Vikan


Vikan - 28.09.1967, Qupperneq 40

Vikan - 28.09.1967, Qupperneq 40
PÖRHALLUR SIGURJÖNSSON simi 18450 Pingholtsstr. 11. * Paö er sama hver sidd kjólsins er... défilé 30_50Den Lundúna. Nú var allt sett í gang við að kanna hótel borgarinnar, sem skipta þúsundum. I hundraða- tali voru menn látnir gera grein fyrir athöfnum sínum á morðnótt- ina. Að lokum bar leitin árangur. A Vienne Hotel í borgarhlutanum Ma- ida Vale fundust nokkur tóm skot- hylki í tösku einni. Tæknileg rann- sókn sýndi, að þeim hafði verið hleypt af úr sömu skammbyssu og notuð hafði verið við A-6 morðið, sem nú var farið að kalla svo. Nú varð lögreglan að athuga, hverjir hefðu búið á hótelinu sam- tímis því sem morðið var framið. A morðdaginn hafði maður leigt sér þar herbergi undir nafninu Dunnant. Þegar lögreglan yfir- heyrði hótelstiórann, upplýstist það, að Dunnant þessi hafði flutt inn síðdegis, farið svo út og ekki kom- ið aftur fyrr en snemma næsta morgun. Nú hélt Basil Acott að hann hefði fundið morðingiann. — Nú væri ekki annað eftir en að hremma hann. En það var eins og jörðin hefði gleypt Dunnant. Þann sjöunda september hringdi frú Merike Dalal, tuttugu og tveggja ára, dauðhrædd til lögreglunnar. Nokkrum mínútum áður hafði kom- ið til hennar maður að líta á her- bergi, sem hún hafði auglýst til leigu. Allt í einu hafði hann ráð- izt á hana og sagt: — Ég er A 6-morðinginn. Skelfingu lostin hafði frú Dalal slitið sig lausa. Þegar hún hrópaði á h já I p, varð maðurinn hræddur og flýði. Við lögregluna sagði hún: — Ég er viss um, að hann var í rauninni A 6-morðinginn. Hann sagði það ekki einungis til þess að hræða mig. Rannsókn á þessari nýju hlið málsins benti til þess að Peter nokk- ur Alphon, þrjátíu og eins árs að aldri, væri sekur um árásina á frú Dalal. Hann var sonur leynilög- reglumanns úr Scotland Yard, sem nú var kominn á eftirlaun. Piltur þessi hafði reynzt mesti vandræða- gepill. Hann vann aðeins annað veifið og tók þá hverju sem bauðst, eyddi öllum peningum sínum í hundaveðhlaup og bjó á smáhóteli. Þegar mynd af honum var sýnd hótelstjóranum á Vienna Hotel, sagði hann hiklaust: — Þetta er sami maður og bjó hér undir nafninu Dunnant. Þá kom í Ijós að Peter Alphon var einn þeirra, sem lögreglan hafði yfirheyrt í þaula dagana eft- ir morðið. „Sonur lögreglumanns grunaSur um morðiS." Nú var Basil Acott næstum viss um að hann hefði fundið rétta manninn. Þann tuttugasta og þriðja september æptu kvöldblöð- in upp fréttina: „Lýst eftir syni lög- reglumanns, grunuðum um A 6- morðið." Síðla sama kvöld kom Peter Alphon af frjálsum vilja til Scdtland Yard. En áður hringdi hann í Daily Mirror, viðlesnasta blað Englands, og sagði: — Ég er saklaus, enda þótt lög- reglan hafi bent á mig sem morð- ingja í blöðunum. Hvernig á ég nokkru sinni að geta litið framan í fólk eftir þetta? Daginn eftir voru tíu menn látn- ir mæta frammi fyrir frú Dalal, þar á meðal Peter Alphon. Hún þurfti aðeins að líta lauslega á hann til að geta fullyrt: — Þetta er hann. Nokkrum dögum síðar var hið sama gert á sjúkrahúsinu, þar sem Valerie Storie lá. Var Peter Alphon hafður tíundi í röð þeirra manna, sem leiddir voru fyrir hana. Sitj- andi í hjólastól horfði hin tuttugu og þriggja ára gamla Valerie Storie á mennina ganga framhjá sér. Að því loknu sagði hún við Basil Ac- ott. — Ég þekkti hann. Morðinginn var einn þeirra, sem þér komuð með. Sannfærður um að hún ætti við Alpohn sagði maðurinn frá Scot- land Yard: — Hver var hann í röðinni? Sá tíundi? — Nei, ekki sá tíundi, svaraði Valerie Storie. — Hann var sá f jórði. Hún hafði bent á saklausan mann. Fjórði maðurinn í röðinni var lögreglumaður. Og hann hafði fullkomna fjarvistarsönnun fyrir morðnóttina. Hann hafði þá verið að störfum í Lundúnum. En Basil Acott var ekki á þv( að láta af að gruna Alphon. Það hafði verið dimmt í bilnum, og Valerie hafði ekki haft nokkra möguleika á að gera sér nána grein fyrir út- liti mannsins. Alphon varð nú að gangast und- ir langar og þreytandi yfirheyrsl- ur. En hann harðneitaði stöðugt. Hann sagðist geta útvegað fjarvist- arsönnun bæði viðvlkjandi morð- nóttinni og árásinni á frú Dalal. Og honum tókst líka að leiða fram vitni, sem héldu því fram, að hann hefði ekki getað gerzt sekur um afbrot þessi. Þann fjórða október neyddist Scotland Yard svo til að sleppa Al- phon. Við blaðið Daily Mail sagði hann: — Ég ætla að athuga hvort ekki sé mögulegt fyrir mig að stefna lögreglunni fyrir þetta. Nú beindust grunsemdirnar að öðrum manni, James Hanratty að nafni, tuttugu og fimm ára að aldri, sem gist hafði á Vienna Hotel nótt- ina fyrir morðið. Hann hafði áð- ur hlotið refsingu fyrir innbrot og bílstuldi og setið nokkur ár í fang- elsi. Þar eð hann hafði enga fasta vinnu, þótti ástæða til að ætla að 40 VIIÍAN 39-tbl-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.