Vikan - 21.12.1967, Blaðsíða 2
r n
Húsið er aö verömæti
1.250.000.- krónur.
Þaö er tryggt fyrir
1.250.000.- krónur.
r~: r\
Billinn er aö verömæti
225.000.- krónur.
Hann er tryggöur fyrir
225.000.- krónur.
Hve hátt eruð þér líftryggður?
Þarfir fjölskyldu eru ætíð margvíslegar, en sérlegir erfiðleikar geta hent eiginkonu og börn,
ef fjölskyldufaðirinn fellur fró og hann hefur ekki gert neinar róðstafanir með líftryggingu.
Hún bætir reyndar aldrei hinn sóra söknuð, en getur létt fjórhagsóhyggjur á erfiðri stund.
VERÐTRYGGÐ LÍFTRYGGING er hrein áhættulíftrygging og greiðist aðeins út við dauðsfall.
Hún er sérstaklega hentug í löndum, þar sem verðbólga hefur komið í veg fyrir eðlilega
starfsemi líftrygginga, eins og t. d. hér á landi. í tryggingunni hækkar tryggingarupphæðin og
iðgjaldið árlega eftir visitölu framfærslukostnaðar.
LÆGRI SKATTAR. Samkvæmt núgildandi skattalögum er heimilt að færa iðgjaldagreiðslur
fyrir líftryggingar sem frádrátt á skattaskýrslu. Má iðgjald nema allt að kr. 6.000.00 á ári,
ef viðkomandi er í lífeyrissjóði, en kr. 9.000.00 sé hann það ekki. Með þessu verða skattar
þeirra lægri, sem líftryggja sig, og hið opinbera vill á þennan hátt, stuðla að því, að sem
flestir séu liftryggðir. Útsvar og tekjuskattur geta lækkað um allt að helmingi iðgjalds, og
má því segja, að hið opinbera greiði helming iðgjaldsins.
LÍFTRYGGING BER VOTT UM UMHYGGJU YÐAR FYRIR EIGINKONU OG BÖRNUM.
LÍFTRYGGIlNCiAFÉLAGIÐ ANDYAKA
í FULLRI HLVÖRU
Þá er enn einu sinni búið að
fella gengið, og við skulum ganga
út frá, að það hafi verið nauð-
synlegt og gagnlegt. Til að rétta
við fjárhag þjóðarinnar, sem
kominn var í óefni af aflabresti
og verðfalli útflutningsafurða.
Og dropinn, sem fyllti bikarinn,
var að Bretar rýrðu pundið sitt '
um nokkur kvint.
Við leikmennirnir hugsum
margt við þessar kringumstæður,
og fer ekki hjá því, að sumar
hugmyndir verði þrásæknari en
aðrar. Ég er til dæmis að vona,
að þetta verði til að efla innlend-
an iðnað, því þótt hann sé
kannski mest til húsa í bílskúr-
um er ég svo gamaldags og þröng-
sýnn að vilja heldur kaupa það
sem búið er til hér heimafyrir
og ég get fengið með svipuðu
verði og af svipuðum gæðum og
hið innflutta. Ég get nefnt lítil-
fjörlegt dæmi: Ég vil heldur
kaupa Lego-kubba framleidda í
Reykjalundi handa börnunum
mínum heldur en Lego-kubba
framleidda í Danmörku, þótt þeir
séu að öllu leyti nákvæmlega
eins. Ég hef á tilfinningunni, að
með því leggi ég minn skerf til
þess að landar mínir hafi at-
vinnu og að sá skerfur komi fleiri
til góða heldur en ef um inn-
flutta vöru er að ræða og þeir
einu sem á henni hagnast eru
stórkaupmaðurinn og smásalinn.
Það liggur í augum uppi, að
við getum ekki án þess verið að
flytja inn ákveðnar vörutegund-
ir. Um þorra þeirra ætti að geta
orðið samkomulag. Á þeim teg-
undum, sem minna máli skifta
eða eru beinlínis augljós óþarfi,
eiga að vera hömlur. Sumir kalla
svona fyrirkomulag höft, ég kalla
það stjórn.
Við höfum margsýnt, að við
kunnum ekki með algert frjáls- ;
ræði að fara. Á ótrúlega skömm- '
um tíma gereyddum við stríðs-
gróðanum og vöknuðum við þann
vonda draum, að við vorum
gjaldeyrislaus. Nú höfum við bú-
ið við mikið frjálsræði það sem
af er þessum áratug og sjá: Það
endar með gengisfellingu!
Væri ekki mál til komið, að
ráðamenn þjóðfélagsins hættu að
óttast slagorð andstæðingannaum
haftastefnu og ófrelsi en tækju
í þess stað að stjórna — eins og
þeir eru kjörnir til? S.H.
LÍFTRYGGIÐ YÐUR STRAX í DAG.
ARMÚLA 3, SÍMI 38500