hún gegndi honum. — Ég hef ekki áhuga fyrir köldum, ljóshærðum, bláeygum konum. Eftir á hefði hún getað bitið af sér tunguna, en áður en hún vissi af, hafði hún sagt: — Það var önnur ljóshæi'ð og bláeyg kona, sem þú virtist hafa áhuga fyrir! — Já, en hún var ekki köld og bláeyg. Allt í einu hallaði hann sér fram og kyssti hana. Þau stóðu grafkyrr og horfðu hvort á ann- að. Að lokum hvíslaði hún: — Hvers vegna gerðir þú þetta? Hann yppti öxlum: — Nú, ég er aðeins maður. DULARFULLA PLANTEKRAN Á hverju kvöldi kom John Mantesa með nýja afsökun fyrir því, að hann gæti ekki sýnt þeim plantekruna, sem Alan langaði til að eignast. — Tafatækni, sagði Alan við Fay. — Þau eru hrædd um, að þegar við höfum séð hana, hafi þau ekki lengur ástæðu til að halda okkur hér. — Ég get enn ekki skilið, hvers vegna þau hafa áhuga fyr- ir að halda okkur hér. Hann hló hörkulega. — í fyrsta lagi halda þau okkur frá Eve. Þau vita að þeg- ar við komum aftur til Singa- pore, setjum við himin og jörð í gang til að hitta hana. Hún reis á fætur og horfði á hann með hnotubrúnum augum sínum. — Alan, ég er svo hrædd vegna Eve. Þótt hún væri veik eins og þau segja, gæti hún að minnsta kosti skrifað mér. — Það gerir hún líka áreiðan- lega, en ég myndi ekki leggja mikið upp úr því, sagði hann. Hún varð allt í einu öskureið út í hann og langaði mest til að gráta. — Það lítur ekki út fyrir, að þú hafir miklar áhyggjur af Eve. Ætli þá hafir ekki miklu meiri áhuga fyrir að daðra við þessa heimsku gæs, frú Mantesa? Hvað eigum við að vera lengi hér? Hún vissi vel, að hún var ó- sanngjörn, en hún var með grát- stafinn í kverkunum. Hún vissi ekki, hvað var að henni, en síð- an hann kyssti hana — þetta var bara stuttur koss — hafði hún verið jafnvægislaus, þegar þau 44. tbl. VIKAN 48 UNGFRU YNDISFRIÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá N Ö A . HVAR E R ÖRKIN HANS NOA? Það er alltaí sami leikurinn í hennl Ynd- isfríð okkar. Hun hefur fallö örkina hans Nóa elnhvers staðar í blaðinu og heitir góðum verðlaunum handa þeim, sem getur fundlð örklna. Verðlaunin eru stór 'kon- íektkassi, fullur af bezta konfekti, og framleiðandinn er auðvitað Saelgætisgcrð- In Nól. Siðast er dregið var hlaut verðlaunin: Hallfríður Karlsdóttir, Ljósheimum 10, Reykjavik.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.