Vikan


Vikan - 09.03.1967, Blaðsíða 22

Vikan - 09.03.1967, Blaðsíða 22
— Við skulum ekki tala núna um það, sem gerðist, sagði Hank. — Ekki strax. — Þá það, sagði Charles. Hank hjálpaði honum úr jakk- anum og hengdi hann á stólbakið. Charles tók af sér bindið og lagði það ofan á hattinn. — Ertu svangur? spurði Hank. — Eða þyrstur? Eða langar þig í eitthvað? — Nei, sagði Charles. — Ég er bara syfjaður. Ég vil fara að sofa. Rödd drengsins var syfjuleg, en augun björt og skær og and- litið leiftraði af spenningi. Faðmlagið í dyrunum sannaði Hank,. að Charles hafði fengið glögg fyrirmæli hjá Trask. Nú, þegar hann las þá setningu að hann vildi bara fara að sofa, sannaði það, að hann hafði ekki aðeins fengið fyrirmæli, heldur hafði hann verið æfður rækilega. Hank leiddi hann inn í svefn- herbergið. Charles háttaði og stökk upp í rúmið. — Fyrirgefðu, sagði hann. — Fyrirgefðu? — Ef ég hefði ekki strokið frá ungfrú Taylor, sagði hann, — hefði þetta ekki gerzt. — Nei, en við skulum ekki hafa áhyggjur af því. Þú ert kominn aftur, og það er allt, sem máli skiptir. — Hvar er ungfrú Taylor? í Madrid? — Já, sagði Hank. — Þú ,sérð hana á morgun. — Allt í lagi, sagði Charles. — Ef þú vaknar og langar í eitthvað, sagði Hank, — verð ég hér. — Það kemur ekki til. Góða nótt pabbi. — Góða nótt, sonur. Á ég að láta ljósið Ioga? — Nei, svaraði Charles. Hank slökkti ljósið, fór út úr herberginu og lokaði hægt á eftir sér. Hann tók hatt Charles, snéri honum milli handa sér, þar til hann fann upphækkunina undir bandinu, hann renndi fingrinum yfir hana. Það virtist vera hring- ur. Hringur, hugsaði hann. Það var fyTÍr hring, sem maðurinn í New York hafði dáið, franska konan í Avila hafði verið myrt, og Kay — hvað, sem gerzt hafði við Kay eða var að gerast með hana, var vegna þessa hrings, sem falinn var í hatti ungs drengs. Hann iagði hattinn aftur á stólinn og kastaði bindinu yfir hann. Gregory hafði talið, að ferðin myndi taka hann um það bil tvær klukkustundir. Hank leit á úrið og sá að hann var væntanlegur eftir fimmtán mínútur, ef til vill svolítið seinna. Nú myndi hann innan tíðar komast að því, hvort Pierce Gregory væri aðeins kanadiskur blaðamaður, eða ó- vinurinn, sem Trask þráði svo mjög að hafa hendur á. Hank fór að glugganum til að bíða eftir Sunbeam bílnum; hann hélt að hann vissi, hvernig hann ætti að bregðast við Gregory, þegar hann kæmi. Síminn hringdi og Hank greip hann. — Halló? sagði hann. — Er hann kominn? spurði Kay. — Er allt í lagi með hann? — Já, hann er kominn aftur, heill á húfi. Drottinn minn, Kay hvar ertu. — í Madrid. — f Madrid? — Ég þoldi þetta ekki, sagði Kay og móðursýkin reis í rödd hennar. Ég gat ekki staðið and- spænis því. Ef hann hefði ekki komið aftur, hefði það verið mér að kenna. Ég gat ekki staðið og beðið eftir því, ef eitthvað gengi úrskeiðis. Ég sá áætlunarbílinn til Madrid og flýtti mér upp í hann... — Heyrðu, ég er búin að segja þér, að það er allt í lagi með hann. — En ef það hefði nú ekki verið... — Hvar ertu í Madrid? — - Ég veit það ekki. Einhvers- staðar skammt frá rútubílastöð- inni. — Hlustaðu á mig. Farðu aft- ur til Palace hotel. Þú hefur enn herbergi þar. Vertu þar kyrr. Ég skal koma snemma í fyrra- máilð. Skilurðu það? — Já, svaraði hún. — Fáðu þér leigubíl, farðu beint á hótelið og hættu að ásaka sjálfa þig. Öllu er lokið, og allt er í lagi. Það var barið að dyrum. — Það er verið að banka. Ég verð að leggja á núna. Ég býst við, að það sé Pierce Gregory. — Já, sagði Kay. — Það er allt í lagi með mig, hafðu ekki áhyggjur af mér. Hank heyrði smell, þegar sam- bandið rofnaði. Á leiðinni til dyra hugsaði hann: Þeir hafa náð henni, auð- vitað. Þeir neyddu hana til að hringja. Hún er enn lifandi. Var að minnsta kosti lifandi, vegna þess að þeir þurftu að láta hana hringja hingað. Hann opnaði dyrnar. — Er drengurinn kominn? spurði Pierce Gregory. — Já og allt í lagi með hann, fínu lagi. — Gott. Dásamlegt! Gregory kom inn í herbergið og litaðist spyrjandi um. — Hann var örmagna, sagði Hank. — Hann er sofandi. — Auðvitað, sagði Gregory. — Ég hitti hann bara seinna. — Ég ætla ekki að reyna að þakka yður, sagði Hank. — Þér hljótið.að vita, hverjar tilfinn- ingar mínar eru. — Þetta, sagði Gregory, — er það ánægjulegasta, sem ég hef nokkurntíma á ævinni gert. Ég þakka yður kærlega fyrir að leyfa mér að gera þetta. Ungfrú Taylor hlýtur að vera yfir sig ánægð. Hvar er hún? — Ég er hræddur um, svaraði Hank, að ég hafi haft svo miklar áhyggjur af Charles, að ég hafi ekki gert mér ljóst, hvað þetta tók á hana. Hún var að hringja frá Madrid. — Er hún komin til Madrid? Hank kinkaði kolli. — Hún treysti sér ekki til að vera kyrr. Hún óttaðist, að honum yrði ekki skilað og.... ja, í stuttu máli, hún treysti sér ekki til að standa andspænis þvL — Ég trúi því ekki, sagði Gregory, — að barnsræningjar geri sér grein fyrir, hve fram- ferði þeirra er í rauninni hræði- legt. En nú hlýtur henni að líða betur, þegar hún veit, að dreng- urinn er kominn heilu og höldnu. — Já, svaraði Hank. Svo lyfti hann fingri til merkis um þögn. Hann hlustaði og hallaði höfðinu í áttina að svefnherbergisdyrun- um. — Viljið þér hafa mig afsak- aðan andartak, sagði hann. — Auðvitað, svaraði Gregory. Hann var að opna sígarettu- veskið sitt, þegar Hank fór og skildi hann eftir einan í setustof- unni, hjá jakka Charles og háls- bindi, og hringnum undir hatt- bandinu. Hank hallaði hurðinni að stöfum, eins og til að láta ekki ljósið framan úr dagstofunni trufla barnið, en það var samt nógu bjart til að hann sæi framan í Charles. Augu hans voru galop- in og störðu framan í Hank. Hank setti fingur á vör og kinkaði kolli til hans hughreystandi. Charles kinkaði kolli til svars og lokaði augunum. Að nauðsynjalausu lagaði Hank sængina ofan á hon- um og læddist síðan fram í stof- una og lokaði dyrunum varlega á eftir sér. — Það var allt í lagi, hann var sofandi, sagði Hank. Hann strauk fingrunum í gegnum hárið. — Ég er sennilega ekki alveg stöð- ugur á taugum ennþá. — Auðvitað ekki, sagði Gre- gory. — Nú en ef ég get ekki gert eitthvað fleira. — Það er ekkert fleira, þér hafið gert allt, sagði Hank. — Mig langar aðeins til að spyrja: Sáuð þér eða heyrðuð nokkuð á brúnni? — Nei og það var afar drauga- legt þar, sagði Gregory og hló. Hann settist og krosslagði fæt- urna. Þarna var ég aleinn, að því er virtist í reiginóbyggð, og kastaði þúsundum dollara út um gluggann. Það hlýtur að hafa verið einhver undir brúnni, en ég sá ekkert lífsmark. Engan bíl, ekkert. Þegar allt kemur til alls, sagði Hank, — var framkvæmdin ansi góð hjá þeim. Frá þeirra sjónar- miði var þetta gott barnsrán. í fyrstu var ég hræddur um, að þetta væru viðvaningar, og að þeir myndu gera eitthvað í skelf- ingaræði. Það hefði verið slæmt. — Það sem þér hljótið að hafa gengið í gegnum, sagði Gregory. Hann stóð snögglega upp. — Jæja, að er eins gott, að ég fari að hypja mig til Segovia. — Þér hafið heldur betur taf- izt, sagði Hank. — Það var ekkert, sagði Gre- gory. — Ég vona að við hittumst aftur og þá undir ánægjulegri kringumstæðum. Ég skal svip- ast um eftir yður á ferðum mín- um. — Get ég ekki alltaf náð til yðar í gegnum blaðið? — Hvenær sem er. Norðurljós- in, Montreal. Það nægir. Þeir tókust í hendur. — Au revoir, sagði Gregory. — Hasta luego, sagði Hank. Svo hlógu þeir báðir. Hank beið fullar tvær mínútur, eftir að Gregory var farinn, þar til hann gekk að stólnum, þar sem föt Charles lágu. Hann tók jakkann, bindið, hattinn. Það var útilokað, að nokkur horfði á hann, en samt bar hann fötin að skápnum í setustofunni. Hann hengdi jakkann á herðatré, bind- ið á snaga. Áður en hann stakk hattinum upp á hillu, renndi hann fingrunum undir hattband- ið, allan hringinn. Hringurinn var horfinn. Pierce Gregory var starfsmaður óvinanna, maðurinn, sem Trask var á höttum eftir. Starfi hans og Kay var lokið, þeirra og Charles. Það hafði heppnazt, hann og Charles voru frjálsir og utan hættu. Að þeir höfðu neytt Kay til að hringja, sannaði, að þeir álitu barnsránið raunverulegt, trúðu að hann væri Bruce Randall, faðir rænda drengsins. Svo hann var frjáls að loknu vel heppnuðu starfi, en Kay — hafði hún raunverulega verið í Madrid þegar hún hringdi? Svefnherbergisdyrnar opnuðst hljóðlega. Nú var það Charles, sem bar fingur að vörum. Hann læddist á tánum í áttina gð stóln- um, þar sem fötin höfðu verið, en nam staðar, þegar hann sá að þau voru horfin. Hann sneri sér spyrjandi að Hank. Hank gaf honum til kynna með bending- um, að hringurinn væri farinn 22 VIKAN 10-tbl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.