Vikan


Vikan - 09.03.1967, Blaðsíða 23

Vikan - 09.03.1967, Blaðsíða 23
út um dyrnar. Charles brosti, brá upp vísifingri og löngutöng, sigurmerki Churchills, svo sagði hann Hank með bendingum, að nú ætlaði hann raunverulega að fara að sofa. Tuttugu mínútum seinna, þegar Hank leit inn til hans, hraut hann lágt. Þegar Trask sagði drengnum fyrir verkum, hlaut hann að hafa gefið honum fyrirmæli um, hvað hann ætti að gera eftir að Gregory hefði tekið eða ekki tekið hringinn. Charles hafði skriðið aftur upp í rúmið og farið að sofa. Það þýddi að sjálf- sögðu, að Trask ætlaðist til, að væri nóttina í Avila. Með Kay í óvinahöndum var það óhugsandi, óbærilegt, að sitja hér alla nótt- ina, gerandi ekkert. Það hlaut að vera eitthvað, sem hann gæti gert, en hvað? Ef hann færi með Charles til Madrid, nú gæti hann skilið hann eftir í íbúðinni á Palace hotel, og þá væri hann frjáls til að... til að gera hvað? Hann skellti saman hnefunum í vanmáttka reiði. Hann heyrði bíl settan í gang. Gegnum gluggann sá hann Sun- beambíl Gregorys renna út um bogahliðið á veggnum og hverfa. Nokkrum mínútum seinna komu tveir menn með töskur og ein kona út úr hótelinu, stigu inn í dökkan fólksbíl og hurfu á eftir bíl Gregorys. Næstum í sama bili var bank- að. Hank kippti upp hurðinni, og þar stóð þybbni Ameríkaninn, sem hafði sagt honum hvað rétt klukka væri. Hann gekk inn í herbergið. — Ég heiti Cooper, sagði hann. — Það er allt í lagi, við getum talað. Þau eru öll farin. Tók hann hringinn? — Já, svaraði Hank. — Þá er hann fuglinn, sem við erum að leita að, sagði hann. Hann gekk að símanum, bað um langlínu og gaf símastúlkunni númer í Madrid. — Ég er að hringja í Trask. — Veit hann um Kay Taylor? spurði Hank. — Og frönsku kon- una? — Já, ég gerði honum orð um það um leið og við höfðum talað saman. — Var ekki Kay varin? Var enginn til að fylgjast með, hvað yrði um hana? Cooper kinkaði kolli. Tommy Bradley, maðurinn með teikni- blokkina. Þeir náðu honum, áð- ur en þeir náðu ungfrú Taylor. — Ó, drottinn minn, sagði Hank. — Er hann dáinn? — Ég veit það ekki, sagði Cooper og svo lyfti hann síman- um. — Cooper biður um Trask. — Ég vil fá að tala við hann, sagði Hank. — Rétt, sagði Cooper. Svo tal- aði hann í símann. — Gregory tók hringinn. Þau eru öll farin héðan. Hann þagnaði, hlustaði næstum mínútu, svo bætti hann við: — Skil. Hank Wallace vill fá að tala við þig. Hank tók símann. — Kay hringdi nokkrar mínútur fyrir níu, sagði hann. — Hún var neydd til að hringja. Hún sagðist vera í Madrid og gæti raunar verið þar.... — Við erum að leita að henni, sagði Trask. — Er Gregory veitt eftirför? Hann gæti leitt ykkur til hennar. — Nei, við getum ekki hætt á að veita honum eftirför. Ekki á þjóðveginum. Ekki í myrkri. Ef hann sæi sér veitta eftirför, væri öllu lokið. Við reynum að ná honum, þegar hann kemur inn í Madrid. Cooper hefur fyrirmæli handa þér, sagði Trask og lagði á. Hank fór að dæmi hans og snéri sér að Cooper. — Ræstu strákinn, sagði Coop- er. — Við förum með hann til Madrid. Ég segi þér allt á leið- inni. 15. Cooper ók; hann þekkti leið- ina betur en Hank, og þeim lá á. Hann var stórkostlegur öku- maður, rétt aðeins réttu megin við að aka hættulega. Ef þeir væru heppnir, og ef umferðin á götunum, sem lágu að borginni, væri lítil, gætu þeir náð til Mad- rid á aðeins rúmri klukkustund. Charles teygði úr sér í aftur- sætinu í Volvónum og var sofn- aður, áður en múrar Avila voru úr sjónmáli. Hank leit um öxl til hans og hugsaði sem svo, að drengurinn hefði staðið í ströngu síðan hann yfirgaf skólann; þetta höfðu verið langir dagar. — Er hann sofandi? spurði Cooper. — Já. — Hringurinn, sagði Cooper, — var hringur framgjarns manns í sendiráðsþjónustunni hér, sem hefur greinilega selt sig komm- únistum og orðið starfsmaður þeirra. Hann átti að verða böð- ullinn í launmorðinu á Ferraz, Af einhverri ástæðu flúði hann. Þeir náðu honum í New York og myrtu hann. Þeir hafa sett einn af sínum mönnum í íbúðina hans í Madrid, og sá á að látast vera hann og taka hlutverk hans í morðinu. Þeir sendu hring Glendennings hingað til að sanna, hver morðinginn væri. — Bíddu, greip Hank fram í fyrir honum. — Glendenning? — Homer Glendenning. Þekkt- irðu hann? Eftil nokkra þögn leit Cooper Framhald á bls. 49. MADRD Eftip Wíllíam og Audrey Roos 13. HLUTI 10. tbi. VIKAN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.