Vikan - 21.12.1967, Blaðsíða 45
r-
VIÐ'OÐINSTORG
kæliskápap
Höfum fyrirliggjandi 5
stærðir af hinum heims-
þekktu PHILIPS kæliskáp-
um.
137 L 4.9 cft.
170 L 6.1 cft.
200 L 7.2 cft.
275 L 9.8 cft. i
305 L 10.9 cft. :
Afborgunaskilmálar.
Gjörið svo vel að líta inn.
grænum málmpappír, sníðið 2 stk.
hvort ca 11x30 cm, límið röng-
una eftir miðju endilangri og
brjótið saman. Klippið fjöðrina
eins og hún á að vera í laginu og
klippið eins og kögur upp i hlið-
arnar. Blekbyttan er gerð úr
bylgjupappa og þakin gylltum
pappír en rautt pappírsband vaf-
ið utan um að neðan. Fjöðrin
límd við pakkann.
Pakki listmálarans er 27% x
32% cm á stærð, vafinn í brún-
leitan pappír með óreglulegu
munstri, sem gæti minnt á málara-
slettur. Pappírinn má líka vera
einlitur og þá er hægt að líma
sletturnar á úr litlum pappírs-
deplum. Litaspjaldið er þakið
gylltum málmpappír og límt á
pakkann. Klippið þrenn burstahár
úr silkibandi, eitt blátt, annað
rautt og þriðja grænt. Skerið 3
stk. af gylltum rörum, ca. 13 cm,
13% og 14 cm löng og límið á
spjaldið, eins og sýnt er á mynd-
inni og burstahárin á endana.
Klippið búta af stinnu silkibandi,
vefjið í hring og h'mið saman og
síðan á pakkann, þannig að opið
snúi til hliðar, sjá mynd.
Paklci golfáhugamannsins er
7x30 cm og 7 cm djúpur, vafinn
i bláan pappír. Klippið grænan
pappír með óreglulegum brúnum
til að sýna golfvöllinn, og límið
hann utan um allan kassann að
neðanverðu. Klippið holuna úr
svörtum pappír og límið á græna
pappírinn. Fánastöngin er gerð úr
gylltu röri og pípuhreinsara stung-
ið inn í það. Fáninn klipptur úr
gylltum málmpappir (sniðið er
hálft á myndinni), brjótið sið-
an í miðju og vefjið miðjunni um
fánastöngina og límið ca. 1%
cm frá efri brún. Limið flagg-
endana saman og snúið upp á
þá. Skerið tölustafi, t.d. 19 úr
grænum pappír og límið á flagg-
ið. Límið neðra enda fánastang-
arinnar á pakkann og síðan 1%
em. kúlu i þvermál, silfurlitaða,
sem golfkúlu á jörðian.
Bílstjórinn .fær kassa 18x24
cm. með gulrauðum gjafapappír
utan um. Klippið bilinn eftir snið-
unum og límið á pakkann. Límið
sterkrauða snúru utan með biln-
um og látið hana mynda brettin.
Klippið kringlólt stykki í hjólin.
ca. 5 cm. í þvermál, festið á með
lítilli silfurkúlu eða perlu. Skreyt-
ið hjólin og bilinn með Því, sem
ykkur dettur í hug, en límið sömu
rauðu silkisnúruna, sem límd var
utan um bílinn og hjólin, utan
með brún alls pakkans.
Pakki póstmannsins er fer-
hyrndur, 15x15 cm, ca 7 cm djúp-
ur og póstkassinn utan um gerð-
ur úr pappa, þakinn með gjafa-
pappír í grænum og bláum litum,
eða öðrum litum eftir ástæðum.
Límið póstkassann vandlega á bak-
og framhlið kassans, klippið lok-
ið fyrir opið úr þykkum pappa,
þekið með gröfum, gylltum málm-
pappír, límið það á. Gerið holu
í að ofanverðu og stingið grænni
kúlu í hana og límið.
Pakki kennarans er ca 9 x 17
cm og 2% á dýpt og þakinn rauð-
um pappír. Notið ferhyrndan
kassa að stærð ca 10x20 cm og
dýpt ca 9 cm til að búa borðið
til úr. Klippið stykki úr hliðun-
um 5x17 cm á lengri hlið og 5
X7% á þeirri styttri, þannig að
borðfætur myndist eða skerið það
með rakvélarblaði. Þekið það með
rauðmunstruðum gjafapappír.
Hafið eplið úr sléttum, einlitum
rauðum pappír, brjótið í helm-
ing hvert stykki og límið bökin
sarnan með grænum vír í miðju,
ca 10 cm löngum. Klippið laufin
úr grænum pappír og festið of-
an i miðju að ofan. Gerið gat á
annan enda borðsins og festið
neðri enda vírsins í það með lími
eða límbandi. Beygið virinn dá-
lítið að ófan og klippið með skær-
um upp í blöðin. Límið svo gjafa-
pakkann neðan á borðið. Bókin
er gerð úr pappa, 7%x9 cm eða
eftir smekk, skerið í pappann fyr-
ir kjölinn og brjótið i tvennt. Ger-
ið blaðsíður af réttri stærð, ca.
6x8 cm og festið í kjölinn og
vefjið rauðri snúru um. Límið
bókina á borðið.
Pakki leikarans er nokkuð stór
eða 27%x30 cm, þakinn með
grænum gjafapappír. Límið
gylltar snúrur svolítið frá brún
pakkans, eins og sýnt er á mynd-
inni. Klippið fjórar grímur úr
bleikum pappír og tvær úr brún-
um umbúðapappír. Limið bleiku
grímurnar báðum megin á þær
brúnu og klippið síðan og límið
græn augu og munn úr sama
græna pappirnum og pakkinn er
þakinn með. Límið grímumar
fastar eins og sýnt er á mynd-
inni, en það er gert með þvi að
skera ofan í pappann ca. 2% cm
frá brún, brjóta brúnina inn á
við og líma á pakkann, sjá
munstur. Gyllt snúra ca. 40 cm.
er látin liggja milli grímanna, eins
og sýnt er á myndunum.
Jólafólk úr
herSatrjám
Framhald af bls. 46
spennan, báðar vettlingalíningarnar og
líningar á stígvélum. Hattur, neil.
munnur og báðir vettlingar eru úr
rauðu íilti, en augnabrúnir, bæði stíg-
vélin og miðjan á spennunni úr svörtu
filti. Til þess að búa til höfuðdúskinn
á að vefja hvítu garni utan um 6 cm
kringiótt pappaspjald 60 sinnum. binda
fyrir öðrum megin og klippa upp úr
og jafna hinum megin, eftir að spjald-
ið hefur verið tekið úr. Beygið húfu-
toppinn fram á við, eins og sýnt er
á myndinni og límið dúskinn á endann.
A stráknum er höfuðið sniðið eins og
bakið og bæði það og hendur haft úr
Framhald á bls. 50.
Jolaoiafir - Jðlaoiafir
Falleg nýtízku matar- og kaffi-
stell úr leir, keramik og postulíni
ávallt í fjölbreyttu úrvali, fallegt
jólaborð með leirtaui frá Ham-
borg. - Hjá okkur fáið þér öll
búsáhöld, sem þér þarfnist í bú-
skapinn.
Leikföngin frá Hamborg gleðja
börnin.
HAMBORG Klapparstfg
HAMBORG Vesturveri
HAMBORG Bankastraeti
5L tbi. VIKAN 45