Vikan - 21.12.1967, Blaðsíða 16
„Þú losnar tímanlega fyrir jól-
in“, sagði fangavörðurinn og opn-
aði hliðið.
„Það er ekki nema sanngjarnt“,
svaraði Ralph Costare. „Það voru
hvort sem er jólin, sem gerðu það
að verkum, að ég lenti hér.“ Hann
tróð nýfallinn snjóinn og beið eft-
ir strætisvagninum, sem átti að
flytja hann til borgarinnar.
Það var langur tími að dvelj-
ast fjögur ár á sama staðnum,
sérstaklega ef staðurinn var ríkis-
fangelsið. Það var þægileg til-
finning að vera aftur frjáls ferða
sinna. Hann hlakkaði til að koma
til borgarinnar; heyra ys og þys
umferðarinnar; sjá fólk á hverju
strái. Honum varð einnig hugsað
til Mavis. Hvað skyldi hún vera
að gera á þessari stundu? Hún
hafði ekki heimsótt hann síðustu
tvö árin.
Strætisvagninn ók hægt eftir
þjóðveginum. Bílstjóranum virt-
ist ekki liggja hið minnsta á. Öðru
máli gegndi með farþegana. Þeir voru
óþolinmóðir; vildu komast til borgar-
innar sem fyrst. Loksins rann upp hin
iangþráða stund: borgin birtist í allri
sinni dýrð. Main Street var fagurlega
skreytt í tilefni af jólunum. Ralph
mundi ekki eftir að hafa nokkru sinni
séð svo fallegar jólaskreytingar fyrr.
Hann sté út úr vagninum og fór á
lítið gistihús, þar sem hann hafði búið
áður. Hann fékk herbergi án nokkurra
athugasemda. Enginn virtist muna eft-
ir honum. Skyldi annars nokkur muna
eftir honum lengur?
Þegar Ralph hafði komið sér fyrir
í herberginu, hringdi hann til
Mavis. Enginn anzaði.
Það snjóaði úti og fólk-
ið sem hann mætti á
götunum var hlaðið
pölckum og pinklum.
Allir voru önnum
kafnir við undir-
búning jólanna.
Hann reyndi að
rifja upp, hvernig
jólin hefðu verið
fyrir fjórum árum.
Eitt var víst: Þau
höfðu ekki verið
svona.
Þarna var litla
vátryggingafélag-
ið, þar sem Mavis
hafði unnið. Hann
fór þangað.
„Vinnur Mavis
Legrand hér enn-
þá?“ spurði hann.
Stúlka leit upp
frá vinnu sinni.
Hún virtist gröm
yfir því að vera
trufluð:
„Hver?“
„Mavis Legrand. Hún
vann hér fyrir fjórum
árum.“
Maður kom út úr herbergi
við hliðina og spurði Ralph,
hvert erindi hans væri.
„Hún hætti fyrir mörgum árum,“
hreytti hann snúðugt út úr sér.
„Vitið þér hvar hún vinnur núna?“
„Nei.“
„Takk fyrir.“
Hann hafði gripið í tómt þarna, og
við því var ekkert að gera. En síminn
hennar var enn í sambandi, jafnvel þótt
enginn anzaði. Hann stóð á götuhorni,
kveikti sér í vindlingi og velti fyrir sér,
hvað hann ætti að gera næst. Loks fór
hann upp í strætisvagn og ákvað að
heimsækja hana. Hún var ekki heima.
Hann settist inn í lítið veitingahús beint
á mcVti íbúð hennar og beið þar, þangað
16 VIKAN «■tbl-