Vikan - 09.03.1967, Síða 6
Viðkvæmni..
'lóía
handar yðar
Hin viðkvæma húð yðar
þarfnast sérstakrar umhyggju
og verndar Johnson barna-
varanna, vegna þess, að sér-
hver af hinum þekktu John-
son barnavörum er aðeins
búin til úr beztu og hreinustu
efnum.
Nólægt hundrað óra reynsla
í framleiðslu ó púðri, kremi,
sópu, olíu og vökva fyrir við-
kvæma húð barna hefur gert
Johnson & Johnson traust-
asta nafnið á barnavörum.
; % s a
m i @
iM HMÍfl
HVEITIBRAUÐSDAGAR
OG NOTAÐIR BÍLAR.
Kæri Póstur!
Þar sem þú hefur oftast góð
svör á takteinum við hinum
ýmsu spurningum lesenda þinna
þá ætla ég að reyna þig sem upp-
lýsingaþjónustu.
Hvernig er orðið hveitibrauðs-
dagar upp fundið og hvaða dag-
ar eru það? Miðast þeir eingöngu
við giftingu?
Mér líkar vel við Vikuna, sér-
staklega hef ég gaman af grein-
inni „í fullri alvöru“ og Bílapróf-
uninni. Ég er, eins og fleira pilt-
ar að svipast um eftir bíl til
kaups, en hef ekki efni á að
kaupa nýjan bíl, þess vegna datt
mér í hug að koma með tillögu:
Vilduð þið birta grein um bíla-
viðskipti, hvað maður ætti helzt
að athuga við kaup á notuðum
bíl og hvaða pappíra þarf að út-
fylla við eigendaskipti á bílum?
Vonast eftir árangri.
Á. Ágúst.
E.S. Hvernig er skrift og stíll á
þessu bréfi?
Hveitibrauðsdagar eru eðlislega
skyldir enska heitinu Honey moon
(hunangstungl) á fyrstu dögum
hjónabands. Meiningin er sú, að
þá sé allt svo gott og sætt og
hnökralaust sem verða megi.
Ekki höfum við upplýsingar um,
hvenær eða hvers vegna orðið
hveitibrauðsdagar var einmitt
haft með hveitibrauði, sennilega
hefur ekki verið um aðra mýkri
fæðu að ræða. Sömuleiðis liggja
engar upplýsingar fyrir um á-
kveðinn fjölda hveitibrauðsdaga,
en margir telja þá fyrstu 30 dag-
ana eftir brúðkaupið. Hunangs-
tungl bindur tímann nánar, eftir
því standa þessir mjúku, bragð-
ljúfu og cftirsóknarverðu dagar
eitt tungl eftir brúðkaupið. Þeir
miðast eingöngu við giftingu.
Það er ákaflega erfitt að gefa
tæmandi leiðarvísi um kaup á
notuðum bílum. Veigamesta at-
riðið er að okkar dómi það, að
boddý og grind sé í góðu lagi og
ekki ryðgað, sömuleiðis að sjálf-
sögðu vél, gírkassi, drif, stýri,
hemlar og svo framvegis. Fæstir
bílakaupendur hafa sjálfir vit á
þessum hlutum né aðstöðu til að
rannsaka þá, en þeim er rétt að
hafa með sér sérfróða menn, þótt
þeir vcrði ef til vill að borga
þeim kaup fyrir, ef vinátta dug-
ir ekki. Og hér í Reykjavík er
rekið fyrirtæki, Bílaskoðun h.f.,
sem einmitt grannskoðar bíla og
gefur skýrslu um ástand þeirra
fyrir vægt gjald. Slík skýrsla get-
ur verið ómetanleg aðstoð í vali
á notuðum bíl. Veðbókarvottorð
þarf að liggja frammi við kaup
á bíl, en að öðru leyti þarf ekki
að útfylla önnur plögg en afsal
og tilkynningu um eigendaskifti,
en slík eyðublöð fást á lögreglu-
stöðvum. Gættu þess að láta ekki
kylfu ráða kasti, það er betra
að missa af einum girnilegum
bíl heldur en kaupa hann í bráð-
ræði og sjá eftir því alla tíð síð-
an. Skriftin er þokkaleg, en
vafasamt að hægt sé að tala um
stíl. Hinsvegar er bréfið þokka-
lega fram sett.
AF HVERJU VAR RIFIZT.
Kæri Póstur!
Við erum hérna tvær 16—17
ára stúlkur á gagnfræða og kenn-
araskólastigi og okkur langar til
að forvitnast um svolítið og
spyrja yður um hvað eiginlega
var rifizt við mæður okkar (eða
maður tali nú ekki um ömmur)
þegar ekki voru til mjólkurhyrn-
ur, bítlahár, stutta tízkan, and-
litsmálning eða bítlagarg? Já á
hverju hneyksluðust kerlingarn-
ar yfir kaffibollunum? Tekurðu
við frumsömdum smásögum og
atómum til birtingar? Hvernig
er skriftin efri? Neðri?
Svo kveðjum við þig með ást-
arþökk.
X2.
Því er fljótsvarað. Það var rifizt
yfir spillingu æskunnar, sem allt
frá því að sögur hófust hefur ver-
ið að fara í hundana. Æskan hef-
ur al.la tíð verið löt og hyskin,
lauslát og óreglusöm, ungling-
arnir staðfestulausar óráðsíur.
Og tæpast verður mikil breyting
á því. — Við lesum allar frum-
samdar smásögur af áhuga og
velvilja, atómum eigum við erf-
itt með að hafa hendur á og
fremur lítinn áhuga fyrir atóm-
ljóðum. Skriftin efri er gleið og
ekki falleg, sú neðri afar svip-
uð nema heldur smærri og mun
þéttari, erfiðari að lesa.
MÁLSHÆTTIR UM VEÐRIÐ
Kæra Vika.
Þú kannast auðvitað við máls-
háttinn: „Á skammri stundu
skipast veður í lofti.“ Ég heyrði
einhverntíma annan ágætan