Vikan - 09.03.1967, Qupperneq 20
Hvers veona eisiO bér oo akiO....?
Indriði G. Þorsteinsson,
ritstjóri og rithöfundur
Falcon
í fyrsta lagi er það síðan ég var leigubílstjóri, að ég get ekki sætt mig
við nema ameríska bíla. Það er gamall vani, síðan ekkert var til nema
amerískir bílar hér. í öðru lagi er ég ekki þannig búinn að ég geti ekið
í neinu tryllitæki, svo ég valdi mér lítinn, amerískan bíl. I þriðja lagi ek
ég ó Ford vegna þess að í gamla daga ók ég h|á Kr. Kr. á Akureyri og
hef ekki orðið fyrir vonbrigðum með skiftin við hann og varahlutaþjón-
ustu hans. Og hennar vegna get ég átt þennan bíl í 10 ár ennþá. Verk-*
stæðisþjónustu sæki ég út í Kópavog til afbragðsmanns og hef svo góða
reynslu af honum, að ég hef meira að segja lagt af þann vana að standa
yfir bílnum meðan gert er við hann.
Bíllinn er þannig valinn, að þetta er sex sýlindra bíll og sjálfskiptur.
Fyrirfram hafði ég ótrú á skiptingunni og þótti leiðinlegur mati að hafa
ekki beina skiptingu á bíl. En síðan ég vandist henni, tek ég til orða eins og
brennivínskarl og segist ekki geta án hennar verið, og get ekki hugsað
mér að eignast bíl í framtíðinni nema hann sé sjálfskiptur.
Ég tel, að Ford Falconinh sé ákaflega vel heppnaður bíll, einkanlega
frá 1960—63. Þar á ég einkum við útlitið. Það er svo hlutlaust, að það
getur gilt gegnum ýmsar byltingar og útlitsbreytingar á bílum. Það þýðir,
að bíllinn er alltaf í góðu gildi. Mér finnst útlitið ekki breytast til batnað-
ar. Þeir komu með brot í hliðina á honum, og mér þótti það slæmt. Hann
varð líka kubbslegri hjá þeim. — Ég hef hugsað mér að eiga þennan bíl
nokkuð lengi.
Erling Edwald,
lyfjafræðingur
Cortfna
Ég valdi Cortínu af því það var sú stærð, sem ég var að leita að, og mér
fannst hún lagleg og snotur að öllum frágangi. Ég hef nú ekið Cortínu
í tæp tvö ár og er mjög ánægður með hana, þetta er liðlegur vagn sem
hefur reynzt mér ágætlega, auk þess sem þjónustan hjá umboðinu hefur
verið með miklum sóma. Ég hef engan áhuga á að skifta og fá mér öðru
vísi bíl, jafnvel þótt buddan leyfði.
20 VIKAN 10-tbl-
Stefán Jónsson,
útvarpsmaður
Ég keypti hann af því ég heyrði vel látið af honum, og líka vegna þess
að ég er sá karakterleysingi að ég lána börnunum mínum bílinn stund-
um, þótt þeim finnist það reyndar sjaldan, og mér skilst að hann legg-
ist ógjarnan saman utan um fólk, sem ekur út af á honum. Ég á hann af
því að mér finnst hann góður, og af því að SAAB verkstæðið hér í Reykja-
vík er mjög gott. Það eru góðir fagmenn, sem vinna þar, og þeir vinna vel.
Ég ek honum af því að mér finnst gaman að þvi, ég er nefnilega ennþá
með bíladellu, og það er hreint og beint yndi að aka honum.
Guðmundur Jónatan Guðmundsson,
bílasali
Volkswagen
Ég hef átt flestar gerðir bifreiða, en Volkswagen hefur reynzt mér bezt
af þeim öllum. Hann er sérstaklega þægilegur í bæjarakstri og lipur í
umferð, og mér líkar einnig afar vel við hann í langferðum. Hann er bíla
beztur í endursölu, fæst alltaf hátt verð fyrir hann og oftast útborgað,
Varahlutaþjónustan er alveg sérstök og varhlutirnir ekki dýrir.