Vikan


Vikan - 03.11.1966, Síða 47

Vikan - 03.11.1966, Síða 47
Buxur eru enn í tízku bæði að degi og kvöldi. Þetta er samkvæmis- eða heimaklæðnaður, hnepptur með stór- um hnöppum á öxl- um, en lausar slár koma í ermastað. Þessar hettur virðast ætla að verða mikiö notaðar í vetur, en fyrir nokkru sýndum við mynd af einni slíkri skinnfóðraðri frá Cardin. Þessi er úr stungnu og fóðr- uðu nælonefni, silf- urgrá, en silfurlitur- inn er alls ráðandi um þessar mundir. .. . : ::i1|lll -£> Fötin þurfa ekki að vera ný til þess að verða nýtízkuleg. Á myndinni hér að ofan og neðan er sýnt hvernig endurnýja má gamlar peysur. Á þeirri efri er meðal- breitt, hvitt rifsband sett í hálsmál og í beltis- stað (fest með smáspor- um) og rúllukraga- peysan er sem ný. Enn fallegri er þó breyt- ingin á neðri myndinni. Úr hvítu piqué er gerð- ur enslcur prestakragi — hólkur um hálsinn hnepptur með tölu i sama lit og peysan (helzt yfirdekktur með sama efni. Hálsmálið siðan saumað við að neðan. Böndin á úrunum eiga að vera breið núna, sum eru miklu breiðari en hér er sýnt. Þetta band er gert úr röndóttu rifs- bandi og spenna þakin með því sama. Hægt er að eiga mörg bönd og skipta um lit eftir föt- unum í hvert skipti. Þessi tegund af skokkum, sem sagt er að Cardin hafi teiknað, eru sérstakiega skemmtilegar flíkur. Ég hef það reyndar fyrir satt, að hann hafi fengið þessa hugmynd frá brezka tízkuteiknaranum fræga, Mary Quant, en Bretar eru orðnir á undan París oft og tíðum hvað tízku snertir. Stúlkan er með mikinn og nýtízkulegan skartgrip framan á mjóstu rönd skokksins, en eins og sjá má, er það alveg tilvalinn staður fyrir áberandi skartgripi.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.