Vikan - 21.12.1967, Blaðsíða 20
Stundum hefur maður heyrt
einhverja kommúnista rórilla sér
við þá sjálfsblekkingu, að hnign-
un og úrkynjun eins samfélags
eða þjóðfélags fylgi gjarnan
biómgun fagurfræðilegrar menn-
ingar; þannig reyna þeir að skýra
uppgang bókmennta og annarra
lista í Bandaríkjunum og víðar á
Vesturlöndum og í annan stað
hordauða menningarinnar í al-
þýðulýðveldunum svokölluðu.
Það getur verið eitthvað til í
þessu, eins og svo margri ann-
arri vitleysu; við vitum jú að
hvergi er grasið grænna eða lit-
ur sóleyjanna skærari en við út-
rennslið frá hlandforinni. En þar
fyrir er hæpið að gera ráð fyrir
þessu sem lögmáli. Eitt gleggsta
dæmið um þetta er enski reness-
ansinn, sem náði hámarki sínu
með því tímabili, sem kennt er
við Elísabetu drottningu fyrstu,
en þá var Shakespeare uppi, leik-
skáld það, er ekki að ástæðulausu
hefur verið kallaður mesta skáld
allra tíma. Það hefur verið sagt
og viðurkennt, að enginn hafi
skrifað betra verk um ástina en
Rómeó og Júlíu, enginn betur
um afbrýðina en í Óþelló, enginn
betur um valdafíknina en í Mak-
beð eða um vanþakklætið en í
Leir konungi — og hefur nokk-
ursstaðar í heimsbókmenntunum
komið fram snilldarlegri lýsing
á hinu djöfullega ofurmenni en í
Ríkharði þriðja.
Harmleikirnir tilheyra annars
flestir öðru tímabilinu í ævi
Shakespeares, eftir aldamótin
1600. Áratuginn þar á undan, þeg-
ar hann var að ryðja sér braut
sem leikhúsmaður og leikskáld,
skrifaði hann einkum gamanleiki
— kómedíur — og þau sagnfræði-
legu verk um konunga lands síns,
er íslendingum voru sýnd í sjón-
varpinu síðasttiðinn vetur. Þá
var hann að brjóta sér leið til
auðs og frægðar og lagði sig
fram um að skrifa verk, sem
falla hlytu leikhúsgestum í geð.
Þegar William Shakespeare,
ungur maður snauður frá Strat-
ford-upon- Avon í Varvíkurskíri
(Warwickshire), sonur gjaldþrota
kaupmanns þar í staðnum og án
skólagöngu svo heitið gæti, en
þegar kvæntur og þriggja barna
faðir, kom til Lundúna uppúr
1590, var mikill uppgangur og
vorhugur í þjóðlífi Englendinga.
20 VIKAN “•tbl'
4 Bencdikt Árnason. leikstjóri.
Antóníó skipherra (Haraldiir Björns-
son) og Víóla (Þóra Borg). Myndirnar
eru allar frá fyrstu tveimur sýningum
á lcikritinu hér á landi. -O-
Frá vinstri: Fjasti fífl (Ágúst
Kvaran), Andrés Agahlýr (Brynjólfur
Jólianncsson) og Tohías Búlki (Frið-
finnur Guðjónsson). — Fyrsta sýning
Þrettándakvölds og jafnframt fyrsta
Shakcspearc-sýning hérlcndis var færð
upp á tuttugu og fimm ára leikafmæli
Friðfinns. Þá kom Valur Gíslason í
fyrsta sinni fram á sviðið; lék Sebast-
ían.
O Víóla og Orsínó hertogi (Gestur
Pálsson).
<j Brynjólfur Jóhannesson í hlutverki
Andrésar.
O Friðfinnur Guðjónsson sem Tóbí-
as Búlki.
Að vísu var heimsveldi þeirra
ennþá rétt aðeins í fæðingu —
Elísabet lærði frönsku, spænsku
og ítölsku til að geta rætt við
sendiherra erlendra ríkja á þeirra
eigin máli, því á þeim dögum
fannst fáum útlendingum borga
sig að læra ensku. En England
var engu að síður að taka forust-
una á heimshöfunum — hinn
,,ósigrandi“ floti Spánar var brot-
inn í spón — og hvarvetna í
veröldinni voru enskir sævíking-
ar og ævintýrakappar á ferð að
kanna áður óþekkt eða líttþekkt
lönd og renna þar stoðum undir
áhrif Englands og sjáfra sín.
Enska þjóðin fann til máttar síns
og lét það koma fram ekki síður
á andlega sviðinu en því efna-
lega.
Leikhúslíf Lundúna var þá í
mikilli grósku, en segja má að
viðhorf borgarbúa — sem þá voru
álíka margir og Reykvíkingar nú
— til leiklistarinnar og fleiri
lista, hafi verið nokkuð blandin.
Annarsvegar voru áhrifin, sem í
síauknum mæli streymdu sunnan
frá rómönsku löndunum: reness-
ansinn, þrá eftir þessa heims gæð-
um, umburðarlyndi, léttýðgi —
eða siðleysi, eins og svokallað
siðavant fólk á öllum öldum
myndi nefna það. Þessu fylgdi
allsstaðar mikill uppgangur fag-
urfræðilegrar menningar. Hins-
vegar voru svo guðhræddir menn
og siðastrangir, en að sama skapi
smekklausir í menningarmálum,
svo sem jafnan hefur verið ein-
kenni ofsatrúmanna. Af þessum
kvað nú mest að ofstækisfullum
enskum mótmælendum, sem
trúðu kenningum Kalvíns —púrí-
tönunum, sem áttu eftir að láta
betur í sér heyra síðar. Þeir litu
svo á að allt, sem gaf lífinu ein-
hverja fegurð, væri beint frá
andskotanum komið, og þar und-
ir heyrðu auðvitað leikhúsin.
Þetta gerði að verkum, að nokk-
urrar lítilsvirðingar gætti á leik-
húsfólki, enda þótt jafnt hærri
sem lægri tilbæðu verk þeirra.
Shakespeare virðist ekki hafa
þurft að heyja langa og stranga
baráttu til að ná takmarki sínu
eins og svo mörg skáld önnur;
hann náði skjótt áliti sem leikari
og síðan leikritahöfundur. Þenn-
an snögga uppgang átti hann trú-
lega að þakka því að ýmis önnur
Framhald á bls. 44.
51. tbi. viican 21