Vikan


Vikan - 28.09.1967, Side 6

Vikan - 28.09.1967, Side 6
Nv oerð aí RADHÚSGÖGNUM Raðhúsgögn eru hentug í stofuna, sjónvarpsherbergi, bið- MSUXtJ' SLÍ » 6 stofu og ó skrifstofu. Verð á stól 3850 með áklæði og 3700 með leðurlíki. Borðið er hægt að nota hvort sem er í horn eða við stólana og kostar 2100. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. NÝJA BÓLSTURGERÐIN Laugavegi 134. - Sími 16541. Wíntlier þpfhfól fást í þrem stærðum ÖRNINN SPÍTALASTÍG 8 - SÍMI 14661 PÓSTHÓLF 671. HJÓNABANDSMIÐLUN OG FÉLAGS- RÁÐGJAFAR .... Kæri Póstur! Ég var að lesa bréf í blaðinu í dag merkt „Hið ljúfa líf“, og þar sem ég hef sjálf verið í svip- aðri aðstöðu og hin óhamingju- sama, unga kona, langar mig að leggja orð í belg og vona að mitt álit komist á prent. Hún ætti að reyna að komast í einhvern fél- agsskap í samræmi við hennar áhugamál. Líka gæti hún reynt að finna gamlan, einmana kunn- ingja eða nágranna. Mér finnst fráleitt, að konur eigi bara að sitja og bíða, en aldrei hafa frumkvæði í slíkum málum og vera svo að tala um jafnrétti kynjanna! Ef ekkert af þessu dygði, ætti hún að auglýsa eða fara eftir auglýsingu í dagblaði. En svo kemur það sem mér liggur þyngst á hjarta. Hvers vegna er engin hjúskaparmiðlun hér á landi? Ætli drykkjuskapur N einmana sálna mundi þá ekki minnka og hjónaskilnuðum fólks, sem hittist af tilviljun á böllum, mundi þá ekki eitthvað fækka og einnig þeim börnum, sem vantar föðurumhyggju og eru í umsjá tilfinningalega nið- urbrotinna og útþrælkaðra mæðra? Mér er spurn: Til hvers eru allir þessir sprenglærðu félags- ráðgjafar, þjóðfélagsfræðingar og hvað það nú allt heitir? Eru þeir bara til þess að halda fyrir- lestra og skrifg í tímarit? f fyllstu alvöru, Ein lífsreynd. Við þökkum þetta skelegga bréf. Pósturinn hefur áður minnzt á nauðsyn þess að koma á fót hjú- skaparmiðlun. Slíkar stofnanir þykja nauðsynlegar víðast hvar erlendis og því líklegt að þær myndu gera gagn hér líka. Það eru víst ekki margir „spreng- lærðir félagsráðgjafar“ hér á landi, en þeim á áreiðanlega eft- ir að fjölga á næstu árum. Og til er ein stofnun, sem reynir að Ieysa vandræði í sambandi við einkalíf manna. Hún heitir Ráðleggingarstöð þjóðkirkjunn- ar og er til húsa að Lindargötu 9. Prestur er þar til viðtals á þriðjudögum og föstudögum frá kl. 5—6 og læknir á miðviku- dögum frá 4—5. SKJÁLFANDI GRAS .... Heiðraða Vika! í bréfi sem birtist í 35. tölu- blaði er spurt hvaðan skjálfandi grasið í ljóði Sigurðar Þórarins- sonar sé komið. Ég hef alltaf álitið, að það væri úr ljóði, sem Matthías Jochums- son orti eftir börn, sem drukkn- uðu í læk á heimleið frá kirkju. Fyrsta erindið er svona: Dauðinn er lækur, en lífið er strá, skjálfandi starir það straum fallið á. Með beztu kveðju. L.B. Við höfum rannsakað málið bet- ur og komizt að raun um, að þetta er hárrétt. Heimildarmað- ur okkar kvaðst hafa það eftir Sigurði Þórarinssyni sjálfum, að hann hefði éinmitt haft þetta kvæði Matthíasar í huga, en alls ekki þjóðsönginn. LÁSI SKÓ OG GLÓKOLLUR . . . Kæri Póstur! Ég ætla nú að skrifa þér til að kvarta út af útvarpinu (eins og fleiri). Fyrst þeir eru nú að hafa þennan þátt, Á frívaktinni, geta þeir þá ekki haft almenni- legar manneskjur til að lesa kveðjurnar, einhverjar sem spila ekki alltaf vitlaus lög? Ég er að hlusta á þáttinn núna og áðan sagði hún, að beðið væri um lagið „Lási skó“ með Póló og Bjarka, en hún spilaði alls ekki það lag, heldur lagið „Glókoll- ur“. Svo hafði hún ekki einu sinni fyrir því að leiðrétta vit- leysuna. Ég er svo hneyksluð að ég sé rautt. Lolla. Við fáum nú ekki séð, að hér sé um neitt stórhneyksli að ræða. Og hver veit nema Lási gamli skó hafi verið glókollur? Alla vega voru það Póló og Bjarki, sem stóðu fyrir hávaðanum. GÓÐIR EIGINMENN SOFA HEIMA. Svar til Dagnýjar: Eiginmaður, sem gerir ekkert annað en geispa lieima hjá sér á kvöldin og vera leiður og nenn- ir ekki að fara út með konunni sinni, er sannarlega ekki til fyr- irmyndar. Og þegar hann hefur þar á ofan sagt upp í opið geðið á konunni sinni, að hann sé hrif- 6 VIKAN 39-tbl-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.