Vikan - 09.03.1967, Síða 9
þannig getur veðurfar á íslandi veriS frá því í
nóvemberbyrjun til marzloka:
eða því sem næst. Kveikjulásinn
er vinstra megin við stýrislegg-
inn, sem mér þykir heldur ó-
þægilegra, en hann ásamt öllum
tökkum er neðst á mælaborðinu
og ökumaðurinn verður að halla
sér fram til að ná til þeirra —
sem er ókostur. Þurrkurnar taka
góðan flöt en rúðusprautan mætti
vera örlátari. Stefnuljósarofi er
á venjulegum stað vinstra meg-
in á stýrisleggnum, og hávært
flaut heyrist, ef rofanum er ýtt
inn. Stýrishjólið er látlaust, en
einhvernveginn finnst mér ég
aldrei ná verulega þægilegri
stillingu með sætið, svo bæði
stýrið og fótstigin lægju vel við
í einu. Framsætin eru þokkalega
sniðin og gefa góðan stuðning við
bakið, en styðja ekkert við lærin.
Fótstigin öll eru af gaffaltýpu
en bensíngjöfin er heldur ó-
þægileg, ekkert til að styðja við
fótinn heldur verður að halda
honum að verulegu leyti á lofti.
Þetta er óþægilegt fyrst í stað
og óþarfi að hafa það þannig, en
í sjálfu sér er það ekkert megin-
atriði; sá sem venst þessu fyrir-
komulagi hættir mjög fljótlega
að taka eftir því.
Miðstöðin hefur stýringar í
miðju mælaborði og virðist afl-
mikil og hit avel, en blásarinn
hefur allt of hátt. Öskubakki
er í miðju mælaborði efst og
annar fyrir aftursætin aftur í til
hliðar. — Inniljós er ofan við
bakspegilinn en rofinn á því afar
leiðinlegur, þarf nákvæmni til
að stilla hann á ljós eða myrkur.
Og þá er komið að því
skemmtilegasta við þennan bíl,
en það er vinnslan og tökurnar.
Vélin er aðeins 56ha. en bíllinn
er léttur svo hlutfallið milli vél-
arorku og þyngdar er mjög gott.
Viðbragðið er röskar 5 sek. í 50
km. hraða en um 20 sek. í 100
km. svo Vívan svarar einstaklega
vel miðað við sína stærð. Þar við
bætist að hún liggur mjög vel á
sléttum vegi og þolir harkalegar
beygjur án þess að skríða út
undan sér eða hallast mikið á
hliðina. Fjöðrunin er gormar á
öllum, svo bíllinn er allur stinn-
ur og stöðugur, en á öldóttu mal-
biki ber nokkuð mikið á hreyf-
ingum upp og niður. Á holóttum
malarvegi hristist hann töluvert
og þess gætir í stýrinu, en Vívan
er beinskreið þrátt fyrir holurnar
og kastast lítið til. Höggin upp í
stýrið eru til óþæginda, en að
öðru leyti er stýrið létt og ná-
kvæmt. Bremsurnar eru þokka-
legar skálabremsur, en ég varð
fyrir nokkrum vonbrigðum með
þær.
Vívan er fjögra gíra með gólf-
skiftingu, einstaklega léttri og
lipurri. Ég held að þessi gír-
kassi sé með þeim skemmtileg-
ustu, sem ég hef fyrir hitt. Skift-
ingarnar eru stuttar og snöggar
og hægt að skifta niður ótrúlega
hratt, fara allt upp í 80 km. í
þriðja og niður í 35—40 í fjórða
og þannig fá alltaf beztu mögu-
Framhald á bls. 43.
\fS ofan. Viva á hlið. l’allegar línur,
in algengar árið 1967. Til vinstri: Viv-
m er laglcg líka að framan.
ðll rúmgóöur, sætin spemileg, stýris-
stelling gæti verið hetri, gírskipting og
kassi frábært.
Fcrskloftsristar y/.t í mælaboröi beggja
megin gcra góöa loftræstingu.
)
um 125 dagar
snjór
um 30 dagar
sól
eða 155 dagar
MIVEA
Ultra - Crem
NIVEA-Ultra-Crem verndar hörundið — einmitt á
veturna. Snjór, stormur og sól gera hörundið hrjúft
og viSkvaemt. NIVEA-Ultra-Crem veitir hörundinu
aftur þaS, sem veSurfarið sviptir það, jafnt og þétt.
Öllu hörundi. NIVEA nœrir hörundið. Með aðstoð
þess helzt hörund yðar alltaf hreint, ferskt og heil-
brigt. Einmitt þess vegna eigiÖ þér ekki völ á betri
„verndargœzlu".
io. tbi. vnCAN 9