Vikan


Vikan - 21.12.1967, Blaðsíða 27

Vikan - 21.12.1967, Blaðsíða 27
Einu sinni var kona. Hún átti tíu börn. Þau voru stundum erfið, og mamma þeirra var oft þreytt og döpur. Stundum varð hún að vinna um nætur, vegna þess, að börnin létu hana ekki fá nokkurn frið á daginn. Þau voru sífellt að kalla: Mamma, mamma! Við viljum brauð! Við viljum mjólk! Gefðu okkur gott! Við viljum fara út! Við viljum koma inn! Mig vantar vettlinga! Það er gat á sokkunum mínum! Égfinn ekki stigvélin mín! Hann er að stríða mér! Hún var að klípa mig! Hann byrjaði! Allt þetta og miklu fleira glumdi í eyrum mömmu alla daga og þessu til viðbótar voru skælur og rifrildi. Þegar jólin nálguðust, fór mamma að hugsa um allt, sem hún þyrfti að gera fyrir jólin. Hún þurfti að gera hreint, hún þurfti að sauma föt, hún þurfti að baka, hún þurfti að búa til jólagjafirog pakka þeim inn. Snemma morguns, þegar mamma var búin að klæða börnin tíu, gefa þeim að borða og hleypa þeim út, tók hún vatn í fötu og stóra tusku og byrjaði að þvo glugga, veggi og hurðir. Hún var rétt byrjuð, þegar dyrabjallan glumdi. Mamma fór til dyra og opnaði þær. Inn ruddustöll börnin snjóug og rennblaut. Þau æptu öll í kór: „Það er svo kalt, við ætlum að vera inni.“ Mamma hengdi upp öll ?(> vikan “• «*■ TID IÞfKKII ANGAR BARNASAGA OG TEIKNINGAR EFTIR HERDÍSI EGllLSDÓTTIR I 4M j \ j\ 'á j \ > t J \ J \ J \ J \ J \ J \ J \ > t J \ J \ J \ > \ ;\ J\ J\ J \ J\ > l J \ J\ J\ J\ J \ J\ J\ J\ >, J\ J \ J\ > ^ J\ J \ > \ J \ J \ J\ J \ J \ > c > t J \ J \ J \ J \ J \ J \ J< J V J V J w J\ J \ J \ J \ > s. J \ J \ J\ blautu fötin þeirra, lánaði þeim liti og bækur, og hélt svo áfram að þvo. Fyrstu fimm mínúturnar gekk allt vel. En þá byrjuðu börnin allt í einu að rífast út af litunum og allt lenti í áflogum og eltingarleik um íbúðina. Mamma reyndi að stilla til friðar, en það heyrðist ekki til hennarfyrir hávaða. Loks hljóp einn drengurinn aftur á bak á fötuna, datt á rassinn ofan í sápuvatnið og valt um koll. Vesalings mamma! Gólfteppið varð rennandi, fötin barnanna, og litabækurnar. Mamma þurrkaði allt upp, lét börnin tíu hafa þurr föt, en hún gafst upp við að gera hreint. Næsta morgun tók mamma fram saumavélina sína. Hún mátti til með að sauma jólaföt á börnin sín tíu. Hún sótti efnið, *1’ >. > s. J \ j s j \ j\ j \ j\ j \ j\ j \ j\ j \ j \ j\ j \ j\ j \ j \ j \ j< j \ j \ j\ j\ j\ j \ j \ j \ j \ j\ j\ sem hún átti inni í skáp. Svo sneið hún með stóru skærunum sínum kjóla og skyrtur Allt í einu stukku öll börnin inn úrdyrunum. Þau rifualltogslitu út úr höndum mömmu. Þau klipptu götá efnið þau brutu nálina í saumavélinni og dreifðu títuprjónum > ^ > ^ > s. >^ > t > v > >, j\ j \ j \ j \ j \ A\ A j\ >^ > ^ > > ^ > ^ > ^ >^ > ^ > s. > v j\ j \ j \ út um allt gólf. Þegar börnin tíu voru háttuð og sofnuð lagaði mamma til vafði efnissnifsunum saman en gafst upp við að sauma. Næsta morgun tók mamma fram búrvigtina sína kökukeflið, mót, hveiti, sykur, egg og fleira til að baka úr. >^ j\ j\ j\ j \ j \ j\ > ^ > v >^ >^ >^ >^ > v > ^ j\ j\ j\ > ^ j\ j \ j\ j\ > s. >^ > ^ >^ >^ >^ >^ >^ Hún ætlaði að byrja á jólabakstrinum. Þegar börnin tíu sáu hvað hún var að gera, slepptu þau sér alveg þau gripu stórar flygsur úr deiginu köstuðu því allar áttir, klíndu því í gólfteppið og klesstu því í hárið á sér. Alls staðar var deig, líka neðan í skónum þeirra. Mamma slökkti á bakarofninum, tíndi saman dótið hreinsaði verstu klessurnar, en gafst upp við að baka. Næsta morgun, þegar börnin tíu voru farin út, fór mamma upp á stól, teygði sig upp í efsta skáp. Hún tók niður úr honum tíu jólagjafir, handa börnunum, fallegan pappír, límband og borða. Svo byrjaði hún að pakka inn gjöfunum. Þegar hún var að enda við síðasta pakkann, ruddust börnin tíu inn úr dyrunum, rifu utan af > V J \ J\ > K. > . > S. JS J \ > ^ J \ > ^ >v >^ > y. > . >v >^ J \ j \ > ^ öllum pökkunum, eyðilögðu bréfin og slitu borðana. Um kvöldið tíndi mamma ruslið saman, henti rifnu bréfunum en gafst upp við að pakka inn gjöfunum. Næsta morgun fór mamma alls ekkert á fætur. Þegar börnin tíu ruddust inn í eldhús til að heimta mat, urðu þau alveg hissa: Enginn matur - engin mamma! Þau tróðust öll inn í svefnherbergið og hrópuðu og kölluðu. Mamma vaknaði. Þá sagði hún: Elsku börnin mín. Ég er eitthvað lasin. Sækið lækninn okkar. Hann hjálpar mér. Öll börnin ruddust inn til læknisins. Þau töluðu öll í einu. Hann gat varla skilið orð af því, sem þau sögðu. Hann kom strax og skoðaði mömmu. Börnin stóðu öll í kringum rúmið og gláptu stórum augum á mömmu og lækninn. Þegar hann var búinn að spyrja mömmu margra spurninga, varð hann alvarlegur á svipinn og brúnaþungur. Hann kallaði á börnin fram í stofu og sagði við þau: „Viljið þið eiga mömmu ykkar lengur?“ Börnin tíu urðu bæði undrandi og hrædd. „Já, auðvitað viljum við það.“ „Jæja“, sagði læknirinn, „þá verðið þið að hugsa meira um hana framvegis. Nú tek ég hana með mér , »•tbl- VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.