Vikan - 09.03.1967, Síða 21
ívar FriSþjófsson,
skrifvélavirki
Citroen 2 CV
Ég hef áður átt marga bíla, og sá sem ég á nú, er númer tvö í röðinni
af gerðinni Citroen 2CV. Og þessi bíll hefur reynzt mér hreinasti demant-
ur, algerlgea laus við alla kvilla, og að sitja í honum er eins og bezt
gerist með stóra bíla, því hann er ótrúlega mjúkur og þægilegur. Og (
reksturskostnaði er hann eins og skellinaðra. Hann er að vísu Ijótur að
sjá hann, en manni fer að þykja svo vænt um hann, að þar ber fátt
hærra nema konuna. Það er rangt að sjá og fordæma eftir útliti, menn
verða að fá að prófa hlutinn og kynnast honum í blíðu og stríðu, til að
•geta dæmt um hann. Ég hef fengið ákúrur fyrir að geta látið sjá mig f
þessu, en ég skammast mín síður en svo fyrir það, og ég hugsa ekki fyrir
aðra.
Örn Johnson,
forstjóri
Austin Gipsy
Meginástæðan er sú, að mér er mikil ánægja að því að geta farið út af
alfaraleiðum, án þess að vera með stöðugar áhyggjur af þvi, hvernig
maður fer með bílinn. Ég hef átt vandaðri bíla, en þá líka fundið tij
þess, að um leið og maður fer út fyrir aðalvegina, skemmir maður vagn-
inn og kemst ekki þangað, sem maður gjarnan vildi fara. Þess vegna
hef ég valið mér jeppa. Að vísu fórnar maður þannig dálitlum þægindum
í bæjarakstri, en það vil ég gjarnan gera fyrir það, sem ég fæ í stað-;
inn með þessu móti.
Magnús Árnason,
hæstaréttarlögmaður
Peugeot 404
Ástæðan til að ég keypti mér Mustang er einfaldlega sú, að þegar ég sá
Mustang fyrst fyrir einu og hálfu ári, ákvað ég að ef ég hefði nokkurn
tíma efni á að fá mér svona bíl, myndi ég gera það. Og það var aðal-
lega vegna þess, að ég var svo heillaður af laginu á honum. Og ég ek
honum vegna ánægjunnar af því að aka svona fallegum bfl. Þar við
bætist, að Mustang er ekki dýrari bíll en margur annar ekur á, ódýrasta
útgáfan kostar minna en sá frægi Mercedes Benz. Og einn aðalkosturinn
er sá, að Mustang sameinar kosti einkabíls og sportbíls, er sem sagt
einstaklega skemmtilegur að eiga. Framhald á bls. 35.
Mustang
Ómar Ragnarsson,
fjöllistamaöur
rorioo
Ég þarf í mínu starfi á að halda bíl, sem ég get í fyrsta lagi ekið hratt,
öðru lagi treyst að komist það, sem ég þarf að fara, í hvaða veðri og
undir hvaða kringumstæðum sem er. Og þá er ekki um annan bíl að ræða.
— Annars eru víst margir óánægðir með Bronco, sérstaklega hef ég tekið
eftir því, að Land Róver eigendur hér í næstu húsum eru mjög óánægðir
með hann.
Þegar ég hugðist kaupa mér nýjan bíl árið 1963, kynnti ég mér um-
sagnir erlendra sérfræðinga um hinar ýmsu tegundir, sérstaklega Evrópu-
bíla. í þeim verðflokki, sem ég hafði f huga, reyndist Peugeot 404 fá
langbeztan vitnisburð amerískra og enskra gagnrýnenda. Ameríska bíla-
blaðið Road & Track taldi hann meira að segja meðal 7 bezt gerðu bíla
í heimi. Voru þó hinir sex allir miklu dýrari. Þegar þetta var, á miðju
ári 1963, voru aðeins tveir eða þrír bílar í Reykjavfk af gerðinni Peugeot
404, og bíllinn næstum alveg óþekktur hér á landi, þrátt fyrir það, að
verksmiðjurnar hafa framleitt bíla síðan 1889, og eru því næst elztu bfla-
verksmiðjur f heimi.
Ég hef nú ekið Peugeot 404 f þrjú og hálft ár samfleytt, rúmlega 85
þúsund kílómetra, á vegum og vegleysum hér á landi, og reynslan mín er
fullkomlega í samræmi við framangreinda reynslu erlendis og álit sérfræð-
inga. Bfllinn fer mjög vel á vegi, er kraftmikill og snöggur í viðbrögðum,
hefur mjög þægileg sæti og sérstaklega þýðgenga vél. í einu orði sagt:
Ég hef ekki nokkurn áhuga á að skifta um bíl, nema þá til þess að fá
mér annan af sömu gerð.
Kolbeinn Kristinsson,
verzlunarstjóri
10. tbi. VIKAN 21