Vikan - 21.12.1967, Blaðsíða 37
Trlplex 65MLF01
gangi laus. Eg er viss um, að
hann hefur geymt gimsteinana í
öll þessí ár.“
„Hvers vegna skyldi hann gera
það? Það er miklu líklegra, að
hann hafi selt þá til annarra
landa.“
„Nei, einhver þeirra væri þá
áreiðanlega kominn í leitirnar."
Mavis hafði hustað vel á þá,
en ekkert lagt til málanna, fyrr
en hún sagði:
„Hlustaðu á hann, Ralph. Hann
veit hvað hann er að tala um.
Reyndu að muna, ef þú hefur
heyrt eitthvað um þetta í fang-
elsinu.“
Hann kveikti sér í sígarettu
og sagði með hægð:
„Ég held, að það hafi eitt-
hvað verið talað um þetta. Við
skulum sjá, hvort ég get ekki
munað það.“
Þegar hann hafði brotið heil-
ann andartak, spurði hann:
„Hve mikið fæ ég í minn
hlut?“
„Við skiptum til helminga öllu,
sem okkur tekst að ná í.“
Það var engu líkara en hann
væri froskmaður í leit að fjár-
sjóði á hafsbotni! Ralph brosti:
„Ef ég vissi hver væri með
gimsteinana, gæti ég slegið hann
niður sjálfur og hirt allt sam-
an einn.“
„Það gæti verið hættulegt. Þú
kynnir að þurfa á hjálp að
halda.“
„Ég skal hugsa málið.“
„Gott og vel“, sagði Tobruk og
virtist vonsvikinn. Ef til vill sá
hann eftir að hafa reynt að fá
Ralph í lið með sér.
„Ég sé þig seinna" sagði Ralph
við Mavis. Hann kinkaði kolli
til Tobruks, en kvaddi ekki.
Um kvöldið, þegar Ralph var
lagstur upp í rúmið í hótelher-
bergi sínu, bar gest að garði.
Það var þessi leynilögreglumað-
ur aftur, Jimmy Fleming.
„Ég átti leið hér hjá, og ein-
hver sagði mér, að þú byggir
hér. Mér datt í huga að heilsa
upp á þig.“
„Jæja“, sagði Ralph. „Alveg
eins og gærkveldi."
Ralph teygði sig í rúminu og
studdi hönd undir kinn.
Leynilögreglumaðurinn sat á
rúmstokknum hjá honum eins og
gamall vinur eða herbergisfé-
lagi.
„Hvernig líður þér, Ralph?
Ertu kominn í jólaskap?“
„Já, auðvitað." Hann teygði sig
eftir sígarettupakka, en sagði
síðan í breyttum tón:
„Við skulum halda okkur við
efnið, vinur. Hvers vegna eltirðu
mig?“
„Þú talaðir við Bud Tobruk
í dag.“
„Hvaða máli skiptir það?“
„Mig langar til að segja þér
ofurlitla sögu, Ralph. Þetta er
saga um þjóf, sem hélt að hann
gæti frairúð hinn fullkomna
glæp. Honum datt í hug að ræna
gimsteinum, sem væru svo dýr-
mætir, að hann gæti lifað á
andvirði þeirra allt lífið. En hann
hafði við vandamál að stríða eins
og flestir afbrotamenn. Það get-
ur reynzt býsna erfitt að koma
frægum og dýrmætum skart-
gripum í verð. Að vísu getur
verið gott að geyma þá í hæfi-
lega langan tíma. En það hefur í
för með sér þá hættu, að allt
komizt upp, áður en búið er að
selja skartgripina. En söguper-
sónan okkar hafði ráð undir rifi
hverju. Hann hafði í hyggju að
verða sér úti um fullkomna
fjarvistarsönnun. Og hann ætl-
aði líka að láta hæfilega langan
tíma líða, þangað til hann reyndi
að koma skartgripunum í verð.“
„Hvað ertu að reyna að segja
mér“, spurði Ralph og vætti
þurrar varirnar.
„Þesei náungi stal flutninga-
bíl nokkrum vikum fyrir jól.
Hann vissi, að hann mundi nást
og yrði dæmdur til fangelsisvist-
ar. En hann vissi líka, að jóla-
dagana eiga dómararnir frí.
Hann vissi, að hann mundi vera
laus á jólanóttina. Hann fram-
kvæmdi verknaðinn, faldi gim-
steinana og fór í fangelsið. Hann
vissi, að enginn næði til hans
þar og engum dytti í hug að
setja hann í samband við þetta
afbrot, sérstaklega þar sem gim-
steinaránið var framið í borg,
sem var hundrað mílur í burtu.
Þegar dómurinn féll, var þessi
náungi dæmdur til lengri fang-
elsisvistar en hann hafði búizt
við. En það skipti ekki höfuðmáli.
Gimsteinarnir voru vísir á sín-
um stað.“
„Þú ert á algerum villigötum,
vinur. Þú getur ekki sannað neitt
af þessu upp á mig.“
„Ef til vill og ef til vill ekki.“
Ralph vætti aftur þurrar var-
irnar og sagði:
. „Þú skalt fara og hætta að elta
mig.“
„Eins og þú vilt. Ég fer núna,
Ralp. En ég fer ekki langt.
Mundu það!
Þegar Fleming var farinn, lá
Ralph lengi í rúminu og starði
upp í loftið. Loks fór hann í
frakkann og gekk út; rölti hægt
eftir strætunum, sem voru full’
af fólki. Það var hlaðið pökkum
og pinklum. Jólin nálguðust óð-
um.
Hann ráfaði fram og aftur
góða stund og andaði að sér
svölu næturloftinu. Allt í einu
mundi hann eftir ljósadýrðinni í
Tokyo, en þar hafði hann dval-
izt, þegar hann var í hernum.
Það höfðu verið dýrðlegir dag-
ar. Hann hafði selt sígarettur á
svörtum markaði og gamnað sér
við japönsku stúlkurnar. Fátt var
þægilegra í veröldinni en að vera
í hernum á friðartímum.
Hann fór inn í litla, kaþólska
kirkju og kraup þar á kné. Það
var slangur af fólki í kirkjunni
og sumir voru hlaðnir pökkum.
Allir krupu fyrir framan jötuna
8i. tbi. VIKAN 37