Vikan - 21.12.1967, Blaðsíða 40
Rafmagnsrakvélar
i miklu úrvalí metf og
án bartskera og
h'arklippum
\ Vlii BÐIMSTDRG J
hafði engar áhyggjur af henni.
„Þú hefðir átt að ganga í félag
með okkur. Nú tökum við þetta
allt saman.“
„Hirtu það, ef þú vilt!“
„Ég gizkaði á, að þú mundir
ekki fara í kirkju, nema þú
hefðir ástæðu til þess. Ekki þú!
Þetta var mjög góður felustað-
ur, á meðan þú þurftir að sitja
inni. Eftir jólin er þessum stytt-
um pakkað niður í kassa og þeir
geymdir niðri í kjallara þar til
á næstu jólum. Þessi felustaður
er öruggari en taankahólf!“
Það voru mistök Tobruks, að
hann skyldi tala svona mikið.
Hann var enn að tala, þegar
Ralph fleygði skyndilega stytt-
unni í súlu og sló Tobruk niður.
Skot hljóp úr byssunni í sömu
andrá. Ralph fann, að það snerti
öxl hans, en tók varla eftir því.
Hann sló Tobruk aftur, en
beygði sig síðan niður að hinni
brotnu myndastyttu. Hann rót-
aði í brotunum, fann lítinn pakka
og tók hann upp. Styttan var hol
að innan og hann hafði stungið
gimsteinunum innpökkuðum
innan í hana. Hann hafði beðið
eftir þessu tækifæri í fjögur ár.
Hann ætlaði ekki að láta Tobruk
og Mavis eyðileggja það fyrir
sér.
Ralph greip byssuna upp af
gólfinu og hljóp út. Á leiðinni
stakk hann litla pakkanum í
vasa sinn. Honum flaug í hug, að
ef til vill þyrfti hann að afgreiða
Mavis á samá hátt og vin henn-
ar. En hún átti ekki betra skil-
ið.
„Ralph,“ kallaði hún um leið
og hún sá hann og hljóp út úr
bílnum. Hann miðaði byssunni
á hana.
„Ralph! Lögreglan er hér!“
Hann leit til kirkjunnar, en
var engrar undankomu auðið.
Þegar hann leit aftur við, var
hann skotinn. Um leið og hann
féll til jarðar, sá hann Fleming
og fleiri menn.
„Engir gimsteinar, Ralph,“
sagði Fleming og laut niður að
honum. „Fjögur ár voru of lang-
ur tími. Kirkjan lét mála mynda-
stytturnar fyrir síðustu jól. Þá
fundust gimsteinarnir innan í
vitringnum, sem bar mirruna.
Þeir létú okkur vita og við
mundum strax eftir þér. í heilt
ár höfum við beðið eftir, að þú
losnaðir úr fangelsinu og kæm-
ir aftur að vitja fengsins.“
Hann sagði margt fleira, en
Ralph hlustaði ekki á það. Hann
hafði hætt að hlusta fyrir löngu,
— kannski fyrir fjórum ár-
um . .. ☆
Þegar sviðið fylltist
af fólki
Framhald af bls. 11
Eg veit um einn mann, sem er
sammála mér í þessu. Það er Þor-
valdur Skúlason, listmálari. Við fór-
um einu sinni til Þingvalla.
Mikið lifandi ósköp er þetta nú
dýrðlegt, sagði hann. Sjáðu kálfinn
þarna! Mikið vildi ég, að ég væri
orðinn kálfur.
Ég lærði söng hjá Pétri Á. Jóns-
syni, óperusöngvara, og hef ekki
lært söng hjá neinum öðrum. Pétur
var hreinn öðlingur. Hann var einn
af þeim lisfamönnum, sem ég kynnt-
ist þegar ég var unglingur og gleymi
aldrei. Þeir voru ekki aðeins snjall-
ir í list sinni, heldur voru þeir svo
miklir menn.
ÓGLEYMANLEGUR PERSÓNULEIKI.
Ég var mjög ungur, þegar ég
byrjaði að teikna. Ég var þrjá vet-
ur í skóla hjá Marteini Guðmunds-
syni og Birni Björnssyni. Ég byrjaði
þar, þegar ég var eitthvað um
þrettán ára. Síðan hef ég alltaf
verið að teikna og mála.
Eins og þú kannski veizt fór ég
til London til að læra leiktjalda-
málun. Ég var mjög heppinn með
kennara. Aðalkennarinn minn var
Rússi og hét Vladimir Polounin.
Hann minnti mig fyrst á séra Frið-
rik Friðriksson. Hann var svo glað-
hlakkalegur,- hló svo að skein í
hvítar tennurnar,- alltaf vingjarn-
legur og með hökutopp alveg eins
og Friðrik. Hann tók ákaflega vel
á móti mér, strax og ég kom í
skólann. Með okkur tókst vinátta,
sem hélzt alla ævi.
Ég gaf honum einu sinni flösku
af íslenzku brennivíni, sem ég hafði
fengið.
Þetta er það bezta brennivín sem
ég hef smakkað, sagði Polounin.
Það fá aðeins beztu vinir mínir að
bragða á því.
Þegar ég hafði lokið námi mínu
í London, heimsótti ég Polounin dag-
inn áður en ég fór til þess að kveðja
hann. Hann tók upp brennivíns-
flöskuna. Hún var enn rúmlega hálf.
Nú drekkum við tveir úr þessari
flösku, sagði hann.
Síðar um kvöldið fórum við á krá.
Og síðan fórum við á hverja krána
á fætur annarri. Polounin mundi
alltaf eftir nýjum og nýjum stað,
sem hann vildi, að við færum á.
Það var orðið áliðið kvölds, þegar
ég áræddi loks að segja:
Jæja, nú verð ég að fara heim.
Eg fer í fyrramálið, og ég á eftir
að pakka niður.
Hann fylgdi mér heim á leið, en
stanzaði allt í einu og sagði:
Jæja, Fúsól
Hann kallaði mig alltaf því nafni.
Reyndu nú að vera alltaf sami
góði strákurinn og þú hefur verið
hér.
Hann þagnaði um stund, en hækk-
aði síðan röddina og sagði hrana-
lega:
Og farðu svo strákurl
Um leið sló hann með stafnum
sínum í rassinn á mér.
Polounin var mikill leiktjaldamál-
ari og ógleymanlegur persónuieiki.
Ég lauk prófi frá þessum skóla,
Univercity of London, og fékk meira
að segja verðlaun. Það voru tíu
pund og þótti bara anzi mikið þá.
Ég kvaddi skólann með því að haida
hljómleika. Það var eiginlega verk
Polounins að ég gerði það. Nokkr-
um Islendingum var boðið. Ég man,
að Ævar Kvaran var þarna og Þur-
íður Pálsdóttir og fólk frá sendi-
ráðinu. Það var svo skrítið, að all-
an þann tíma sem ég var í skólan-
um, var ég alltaf kallaður „lceland",
þangað til ég var búinn að halda
þessa hljómleika, þá var eins og
allir vissu hvað ég héti. Ég söng
bæði lög eftir sjálfan mig og aðra.
Dóttir Polounins, Tanja, hefur píanó-
skóla í London. Hún lék undir hjá
mér helminginn af konsertinum. Það
var stillt upp á senuna þessari verð-
launamynd minni. Ég var óskaplega
taugaóstyrkur og hræddur við þetta
allt saman, en það bjargaðist furð-
anlega.
STJÁNI BLÁI OG HÓTUNARBRÉFIÐ.
Fyrsta lagið sem kom út eftir mig
var Við eigum samleið. Það eru
nákvæmlega þrjátíu ár síðan. Næst
kom Dagný og Við tvö og blómið.
Annars er ég farinn að ruglast í
röðinni á þessu. En mitt lang veiga-
mesta verk er Stjáni blái. Ég samdi
það fyrst, þegar ég var um tvítugt,
en þá var það svo rómantískt, að
það var eiginlega ekkert nálægt
kvæðinu. En það breyttist mikið síð-
ar. Róbert A. Ottóson var mér af-
skaplega hjálplegur, þegar ég var
að semja þetta lag. Það voru hrein-
40 VIKAN 51-tbl-