Vikan - 03.11.1966, Page 46
.jáesíK^
HOLLRÁÐ
★ Sé venjulegur baöherbergisspeg-
ill settur í baölierbergiö, rammálaus
og skrúfaöur d vegginn, þarf aö sjá
fyrir svolitlu rúmi milli hans og
veggjarins, ftannig aö loftiö geti leik-
iö þar um. Sé þaö ekki gert, safnast
vökvi af gufunni bak viö hann og
eyöileggur bakiö og skellur lcoma á
spegilinn. Þetta má gera meö því aö
nota litla gúmmí- eöa korktappa meö
skrúfunum, þannig aö loftrúm mynd-
ist bak viö.
•k Hefur ykkur dottiö í hug, aö hafa
nokkurs konar innbyggöan spegil í
baöherberginu? Ef þiö foafiö stórar
flísar á veggnum, má láta skera speg•
ilflísar í sömu stcerö og fella þær
inn í hinar flísarnar og hafa spegil-
inn í þeirri stcerö sem óskaö er eft-
ir. 1 Englandi er liægt aö kaupa slík-
ar spegilflisar. Auövitaö byggist
þetta á því, aö flísarnar séu sæmi-
lega stórar, þannig aö andlitiÖ veröi
ekki allt í röndum, þegar horft er í
spegilinn, en til aö þetta sé fallegt
Jmrfa spegilflísarnar aö vera í ná-
kvœmlega sömu stærö og veggflis-
arnár.
k Til þess aö koma í veg fyrir of
mikla gufumyndun, þegar rennt er í
baökeriö, er gott ráö aö láta kalda
vatniö renna fyrst u.þ.b. 10 sm. hátt
yfir botninn og bæta síöan heita
vatninu i. Látiö elcki renna kalt og
heitt vatn samtímis.
■k . Séu börn á heimilinu, getur ver-
iö heppilegt aö velja hverju barni
vissan lit á handklæöi, þvottapok-
ufn, tannbursta og tannburstaglösum.
Meö því móti getur hvert barn geng-
ið aö sínum hlutum og mamman
þarf ekki aö vera sífellt á hlaupum
til aö sjá um að allt gangi eins og
vera ber.
»■ :
HALDIÐ
BRUNA
HUÐAR
LITNUM
VIÐ
Þær, sem hafa lagt á sig dýr ferðalög til þess að fá fallegan brúnan lit
á húðina — þótt vonandi hafi þær haft gagn og gaman af ferðinni á ann-
an hátt líka — verða oft fyrir vonbrigðum, þegar hausta tekur og húð-
in fölnar. Stundum er líka eins og hún verði óvenjulega gráleit og
muskuleg, meðan brúni liturinn er að hverfa. Litnum er hægt að halda
töluvert við með því að nota Ijósalampa. Þó er ekki hægt að vera í
ljósum allan veturinn. það er bæði áreynsla, fyrirhöfn og ekki hollt
fyrir húðina, en að taka t.d. annan hvern mánuð í ljósakúr ætti að vera
hæfilegt. Eðlileg húð þolir 10—15 mínútur á dag. Berið sólolíu á húð-
ina. áður en þið farið í ljósin og gerið það nokkru áður, þannig að húð-
in geti sogið hana vel í sig, áður en farið er í ljósin. I»að er mjög áríð-
andi að nota fituríkt andlitskrem þann mánuðinn, sem verið er í ljós-
unum, því að þau þurrka húðina mikið.
PRJONAÐ PILS
Hér sýnum vi8 sniS af þröngu stuttu pilsi með klauf að fram-
an og heilu á hliðum:
Efni: Ein sídd + faldur af tvíbreiðu ullarefni (1,40 sm. á
breidd). Hafið fóður ef vill. Rennilás í klaufina um 21 sm. og
2ja sm. breitt rifsband til frágangs í mitti.
Búið til sniðið eftir uppgefnum málum skýringarmyndanna.
Mátið og gerið breytingar ef með
' þarf.
Leggið sniðin á tvöfalt efnið á röngu
og látið miðju að aftan liggja að tvö-
-faldri og þráðréttri efnisbrúninni. Ath.
einnig þráðr. merkingu sniðsins.
Sníðið saumfarslaust.
Merkið fyrir sniðsaumum og sneið-
ingum með sniðahjóli og kalkipappir.
Saumið fyrst sniðsauma og sneiðing-
ar, byrjið efst og ath. að saumarnir
eyðist út með nákv. svo ekki myndist
föll við enda Þeirra.
Framhald á bls. 40.